Viðskipti

Háir tollar á þvottavélar og sólskildi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að leggja háa tolla á innflutning sólskjalda til orkuframleiðslu og þvottavéla. Er þetta gert til að vernda innlenda framleiðslu að sögn bandaríska viðskiptaráðuneytisins.  Fyrirtæki í...
23.01.2018 - 03:50

Lífeyrissjóðir þurfa að dreifa áhættunni betur

Lífeyrissjóðir eiga 40% í skráðum hlutabréfum á Íslandi og yfir helming í mörgum stórum fyrirtækjum. Starfshópur leggur til að vægi erlendra eigna verði aukið hjá þeim og að hægt verði að nota hluta iðgjalda í húsnæðissparnað.
22.01.2018 - 21:56

Þurfa að ljúka öllum úrbótum – þrot blasir við

United Silicon fær ekki að hefja aftur framleiðslu fyrr en lokið hefur verið við nær allar mögulegar úrbætur á verksmiðjunni, samkvæmt nýrri ákvörðun Umhverfisstofnunar. Greiðslustöðvun United Silicon rennur út á morgun og gjaldþrot blasir við...
21.01.2018 - 18:57

Ungir frumkvöðlar moka út cókói og kleins

Tveir ungir frumkvöðlar á Seltjarnarnesi segja að þeir séu að verða ríkir af því að selja ferðamönnum kakó og íslenskar kleinur undir nýju alþjóðlegu heiti. Það var fallegt veður en kalt við Gróttu í dag, þar sem bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert...
20.01.2018 - 19:51

Ferrero kaupir súkkulaðiframleiðslu af Nestle

Svissneski matvælarisinn Nestle hefur samþykkt að selja framleiðslu sína á bandarísku sælgæti til ítalska matvælafyrirtækisins Ferrero fyrir jafnvirði rúmlega 300 milljarða króna. Ferrero er helst þekktur fyrir framleiðslu á Tic Tac myntum, Nutella...
16.01.2018 - 23:04

Bitcoin hríðfellur

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin féll um 18% í dag eftir að fregnir bárust af yfirvofandi banni við viðskiptum með slíka gjaldmiðla í Suður-Kóreu og líkum á að frekari takmarkanir fylgdu í kjölfarið. Fréttastofa Reuters segir að gengisfall Bitcoin hafi...
16.01.2018 - 14:44

Walmart hækkar lágmarkslaun

Bandaríska verslanakeðjan Walmart tilkynnti í dag að lágmarkslaun í fyrirtækinu verði hækkuð upp í ellefu dollara á klukkustund, það er jafnvirði rúmlega ellefu hundruð króna.
11.01.2018 - 23:18

Toyota og Mazda framleiða bíla í Alabama

Japönsku bílaframleiðendurnir Toyota og Mazda tilkynntu í dag um byggingu sameiginlegara bílaverksmiðju í Huntsville, Alabama í Bandaríkjunum. AFP segir að gert sé ráð fyrir að fjögur þúsund manns komi til með að starfa í verksmiðjunni. Þar verða...
10.01.2018 - 22:22

Leyfa KS að eignast annað flutningafyrirtæki

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að heimila kaup flutningsfyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki á Fitjum-vörumiðlun í Reykjanesbæ. Eftirlitið tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort samningar sem félögin tvö hafa gert við Eimskip og...
10.01.2018 - 16:58

Kínverjar kaupa 184 Airbus þotur

Kínverjar hafa pantað 184 Airbus A320 farþegaþotur fyrir 13 kínversk flugfélög. Kaupsamningurinn hljóðar upp á að minnast kosti 18 milljarða dollara, en hver Airbus A320 farþegaþota kostar á bilinu 99 til 108,4 milljóna dollara.
10.01.2018 - 08:03
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Skoða þarf skattlagningu á Bitcoin-gröft

Þingmaður Pírata segir áhyggjuefni að stórir erlendir aðilar nýti ódýra íslenska orku í að grafa eftir Bitcoin-rafeyri og græða milljarða án þess að skilja nokkuð eftir í landinu. Nauðsynlegt sé að ræða hvort skattleggja skuli starfsemina.
08.01.2018 - 21:50

Andlát: Sigríður Hrólfsdóttir

Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans, er látin fimmtug að aldri. Í tilkynningu frá Símanum segir að hún hafi orðið bráðkvödd þegar hún var erlendis með fjölskyldu sinni. Sigríður var stjórnarformaður Símans frá júlí 2013 þegar hún tók sæti...
08.01.2018 - 07:08

„Aldrei gefast upp á góðri hugmynd“

Lykilatriði er að gefast aldrei upp á góðri hugmynd, segir Sigurður Kjartan Hilmarsson, forstjóri Siggi's Skyr. Franskur mjólkurvöruframleiðandi keypti fyrirtækið fyrir milljarða í vikunni.
07.01.2018 - 19:20

Hlutabréf í Norwegian ruku upp

Hlutabréf í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian hækkuðu í dag um rúmlega tuttugu prósent í kauphöllinni í Ósló. Þetta er mesta hækkun á bréfum í félaginu á einum degi til þessa. Skýringarinnar er að leita í því að forsvarsmenn Norwegian tilkynntu...
05.01.2018 - 22:07

Jafnrétti mikilvægt í nýsköpun

Tækniþróunarsjóður samþykkti fyrir jól að bjóða 32 frumkvöðlum að ganga til samninga um þróunarstyrki fyrir allt að 510 milljónir króna. Mikil sókn er í styrki til að þróa ýmis verkefni en aðeins hægt að verða við tæplega 20% umsókna. Vaxandi...
05.01.2018 - 20:33