Vinstrihreyfingin grænt framboð

10 flokkar fram í borginni í vor

Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði....

Ný ríkisstjórn vinsæl

Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.

Taka afstöðu til mála eftir sinni sannfæringu

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á flokksráðsfundi í gær, segjast bæði styðja ráðherraval flokksins og þau ætli ekki að...

Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag

Ný ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur tekur við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis í dag. Katrín og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, undirrita nýjan...

Ný ríkisstjórn tekur við á morgun

Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna undirrita nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands í fyrramálið klukkan tíu. Flokksstofnanir flokkanna samþykktu nýjan stjórnarsáttmála á fundum í kvöld. Það var átakafundur hjá...

Átakafundur í flokksráði Vinstri grænna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist mjög ánægð með þann stuðning sem málefnasamningur flokkanna þriggja fékk í flokksráði Vinstri grænna í kvöld. Hún segir að þetta hafi verið átakafundur en niðurstaðan skýr. 75 studdu...

Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann

Flokksráð Vinstri hreyfingarinnar græns framboð samþykkti í kvöld stjórnarsáttmála flokksins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með 75 atkvæðum gegn fimmtán, þrír skiluðu auðu. Nokkrir félagsmenn sögðu skilið við flokkinn vegna samstarfsins.

Ætla að hafna málefnasamningi flokkanna

Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, ætla ekki að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins. Andrés Ingi segir lítið nýtt í nýjum samningi flokkanna.

„Ég er enn að skoða þetta“

Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, segjast ekki enn vera búin að móta sér endanlega afstöðu til ríkisstjórnarsamstarfsins með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Andrés og Rósa greiddu atkvæði gegn því í...

Flokksráð VG kallað saman á miðvikudag

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur verið kallað saman til fundar síðdegis á miðvikudag þar sem sáttmáli ríkisstjórnar flokksins með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki verður borinn upp til samþykktar. Fundurinn er opinn öllum...

Enn er allt ófrágengið um skiptingu ráðuneyta

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að Sjálfstæðismenn fái fleiri ráðherrastóla í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar ef Katrín Jakosdóttir verður forsætisráðherra. Hún hefur ekki hug á að fjölga...

Ólafur Þór hættir sem bæjarfulltrúi

Ólafur Þór Gunnarsson baðst í dag lausnar sem bæjarfulltrúi í Kópavogi eftir rúma 11 ára setu í bæjarstjórninni. Ólafur var í lok síðasta mánaðar kjörinn á þing fyrir Vinstrihreyfiguna grænt framboð. Margrét Júlía Rafnsdóttir tekur sæti Ólafs í...

Veðjar ekki aleigunni á að viðræður beri ávöxt

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki vilja veðja aleigunni á að forysta flokksins geti náð viðunandi niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokk. Andrés greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar viðræður við...

Vill að forseti bíði með umboðið

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs mætir á Bessastaði um klukkan 17. Katrín hefur undanfarna daga reynt að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum. Í hádeginu í dag varð ljóst að það tækist...

Stjórnarandstaðan reiðubúin að skoða samstarf

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokks, séu allir reiðubúnir að skoða þann möguleika að mynda saman...