Veður

Möguleiki á næturfrosti norðanlands

Veður hefur farið kólnandi í norðanátt síðustu dag og nóttin sem leið sjálfsagt í kaldara lagi hjá tjaldbúum þar sem hiti mældist þrjú til sex stig í morgunsárið. Það gæti orðið næturfrost í innsveitum norðanlands í nótt en næsta vika verður hæglát...
19.08.2017 - 07:37

Rigning norðan- og austantil

Í dag verður norðlæg átt á landinu, víðast átta til þrettán metrar á sekúndu en þrettán til átján suðaustanlands. Það verður rigning eða súld á norðan- og austanverðu landinu og jafnvel talsverð rigning á annesjum. Annars staðar verður þurrt að...
18.08.2017 - 06:24

Norðlæg átt

Það verður norðlæg átt ríkjandi á landinu í dag. Vindur verður víðast fimm til þrettán metrar á sekúndu en suðaustanlands er útlit fyrir að hann fari í þrettán til átján metra á sekúndu síðdegis. Það verður dálítil rigning eða súld norðaustantil en...
17.08.2017 - 06:24

Meinlaus norðanátt og væta

Í dag verður meinlaus norðlæg átt með vætu norðaustantil á landinu en hæglætissunnanátt og síðdegisskúrir sunnan heiða, að því er fram kemur í veðurpistli frá Veðurstofu Íslands. Á morgun verður heldur ákveðnari norðanátt og rgning með köflum...
16.08.2017 - 06:22

Austan hægviðri með skúrum eða rigningu í dag

Í dag er útlit fyrir hæga austanátt á landinu, með rigningu eða skúrum. Framan af degi verður bjart með köflum norðan heiða, en skúrir seinnipartinn. Á vestanverðu hálendinu eru líkur á talsverðum dembum síðdegis. Þetta kemur fram í hugleiðingum...
15.08.2017 - 07:05

45 fórust í skriðu á Indlandi

Að minnsta kosti 45 manns fórust þegar stóreflis aur- og grjótskriða féll úr brattri hlíð í Himachal Pradesh-héraði í Himalaya-fjöllum í Norður-Indlandi í gær. Skriðan sópaði burtu 200 metra vegarkafla og hreif með sér tvær rútur sem áð höfðu á...
14.08.2017 - 06:22
Hamfarir · Asía · Indland · Veður

Áfram væta og norðlægari vindar

Í dag verða hægir vindar og víða skúrir en á morgun fer að rigna suðaustan til og áfram væta í flestum landshlutum. Norðlægari vindar þegar líður á vikuna og dálítil rigning norðan- og austanlands. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings frá...
14.08.2017 - 06:21

49 dánir í flóðum í Nepal

Minnst 49 hafa dáið í flóðum og aurskriðum í Nepal síðustu daga. Sautján er saknað og tugir hafa slasast í hamförunum, sem hafa hrakið þúsundir fjölskyldna frá heimilum sínum vítt og breitt um landið. Ausandi, uppstyttulaus rigning hefur dunið á...
14.08.2017 - 00:15
Erlent · Hamfarir · Asía · Nepal · Veður

Mildu veðri spáð næstu daga

Útlit er fyrir ágætisveður næstu daga, hæga vinda og skúri á víð og dreif, en smá rigningu á Suðusturlandi annað kvöld. Vænar hitatölur verða að deginum, þótt búast megi við næturfrosti í innsveitum fyrir norðan. Svo segir í hugleiðingu...
13.08.2017 - 08:14

Fimm dóu í óveðri í Norður-Póllandi

Minnst fimm hafa týnt lífinu í ofsaveðri sem gekk yfir Pólland á laugardag. Auk þess slösuðust að minnsta kosti 34. Umtalsvert tjón varð á mannvirkjum og um 340.000 heimili voru án rafmagns lengi dags og eru mörg hver enn. Öll dauðsföllin urðu í...
13.08.2017 - 02:27

Ellefu létust í flóðum í Íran

Minnst ellefu dóu í asaflóðum af völdum gríðarlegs úrhellis í norðausturhéruðum Írans í gær og nótt. Tveggja er enn saknað, samkvæmt upplýsingum frá Rauða hálfmánanum.
12.08.2017 - 08:50
Erlent · Asía · Íran · Veður

Hægir vindar og bjart með köflum

Ágætt veðurútlit er fyrir helgina, fremur hægir vindar og bjart með köflum, en líkur á síðdegisskúrum, jafn vel vænum dembum inn til landsins. Hiti allt að 18 stigum suðaustanlands, en annars heldur minni. Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings um...
12.08.2017 - 08:06

Tugir grófust í aurskriðu í Kína

Að minnsta kosti 24 létu lífið þegar þeir urðu undir skriðu sem féll á þorp í héraðinu Sichuan í suðvestanverðu Kína í dag. Mikið hefur rignt á þessum slóðum að undanförnu og margar grjót- og aurskriður fallið af völdum vatnsveðursins. Yfirvöld...
08.08.2017 - 13:43
Erlent · Asía · Kína · Veður

Manntjón í óveðri í Japan

Tveir hafa látið lífið og yfir 50 slasast í miklu óveðri sem gengið hefur yfir Japan síðustu dægrin. Hitabeltisstormurinn Noru með miklu vatnsveðri hefur valdið eignatjóni þar sem flætt hefur yfir vegi og akra. Vindhraði í bylnum mældist þrjátíu...
08.08.2017 - 09:16
Erlent · Asía · Japan · Veður

Vinda- og vætusamt næstu daga

Í dag er spáð norðlægri eða breytilegri átt, víða á bilinu 3-8 metrum á sekúndu svo vindur ætti ekki að hafa áhrif á þá sem eru á heimleið. Útlit er fyrir skúrir eða rigningu í flestum landshlutum, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi eftir hádegi....
07.08.2017 - 07:09