Vestfirðir

Ferjan Baldur: Stefnt á siglingar á morgun

Áætlað er að ferjan Baldur hefji siglingar yfir Breiðafjörð á morgun. Viðgerð á ferjunni er á lokametrunum. Gert var ráð fyrir því að viðgerð lyki um helgina en samkvæmt Facebook-síðu Sæferða, sem reka Baldur, lýkur viðgerð ekki fyrr en í dag. Eftir...
22.01.2018 - 10:29

Fyrsti ólympíukeppandinn á skíðum fyrir Tonga

Fánaberi Tonga á Ólympíuleikunum í Ríó hlaut keppnisrétt á vetrarólympíuleikunum eftir skíðagöngumót á Ísafirði í dag. Tonga hefur ekki áður átt keppanda á skíðum á Ólympíuleikunum en keppandinn í ár hefur æft skíðagöngu í snjó í um tíu vikur.
20.01.2018 - 21:09

Flutningabíll í vanda við Ísafjörð

Bílstjóri flutningabíls lenti í vandræðum í Skutulsfirði, nálægt Ísafjarðarflugvelli, síðdegis. Hann missti stjórn á bílnum sem endaði utanvegar. Bíllinn var drekkhlaðinn fiskafurðum og þurfti að tæma bílinn áður en hægt var að koma honum aftur upp...
19.01.2018 - 02:42

Greina snjóflóð í Skutulsfirði út frá hljóði

Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands getur nú fylgst með snjóflóðum falla í Skutulsfirði, jafnvel í myrkri og slæmu skyggni. Í snjóflóðahrinu síðustu daga greindi nýr búnaður tvö stór snjóflóð í firðinum - út frá hljóði.
18.01.2018 - 22:19

Meirihluti telur skemmtiferðaskipin of mörg

Yfir sextíu prósent íbúa á Ísafirði og nágrenni telja komur skemmtiferðaskipa í bænum of margar eða allt of margar. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun. Yfir hundrað skipakomur eru áætlaðar í bænum í sumar, annað sumarið í röð.  
18.01.2018 - 07:15

Íbúar lenda í vandræðum vegna ófærðar

Íbúi í Súðavík missti nær þrjá daga úr vinnu á Ísafirði þegar vegur um Súðavíkurhlíð lokaðist. Sveitarstjórinn í Súðavík óttast einangrun. Allar meginleiðir á Vestfjörðum eru nú opnar á ný.
17.01.2018 - 21:00

Súðavíkurhlíð áfram lokuð

Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hafa leiðina milli Súðavíkur og Ísafjarðar áfram lokaða vegna snjóflóðahættu. Í tilkynningu á Facebook kemur fram að í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands og Vegagerðina hafi verið ákveðið að bíða...
16.01.2018 - 16:27

Mosfellsheiði og Flateyrarvegi lokað

Vegurinn um Mosfellsheiði er lokaður. Þar er blint veður og umferðaröngþveiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá að á heiðinni eru bílar í vandræðum.
16.01.2018 - 15:03

Vestfirðir: Ófært á landi og í lofti

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Þangað er ófært bæði á landi og í lofti en einungis hefur tekist að flúga einu sinni á Ísafjörð síðan á fimmtudagsmorgun og Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu.
16.01.2018 - 12:50

Vonskuveður á Vestfjörðum

Veðurstofan spáir vonskuveðri á Vestfjörðum fyrir hádegi í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra. Í ábendingum veðurfræðings segir að hríðarbakki með hvössum NV vindi og jafnvel stormi...
16.01.2018 - 08:26

Súðavíkurhlíð lokuð – endurmetið í birtingu

Súðavíkurhlíð var lokað í morgun vegna snjóflóðahættu eins og til hafði staðið, að sögn Vegagerðarinnar. Lokunin verður þó endurmetin í birtingu, þegar hægt verður að fara á staðinn og skoða snjóalög. Nokkuð duglega snjóaði fyrir vestan í nótt, að...
16.01.2018 - 06:45

Snjóflóðahætta: Veginum lokað í fyrramálið

Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að loka veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði lokað eigi síðar en klukkan sex í  fyrramálið. Þetta hafi verið ákveðið að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina.
15.01.2018 - 21:29

Spá vaxandi snjóflóðahættu á morgun

Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Vestfjörðum en búið er að opna vegi. Snjóflóðaeftirlitsmaður segir brýnt að fólk fari varlega, lítið þurfi til að koma snjóflóðum af stað. 
15.01.2018 - 18:00

Óvissustig vegna snjóflóðahættu fyrir vestan

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum.
15.01.2018 - 11:01

Bjargaði lífi eiginmannsins með hjartahnoði

Vestfirðingur ársins bjargaði lífi eiginmanns síns með hjartahnoði. Hún kunni til verka eftir skyndihjálparnámskeið og hnoðaði þar til hjálp barst. Hálftími leið þar til sjúkrabíll kom á staðinn en ekki tókst að manna sjúkrabílinn í næsta nágrenni....
14.01.2018 - 15:09