Mynd með færslu

Í ljósi sögunnar

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Næsti þáttur: 26. janúar 2018 | KL. 09:05
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Forsætisráðherra myrtur og leystur upp í sýru

Kongó í Mið-Afríku hlaut sjálfstæði frá Belgíu 30. júní 1960. Landið var illa búið undir sjálfstæði og aðeins örfáum dögum síðar var hið sjálfstæða Kongó í algjörri upplausn, logaði í óeirðum og átökum. „Kongókrísan“ svokallaða átti eftir að hafa...
19.01.2018 - 11:21

Konungur eignaðist einkanýlendu með prettum

Hvað gerir metnaðargjarn konungur sem vill að ríki sitt söðli um og eignist nýlendu í Afríku, en þegnar hans og ríkisstjórn eru ekki sammála? Undir lok nítjándu aldar stóð Leópold II, konungur í Belgíu, frammi fyrir þessu vandamáli — en var þó ekki...
13.01.2018 - 13:38

Þegar klerkar tóku við af keisara

Árið 1978 mótmæltu milljónir Írana á götum úti dag eftir dag gegn keisara landsins, Mohammed Reza Pahlavi, sem þeir álitu spillta undirlægju vestrænna stórvelda. Mótmælahreyfinguna leiddu íhaldssamir múslimaklerkar og eftir að keisarinn hrökklaðist...
05.01.2018 - 14:49

Skulfu, hlógu stjórnlaust og vesluðust upp

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar fór fólk af afskekktri frumbyggjaþjóð á Nýju Gíneu að hrynja niður af dularfullum sjúkdómi. Einkennin voru skjálfti í útlimum og höfði, svo misstu sjúklingar smátt og smátt stjórn á líkamanum, hættu að geta...
08.12.2017 - 13:51

Spurningum enn ósvarað 15 árum eftir gíslatöku

Fimmtán ár voru í vikunni frá því að téténskir hryðjuverkamenn tóku um 900 manns í gíslingu í leikhúsi í Moskvu, 23. október 2002. Gíslatökunni lauk með harmleik og dauða að minnsta kosti 130 gísla. Það var þó ekki bein sök gíslatökumannanna, heldur...
27.10.2017 - 14:18

Bjó í helli og giftist frægri söngkonu

Xi Jinping, forseti Kína, varði táningsárum sínum í helli í afskekktri sveit. Faðir hans var forystumaður í kommúnistaflokknum en lenti í ónáð hjá Maó formanni og var þvingaður í útlegð. Systir hans svipti sig lífi vegna ofsókna. Engu að síður var...
21.10.2017 - 12:20

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Í ljósi sögunnar

Kongó-krísan
19/01/2018 - 09:05
Mynd með færslu

Í ljósi sögunnar

Kongó Leópolds konungs
12/01/2018 - 09:05