Mynd með færslu

Arnar Eggert

Tónlistarrýnirinn kunni, Arnar Eggert Thoroddsen, deilir með hlustendum því sem togar í tónlistarhjartað hverju sinni. Hlustendur mega búast við safaríkum söguskýringum og innblásnum pælingum en fyrst og síðast tandurhreinni ástríðu fyrir allra handa tónlist.
Næsti þáttur: 25. október 2017 | KL. 21:00

Manstu gamla daga?

Í þætti kvöldsins fór Arnar Eggert og hans vaska teymi á slóðir Michael McDonald, sem var ekki bara að gefa út nýja plötu heldur söng á dögunum með Brooklyn-gröllurunum í Grizzly Bear. 
18.10.2017 - 22:39

Paprikuakrar

Í þætti kvöldsins fór Arnar Eggert yfir óvenju vítt svið, og lék allt frá japönsku hávaðarokki, til hipphopps með viðkomu í söngvaskáldalist og rafpoppi. 
11.10.2017 - 23:04

Snákatemjarinn mikli

Arnar Eggert og kátir kappar hans voru á dansvænum nótum í þetta sinnið, og léku allt frá sýrudjasslistamönnum, til teknótrölla og meistara á borð við Stevie Wonder og Prince.
05.10.2017 - 19:12

Svart og hvítt, gamalt nýtt

Í þætti Arnars Eggerts í þetta sinnið var rýnt í hipphopplistamenn eins og Sean Price og Fashawn, reggísnillinga á borð við Congos og Burning Spear og lágfitlsaðalinn Kurt Vile og Courtney Barnett.
27.09.2017 - 22:18

Járnleggurinn kveður

Í þætti Arnars Eggerts Þetta kvöldið var virðing vottuð, og hana átti skuldlaust hinn mikli gítarleikari eðalsveitarinnar Steely Dan, Walter Becker. 
20.09.2017 - 22:48

Hvíta ljósið skín

Í þætti Arnars Eggerts í þetta sinnið var rýnt dálítið í Gene Clark, fyrrum Byrds-meðlim sem fetaði erfiða slóð um margt eftir að hann yfirgaf þá mektarsveit. Hæfileikar hans eru hins vegar óskoraðir.
06.09.2017 - 22:08

Þáttastjórnendur

Mynd með færslu
Arnar Eggert Thoroddsen

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Arnar Eggert

Manstu gamla daga?
18/10/2017 - 21:00
Mynd með færslu

Arnar Eggert

11/10/2017 - 21:00

Facebook

Tónlistargagnrýni

Seiðandi pastelpopp

Sycamore Tree er dúett þeirra Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmarssonar. Shelter, fyrsta breiðskífa hans, inniheldur áferðarfallegt og hægstreymt rökkurpopp. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Hamingjustund með hangandi hendi

Goðsögnin Raggi Bjarna leiðir Karl Orgeltríó um skemmtilega plötu þar sem kerknislegar ábreiður eru í forgrunni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Fjórhöfða erindreki

Þriðja plata Maus, Lof mér að falla að þínu eyra, ein af merkisplötum íslensks rokks, var endurútgefin á vínyl fyrir stuttu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.