Mynd með færslu

Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps

Litið um öxl yfir 50 ára sögu Sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.

Óvægin fræðsla í Ó-inu

Skemmti- og fræðsluþátturinn Ó vakti mikla athygli þegar hann hóf göngu sína árið 1995. Þátturinn var í loftinu í tvö ár, naut vinsælda og fjallaði á opinskáan máta um ýmis viðkvæm málefni. Tilmælum var beint að foreldrum um að börn eldri en 12 ára...

Kattamatur fyrir nútíma Íslendinga

Ekki er öll vitleysan eins, en hér að ofan í þessari skrautlegu auglýsingu fyrir Kisa kattamat fer á kostum hópur landsþekktra grínara í gamanþættinum Örninn er sestur. Þátturinn, sem var á dagskrá RÚV veturinn 1996, var kynntur sem skemmtiþáttur um...

Slímugasti þrautaþáttur landsins rifjaður upp

Spurninga- og þrautaþátturinn SPK hóf göngu sína haustið 1993 en þar kepptu krakkar sín á milli á aldrinum 10-12 ára. Þátturinn, sem kenndur var að mestu við körfubolta og slím, var sýndur á sunnudagskvöldum og naut gífurlegra vinsælda á meðal...

Fyrsta kvikmyndin tekin upp á Íslandi

Saga Borgarættarinnar er fyrsta leikna kvikmyndin sem tekin var upp á Íslandi. Um var danska framleiðslu að ræða og er myndin byggð á samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Hún fjallar um fjölbreytileg átök mannlífsins.

Börn leika fræga stjórnmálamenn

Afmælisboði Ólafs Ragnars Grímssonar var stillt upp með hressum hætti í Áramótaskaupinu 1990. Þar glitti meðal annars í Davíð Oddson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrím Hermannsson og fleiri — öll leikin af börnum.