Vetrarólympíuleikar 2018

Drukkinn íþróttamaður stal bíl á ÓL

Kanadískur íþróttamaður hefur verið kærður fyrir að stela bíl á aðfaranótt laugardags í Peyongchang í Suður-Kóreu þar sem Vetrarólympíuleikarnir fara fram. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem íþróttamenn komast í fréttirnar fyrir að stela...
24.02.2018 - 13:15

Engin þjóð unnið til fleiri verðlauna

Norðmenn hafa sett met á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Peyongchang í Suður-Kóreu þessa dagana en þeir hafa alls unnið til 38 verðlauna. Engin þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Vetrarólympíuleikum en Bandaríkjamenn nældu í 37 verðlaun í...
24.02.2018 - 11:20

Fyrsta gull Bandaríkjanna í krullu

Bandaríkin sigruðu í krullukeppni Vetrarólympíuleikanna í Suður-Kóreu í morgun. Þetta eru fyrstu gullverðlaun bandaríska liðsins í krullu, hvort heldur er í karla- eða kvennaflokki en kvennalið Bandaríkjanna leikur til úrslita í kvöld.
24.02.2018 - 09:28

Niskanen vann 50 km gönguna

Keppt var í 50 kílómetra göngu karla í skíðagöngu nú í morgun á Ólympíuleikunum í Peyongchang. Þetta var síðasta grein karlanna í skíðagöngunni og næstsíðasta skíðagöngugreinin á leikunum.
epa06553967 Niklas Edin of Sweden places a stone during Men's semi final game between Sweden and Switzerland at the Gangneung Culring Centre, Gangneung, during the PyeongChang Winter Olympic Games 2018, South Korea, 22 February 2018.  EPA-EFE/JAVIER

Úrslitaleikur karla í krullu

Úrslitaleikur karla í krullu á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu hefst klukkan 6:35 og verður í beinni útsendingu á RÚV 2.
24.02.2018 - 06:17

Ledecka vann líka á snjóbrettinu

Ein óvæntasta stjarna Ólympíuleikanna í PyeongChang, Ester Ledecka, frá Tékklandi, vann í nótt sín önnur gullverðlaun á leikunum. Gullin tvö hafa komið í sitt hvorri íþróttagreininni.
24.02.2018 - 06:14

Toutant vann gullið í snjóbrettafimi

Kanadabúinn Sebastian Toutant tryggði sér nú rétt í þessu gullið í „Big Air“ snjóbrettafimi á Ólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Toutant endaði stigahæstur allra keppenda með 174,25 stig.
epa06552112 Sina Candrian of Switzerland competes in the Women's Snowboard Big Air competition at the Alpensia Ski Jumping Centre during the PyeongChang 2018 Olympic Games, South Korea, 22 February 2018.  EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH

ÓL: Snjóbrettafimi

Keppt er til úrslita í Big Air snjóbrettafimi karla á Ólympíuleikunum í PyoengChang í Suður-Kóreu í kvöld. Keppnin hefst klukkan 1:00 að íslenskum tíma og sýnir RÚV beint frá keppninni. Útsending RÚV hefst klukkan 0:55.

Nuis vann sín önnur gullverðlaun á ÓL

Hinn hollenski Kjeld Nuis vann sín önnur gullverðlaun á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang í Suður-Kóreu í dag.
23.02.2018 - 17:10

Þjóðverjar mæta Rússum í úrslitum

Það er ljóst að Kanada ver ekki íshokkí titil sinn á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu en liðið tapaði 4-3 fyrir Þjóðverjum í dag. Þar mun Þýskaland mæta Rússlandi en Rússar unnu 3-0 sigur á Tékkum fyrr í dag.
23.02.2018 - 16:40

15 ára Ólympíumeistari

15 ára stúlka frá Rússlandi, Alina Zagitova, varð í dag Ólympíumeistari í listhlaupi á skautum. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Rússa á leikunum í Pyeonchang.
23.02.2018 - 10:48

Annar Rússi fallinn á lyfjaprófi í Pyeongchang

Nadezhda Sergeeva, þrítug bobbsleðakona frá Rússlandi, féll á lyfjaprófi á Vetrarólympíuleikunum í Suður Kóreu. Hún er annar Rússinn sem fellur á lyfjaprófi á leikunum. Áður hafði krullarinn Alexander Krushelnitsky fallið á lyfjaprófi og verið...
23.02.2018 - 10:35

Rússar í úrslit í íshokkí

Rússland vann Tékkland 3-0 í fyrri undanúrslitaleiknum í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í dag. Rússar leika til úrslita gegn annað hvort Þjóðverjum eða Kanadamönnum sem mætast í hádeginu.
23.02.2018 - 10:10

Kóreukonur felldu hvor aðra í úrslitum

Úrslit í 1000 metra skautaati kvenna fóru á versta veg fyrir stuðningsmenn heimamanna í Gangneung-skautahöllinni í PyeongChang í dag. Tveir suður-kóreskir keppendur, Shim Sukhee og Choi Minjeong, komust í 5-manna úrslit en þegar skammt var eftir af...

Vonn krækti og missti af verðlaunum

Vonir Lindsey Vonn frá Bandaríkjunum um gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang urðu að engu þegar hún krækti í hlið í svigferðinni í alpatvíkeppni.