Mynd með færslu

David Bowie: Síðustu fimm árin

Heimildarmynd frá BBC um tónlistarmanninn David Bowie. Ævintýralegur ferill söngvarans er rakinn - en hann kom aðdáendum sínum sífellt á óvart og var í stöðugri þróun sem listamaður. Sýnd eru viðtöl við nána vini og samstarfmenn og síðustu verk hans skoðuð til hlítar.