Veður

Bjart, stillt og kalt í dag

„Hægur vindur í dag, bjart veður og kalt, en dálítil él norðaustantil fram eftir degi,“ segir í morgunpistli veðurfræðings Veðurstofu Íslands um veðrið í dag. Búast má við frosti allt frá einu stigi að tólf stigum, kaldast í innsveitum.
15.12.2017 - 07:09

Norðanátt og kólnandi veður

Kólnandi veður er í kortunum. Í dag verður norðanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu. „Léttskýjað verður sunnan- og vestanlands en dálítil él á Norður- og Austurlandi,“ segir í morgunpistli veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
14.12.2017 - 07:18

Kólnandi veður í dag og él

„Vindur snýst nú smám saman til norðurs og hlýja loftið hverfur suður af landinu,“ segir í veðurfræðingur Veðurstofu Íslands í pistli dagsins. Búast megi við kólnandi veðri í dag, slydduéljum og éljum með norðaustan strekkingi víða á landinu....
13.12.2017 - 06:43

Nýir mælar auka öryggi í Ólafsfjarðarmúla

Nýir snjó- og vindmælar sem í gær voru settir upp í Ólafsfjarðarmúla og við Dalvík eiga að bæta til muna eftirlit með snjóflóðahættu við Ólafsfjarðarveg. Þá verður hægt að vara betur við þeirri miklu hættu sem getur skapast þegar snjór safnast í...
12.12.2017 - 13:55

Heill bær tæmdur vegna flóðs

Allir íbúar bæjarins Lentigione á Ítalíu, um eitt þúsund talsins, voru fluttir á brott í dag þegar áin Enza flæddi yfir bakka sína. Þyrla var notuð til að ná nokkrum. Lentigione er í héraðinu Emilia Romagna, norðaustan við borgina Parma.
12.12.2017 - 13:03
Erlent · Evrópa · Ítalía · Veður

Kólnar á ný í kvöld og nótt

Nú ganga skil frá lægð á Grænlandssundi yfir landið með suðaustanátt og rigningu eða slyddu og heldur hlýrra lofti en hefur legið yfir landinu undanfarna daga. Suðvestantil er stytt upp í bili, en við taka skúrir eða él þegar líður á morguninn.
12.12.2017 - 06:58

Mönnuðum stöðvum hefur fækkað um helming

Mönnuðum skeytastöðvum hjá Veðurstofunni hefur fækkað um meira en helming síðan 1990. Mönnuðum úrkomustöðvum hefur verið fækkað um þrjár á tímabilinu. Ástæðan er sparnaður, tækniþróun og aldur veðurathugunarmanna. Sérfæðingur hjá Veðurstofunni segir...
08.12.2017 - 12:51

Fannfergi gerir Bretum lífið leitt

Mörg hundruð skólar eru lokaðir í dag á Englandi og í Wales vegna fannfergis og hvassviðris. Nokkur truflun hefur orðið á flugumferð það sem af er degi vegna veðursins. Yfir 140 þúsund íbúðarhús voru í gær án rafmagns.
11.12.2017 - 10:18

Sér fyrir endann á frostakafla

Það hefur verið léttskýjað og hörkufrost á Suður- og Vesturlandi í nótt. Nú sér fyrir endann á þessum frostakafla því síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Nærri miðnætti verður kominn allhvass eða hvass vindur og það...
11.12.2017 - 07:01

Andar áfram af norðri í dag

„Hann andar áfram af norðri í dag,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í morgunpistli sínum – víða verði gola eða kaldi en strekkingur austast á landinu, dálítil él norðaustantil en léttskýjað víða annars staðar. Frost verður á bilinu 2 til...
10.12.2017 - 08:08

Tveggja stafa frosttölur í flestum landshlutum

Útlit er fyrir norðlæga átt á landinu í dag og á morgun, strekking eða allhvassan vind austanlands en hægari annars staðar á landinu. Sunnan- og vestanlands verður mestanpart bjart en dálítil él norðaustantil. Áfram verður kalt í veðri og tveggja...
09.12.2017 - 08:28

Kalt en bjart um helgina

Veðurstofan spáir köldu en björtu veðri um helgina. Í dag á frost að ná allt að þrettán stigum á sunnanverðu landinu og um tuttugu stigum á hálendinu. Ekki er að sjá nein almennileg hlýindi í kortunum á næstunni. Samkvæmt veðurfræðingi verður víða...
08.12.2017 - 07:46

Óveður í Færeyjum

Illviðri hefur geisað í Færeyjum síðustu klukkustundirnar. Frá því klukkan sex í morgun til þrjú í dag bárust lögreglunni 125 tilkynningar um tjón. Fólk á nokkrum stöðum á eyjunum er beðið um að halda sig innan dyra þar til óveðrið lægir.
07.12.2017 - 16:53

Fimbulköld norðanátt og hörkufrost

Í dag leikur köld norðanátt um landið og nær hún stormstyrk á suðaustanverðu landinu. Á Norður- og Austurlandi gengur á með éljum eða snjókomu, en bjartviðri verður í öðrum landshlutum. Á morgun dregur smám saman úr vindi og léttir til, en herðir á...
07.12.2017 - 07:42

Norðaustanstormur suðaustantil á landinu

Vindur fer yfir 35 metra á sekúndu í hviðum sunnan- og vestan undir Öræfajökli í norðaustanstormi sem nú geisar á Suðausturlandi. Við Vatnajökul fer vindurinn í fimmtán til 25 metra á sekúndu í vindstrengjum. Þegar líður á kvöldð og nóttina getur...
06.12.2017 - 21:54