Mynd með færslu

Á tónsviðinu

Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin.
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Renée Fleming syngur Björk

Fyrir skömmu kom út hjá Decca-útgáfunni nýr hljómdiskur með einni þekktustu óperusöngkonu heims, Renée Fleming. Á þessari geislaplötu syngur hún meðal annars þrjú lög eftir Björk. Þegar Björk er annars vegar geta skilin milli dægurtónlistar og...
17.05.2017 - 14:45

Söngvar um maí

Maímánuður heillar skáldin líklega meir en nokkur annar mánuður, að minnsta kosti hafa mörg skáld ort ljóð um maí og af því leiðir það að einnig eru til margir maísöngvar. Nokkrir þeirra verða fluttir í þættinum „Á tónsviðinu“, fim. 11. maí kl. 14....
10.05.2017 - 15:49

Haydn í Englandi

Tónskáldið Joseph Haydn bjó og starfaði í Austurríki, en fór á árunum 1791-1795 í ferðir til Englands og dvaldist þar jafnvel langdvölum. Englandsferðirnar höfðu svo mikil áhrif á tónskáldaferil hans að sum tónverk hans eru kennd við enskar borgir,...
03.05.2017 - 15:07

Uppáhaldslög Berta Wooster

Enski rithöfundurinn P.G. Wodehouse samdi mikinn fjölda af gamansömum skáldsögum og meðal þeirra þekktustu voru sögur hans um Jeeves og Wooster. Þar sagði frá hinum unga spjátrungi Bertram Wooster og þjóni hans, Jeeves, sem var sérlega ráðagóður....
26.04.2017 - 15:23

Söngvar Gylfa Þ. Gíslasonar

Á þessu ári eru 100 ár frá fæðingu Gylfa Þ. Gíslasonar, en hann fæddist 7. feb. 1917. Gylfi var alþingismaður og ráðherra í mörg ár, en hann er ekki síður þekktur sem sönglagahöfundur. Sum laga hans eru alkunn, eins og „Hanna litla“, „Þjóðvísa“ og „...
05.04.2017 - 15:42

Schubert og Schober

Franz von Schober var náinn vinur tónskáldsins Franz Schuberts og samdi ljóð við sum sönglög hans, til dæmis „An die Musik“ (Til tónlistarinnar). Schober var efnaður og gat því styrkt tónskáldið með ýmsu móti, til dæmis bjó Schubert oft hjá honum....
29.03.2017 - 15:31