Mynd með færslu

Albúmið

Tónlistarmennirnir Jón Ólafsson og Kristján Freyr Halldórsson kryfja til mergjar margar af bestu og vinsælustu hljómplötum allra tíma úr gullkistu hryntónlistarinnar.
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Albúmið fjallar um Purple Rain

Eins og glöggir hlustendur Albúmsins hafa mögulega tekið eftir þá er þátturinn Albúmið kominn í sumarfrí. Síðasti þáttur okkar fjallaði um kónginn sjálfan, Michael Jackson og albúmið Thriller og var fluttur 18. mars síðastliðinn. Sá þáttur var 91....
27.04.2016 - 23:10

Hætti kennslu í keramik og stofnaði Roxy Music

Eftir að hafa verið sagt upp störfum sem kennari í leirkerasmíði ákvað Bryan Ferry að stofna hljómsveitina Roxy Music. Sú hljómsveit mun eiga hug okkar allan í næsta þætti Albúmsins og munum við hlusta saman á albúmið For Your Pleasure sem kom út...
10.03.2016 - 13:15

Hver er Harry Nilsson?

… og af hverju eru allir að tala um hann? Sú hljómplata sem verður undir nálinni og smásjánni í næsta þætti Albúmsins, heitir því skemmtilega nafni 'Nilsson Schmilsson' og er sjöunda hljómplata ameríska tónlistarmannsins Harry Nilsson.
03.03.2016 - 13:58

Hinn mikli meistari myrkursins

Hljómplatan I See a Darkness kom út í janúarmánuði árið 1999 og flytjandinn er Bonnie Prince Billy. Bonnie Prince Billy er aukasjálf ameríska tónlistarmannsins Will Oldham og fyrsta plata hans undir þessu heiti.
25.02.2016 - 17:08

„Mitt aðalstarf er að vera móðir"

Söngkonan Erykah Badu sló umsvifalaust í gegn þegar hún gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1997. Blanda hip-hops, jazz- og sálartónlistar heppnast fullkomlega á hljómplötunni Baduizm sem verður í brennidepli næsta Albúmsþáttar.
18.02.2016 - 22:00

Hármetal tónlist vék fyrir tónlist Nirvana

Hljómsveitin Nirvana gaf út sína aðra plötu, Nevermind árið 1991 og gerðu meðlimir hennar sér varla í hugarlund að með henni ýttu þeir sjálfum Michael Jackson út toppsætum vinsældarlistana það árið.
11.02.2016 - 13:01