Mynd með færslu

Andri á Færeyjaflandri

Eddu-verðlaunahafinn Andri Freyr siglir til Færeyja og kynnist náfrændum okkar og vinum, lífsháttum þeirra viðhorfum, siðum og venjum. Umsjón: Andri Freyr Viðarsson.

Alvöru Ólafsvökupartý

Þjóðhátíð Færeyinga, Ólafsvaka, er haldin hátíðleg í tvo daga, þann 28. og 29. júlí ár hvert ár. Þá er gjarnan mikið húllumhæ um allt land enda kunna Færeyingar vel að skemmta sér.
17.12.2014 - 14:11

Aukaefni: Pizza 67 í Færeyjum

Veitingastaðakeðjan Pizza 67 var gríðarlega vinsæl á Íslandi á árum áður. Staðirnir hættu þó flestir starfsemi fyrir allnokkrum árum, að undanskildum þeim í Vestmannaeyjum. Pizza 67 hefur þó lengi vel blómstrað í Færeyjum þar sem finna má tvo slíka...
15.12.2014 - 12:49

Sirkus lifir góðu lífi í Færeyjum

Á árum áður var starfræktur mjög hipp og kúl bar á Íslandi sem hét Sirkus en hann var á sínum tíma kosinn besti bar í heimi. Hann hætti rekstri árið 2007 en árið 2009 opnaði hann aftur – en í þetta sinn í Færeyjum.
12.12.2014 - 10:46

Beðið fyrir bakinu

Jenis av Rana er færeyskur þingmaður, læknir og forstöðumaður kristilegu útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar. Þar tekur hann m.a. á móti símtölum frá fólki sem á í vanda og biður hann fyrir þeim.
10.12.2014 - 16:21

Vill bara fá frið frá stjórnvöldum

„Ég er tilbúinn að búa sem lengst frá öllum, á leiðinlegasta stað í heimi til að fá frið frá þeim, en samt koma þeir“ segir Johan í Kollafirði, sem barist hefur fyrir því að fá að búa á eyðibýlinu Fámara á syðsta odda Færeyja, í óþökk stjórnvalda.
27.11.2014 - 20:30

Færeysk þjóðargersemi og verðandi kóngur

Á syðsta odda Færeyja býr mikill og misskilinn snillingur. Johan í Kollafirði er fyrrverandi róni og þingmaður sem flutti fyrir þremur árum á eyðibýlið Fámara, sem hann stefnir á að gera að sjálfstæðu ríki.
26.11.2014 - 13:47

Facebook