Vesturland

Vindur feykti strætó út af Vesturlandsvegi

Enginn slasaðist alvarlega þegar strætó fór út af veginum skammt sunnan við Hvalfjarðargöng. Einhverjir kenna sér þó meins.
22.01.2018 - 14:11

Ferjan Baldur: Stefnt á siglingar á morgun

Áætlað er að ferjan Baldur hefji siglingar yfir Breiðafjörð á morgun. Viðgerð á ferjunni er á lokametrunum. Gert var ráð fyrir því að viðgerð lyki um helgina en samkvæmt Facebook-síðu Sæferða, sem reka Baldur, lýkur viðgerð ekki fyrr en í dag. Eftir...
22.01.2018 - 10:29

Mygla hjá Veitum á Akranesi

Hús Veitna á Akranesi verður rýmt á næstu dögum vegna myglu. Nú er verið að setja upp skrifstofugáma þar sem starfsfólk fær vinnu- og kaffiaðstöðu.
19.01.2018 - 13:32

Vilja virkja Dalavindinn

Áform um vindorkugarð verða kynnt íbúum Dalabyggðar í næstu viku. Fyrirtækið Storm Orka hefur fest sér land í sveitarfélaginu og áformar að reisa þrjátíu til fjörtíu vindmyllur til raforkuframleiðslu.
19.01.2018 - 12:28

Rútur og fjöldi bíla í vanda á Mosfellsheiði

Tvær rútur þvera veginn um Mosfellsheiði og margir smærri bílar eru í vandræðum. Um fimmtíu farþegar eru í rútunum og um sjötíu björgunarsveitarmenn eru komnir af stað í aðgerðir vegna veðurs og færðar í kringum borgina. 
16.01.2018 - 16:58

Sólarhringsgamlir ungar drápust í eldinum

Kjúklingarnir sem drápust í eldsvoða á kjúklingabúi í Hvalfirði í dag voru ekki nema dags gamlir. Þeir klöktust úr eggjum í gær og voru fluttir á búið rétt fyrir klukkan eitt í dag. Rúmri klukkustund síðar barst tilkynning um hitaviðvörun í húsinu,...
15.01.2018 - 18:16

4500 manns skrifað undir áskorun um bættan veg

Í nær hverri fjölskyldu á Akranesi er einhver sem að keyrir Vesturlandsveg til vinnu eða náms segir forsvarsmaður hóps sem berst fyrir bættum samgöngum um Kjalarnes. Yfir 4.500 manns hafa skrifað undir áskorun til samgönguráðherra um nauðsynlegar...
15.01.2018 - 16:06

Kjúklingar drápust í eldsvoða í Hvalfirði

Búið er að slökkva eld sem kom upp á kjúklingabúi á bænum Oddsmýri í landi Ferstiklu í Hvalfirði á þriðja tímanum í dag. Fjöldi kjúklinga drapst í eldsvoðanum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Verið er að reykræsta húsnæðið.
15.01.2018 - 15:43

Í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Þrítugur karlmaður, Eldin Skoko, var á föstudag dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun á Akranesi í júlí í fyrra. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem gat ekki komið við vörnum vegna...
15.01.2018 - 15:38

Síló Sementsverksmiðjunnar fallin

Síló Sementsverksmiðjunnar á Akranesi sem stóðu af sér tvær sprengingar eru fallin. Verktakinn byrjaði að rífa þau niður með vélum eftir að sprengingar dugðu ekki til. Því verki lauk í morgun.
11.01.2018 - 12:29

Akranes: Ekki unað við ástand Vesturlandsvegar

Bæjarstjórn Akraness skorar á samgönguyfirvöld að tryggja fjármuni til að tvöfalda Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Í ályktun bæjarstjórnar segir að við núverandi ástand verði ekki unað.
10.01.2018 - 12:54

Skylt að upplýsa um fjölda sláturgrísa

Matvælastofnun er skylt að veita upplýsingar um það hve mörgum grísum frá svínabúi Stjörnugríss á Melum á Vesturlandi var slátrað árið 2016, samkvæmt úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Óskað var eftir þeim upplýsingum í júlí síðastliðnum...
09.01.2018 - 17:02

Fé fyrir þjóðgarðsmiðstöð eftir 12 ára bið

Við afgreiðslu fjárlaga 2018 var samþykkt að veita 150 milljónum króna í þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi en ekki hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til þjóðgarðsmiðstöðvarinnar í fjárlögum fyrr en eftir breytingartillögu Fjárlaganefndar....
08.01.2018 - 16:34

Brugðust við yfirvofandi vatnsskorti í Flatey

Vatnsskortur var yfirvofandi í Flatey fyrir helgi því ekkert vatn hafði verið flutt í eyjuna síðan áður en Breiðafjarðarferjan Baldur bilaði. Heimafólk í Flatey hefur undanfarnar vikur horft upp á vatnsyfirborðið í geymum sínum lækka jafnt og þétt....
07.01.2018 - 12:24

Sílóin stóðu af sér aðra sprengingu

Starfsmenn North Work gerðu í dag aðra tilraun til að sprengja síló Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Eins og í fyrri tilrauninni sem gerð var á næstsíðasta degi nýliðins árs stóðu sílóin sprenginguna af sér.
06.01.2018 - 16:23