Mynd með færslu

Arnar Eggert

Tónlistarrýnirinn kunni, Arnar Eggert Thoroddsen, deilir með hlustendum því sem togar í tónlistarhjartað hverju sinni. Hlustendur mega búast við safaríkum söguskýringum og innblásnum pælingum en fyrst og síðast tandurhreinni ástríðu fyrir allra handa tónlist.
Næsti þáttur: 20. desember 2017 | KL. 21:00

Jólatónlist, fyrsti þáttur

Þriðja árið í röð skundar Arnar Eggert til móts við allra handa jólatónlist með bros á vör. Í þessum fyrsta þætti horfum við m.a. til jólaplatna frá meisturum á borð við Bob Dylan, Sting og Dwight Yoakam.
07.12.2017 - 15:15

Sveim í bláhvítu

Þáttur Arnars Eggerts þetta kvöldið snerist m.a. um að votta helsta hryngítarleikara dægurtónlistarsögunnar, Malcolm Young úr AC/DC, virðingu og var það gert með hinu lítt þekkta - en algerlega stórkostlega - „Bedlam in Belgium“.
01.12.2017 - 17:17

Konungurinn og Jesús

Svissneski bræðradúettinn Sparks er með helstu furðufyrirbærunum í popplendum og Arnar Eggert og harðsnúið rannsóknarteymi hans kannaði aðeins bakgrunninn hjá þeim pörupiltum.
25.11.2017 - 16:35

Máninn glottir við tönn

Í þetta sinnið fór Arnar Eggert í ferðalag um Ameríku og náði m.a. landi í borg englanna þar sem hann hitti fyrir goðsögnina Lalo Guerrero. 
15.11.2017 - 22:41

Hærra minn Guð

Þegar Arnar Eggert hyggst rannsaka frumrokkið er það gert með pompi og prakt og ekkert minna en fjórar útgáfur af sama laginu þóttu duga til skilningsdýpkunnar. 
09.11.2017 - 17:50

Hatturinn tekinn ofan

Þáttur Arnars Eggerts í þetta sinnið einkenndist af ólíkum hlutum að vanda, föllnum meisturum eins og Tom Petty og Buddy Holly var vottuð virðing en jafnframt komu nýstirni frá Nashville við sögu.
01.11.2017 - 23:25

Þáttastjórnendur

Mynd með færslu
Arnar Eggert Thoroddsen

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Arnar Eggert

Jólatónlist, annar þáttur
13/12/2017 - 21:00
Mynd með færslu

Arnar Eggert

Jólatónlist, fyrsti þáttur
06/12/2017 - 21:00

Facebook

Tónlistargagnrýni

Stigið inn í birtuna

Nýjasta plata Bjarkar, Utopia hljómar dálítið eins og eftirspil við síðustu plötu, hina ægisorglegu og erfiðu Vulnicura. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Brunað á teinum fagurra tóna

Two Trains er fyrsta sólóplata Högna Egilssonar. Platan var dágóðan tíma í vinnslu sem litar á margan hátt afraksturinn. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Skrítið, skælt og skítugt

Roforofo er sveit þeirra Ómars Guðjónssonar og Tommy Baldu og fyrsta plata hennar er samnefnd henni. Innihaldið er rokk en samt ekki. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.