Mynd með færslu

Andri á flandri í túristalandi

Fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson kannar sívaxandi ferðamannastraum til Íslands og reynir m.a. að slá á fordóma sína í garð erlendra ferðamanna. Andri ákveður að leggja land undir fót og upplifa hvernig það er að vera ferðamaður í eigin landi en á ferðalagi sínu um borg og bæi, jökla og eldfjöll, fossa og sanda uppgötvar hann landið sitt upp á...

Ferskt íslenskt fjallaloft á spottprís

Minjagripaverslanir fyrir ferðamenn, sem oft eru kallaðar lundabúðir, hafa sprottið upp í stórum stíl í miðborg Reykjavíkur og víðar undanfarin ár. Andri Freyr kynnti sér eina slíka og fann þar meðal annars niðursoðið fjallaloft á aðeins 990 krónur...

Fjarstýrð klósett á eina fimm stjörnu hótelinu

Lyktarstýring og fjarstýrð klósett eru á meðal þess sem má finna á baðherbergjunum á eina fimm stjörnu hóteli landsins. Andri Freyr kynnti sér málið, fékk að fikta í nokkrum tökkum og fór skoðunarferð um hótelið, sem er í Reykjanesbæ.

„Eins og ég hafi aldrei gert neitt annað“

Vinsældir svokallaðra Segway-hjóla hafa farið vaxandi undanfarin ár og þá ekki síst meðal ferðamanna. Andri Freyr Viðarsson kynnti sér málið og lærði að temja slíkt tæki undir handleiðslu atvinnumanns.