Mynd með færslu

Af fingrum fram

Jón Ólafsson ræðir við Valdimar Guðmundsson, í hljómsveitinni Valdimar. Hljóðritun sem gerð var í Salnum í Kópavogi.

Jón og Björgvin léku af fingrum fram

Gítarleikarinn knái, Björgvin Gíslason, var gestur Jóns Ólafssonar í þættinum Af fingrum fram í gærkvöldi. Eins og venja er, lék Jón lag með gesti sínum í lok þáttar og fyrir valinu varð lagið Glettur, titillag nýjustu sólólplötu Björgvins.
19.02.2017 - 09:32

Brutu gítarana en límdu þá svo aftur saman

„Ég átti Gretsch gítar sem ég braut mörgum sinnum,“ segir Björgvin Gíslason, gítarleikari en hann spilaði sem æstur, ungur maður í hljómsveit sem hét Zoo. Markmiðið var að apa eftir rokksveitinni The Who. „Þetta var svakalegt kikk, að brjóta gítar“.
18.02.2017 - 15:00

Upplifði einelti í GusGus

Hafdís Huld var einn stofnmeðlima hljómsveitarinnar og fjöllistahópsins GusGus. Þegar hljómsveitin tók til starfa, árið 1995, var hún einungis 15 ára gömul. „Ég var að lesa undir samræmdu prófin þegar við tókum upp fyrstu plötuna,“ segir Hafdís.
12.02.2017 - 09:15

„Þetta hef ég aldrei séð áður“

Bragi Valdimar Skúlason hefur samið texta við ótal vinsæl dægurlög og er hann landsþekktur fyrir ritsnilld sína. Jón Ólafsson fékk Braga til að sýna sér hvernig hann skrifar og komst að því að þessi færi penni er með stórfurðulega rithönd.
03.02.2017 - 18:26