Mynd með færslu

Menningin

Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.

Hugmyndarík og fyndin sýning sem ristir dýpra

Hundur í óskilum varpar ljósi á sögu kvenna og kvennabaráttu á Íslandi í leiksýningunni Kvenfólk. Skemmtileg og femínísk sýning sem höfðar til stórs hóps, segir Hlín Agnarsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Menningarinnar.

Listin sem landakort til að rata um samfélagið

Viðhorf samfélagsins til mæðra í myndlist, eldgos undir jökli og innrás almannavarna í heimilislífið er meðal þess sem Anna Líndal myndlistarmaður hefur fjallað um á ferli sínum sem spannar hartnær 30 ár. Á dögunum opnaði yfirlitssýningin Leiðangur...
15.10.2017 - 08:48

Húmor í bland við bullandi ástríðu

Orgelkonsert verður frumfluttur í fyrsta sinn í Akureyrarkirkju á sunnudag, en þá verða flutt tvö ný verk eftir Michael Jón Clarke, sem tónskáldið samdi sérstaklega fyrir Kór Akureyrarkirkju.
14.10.2017 - 12:21

Teygjanlegur tími á tíu stöðum

„Ekkert er bannað og það er svigrúm fyrir tilraunir. Við viljum gjarnan næra það. Hátíðin er mjög flæðandi með fljótandi strúktúr,“ segir Edda Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sequences listahátíðarinnar. Sýnt er á 10 stöðum í borginni og...

„Nordic noir“ er búið að vera

Norrænir sjónvarpsframleiðendur ættu að snúa sér að öðru en „Nordic noir“ sem er orðið útvatnað vörumerki, að mati framleiðenda sjónvarpsþátta á borð við Forbrydelsen og SKAM. Mestu skipti að finna og segja sögur sem skipti áhorfendur heima fyrir...
08.10.2017 - 09:57

Ástsveltir Vetrarbræður

„Ég kalla þetta stundum „lack of love story,“ segir Hlynur Pálmason, leikstjóri Vetrarbræðra, opnunarmyndar RIFF í ár. „Kvikmyndin er bræðraódysseia. Hjartað, eða kjarninn í henni er vöntun á ást.“
04.10.2017 - 14:45