Venesúela

Forsetakosningum flýtt í Venesúela

Umdeilt og forsetahollt stjórnlagaþing Venesúela, sem úthýsti lýðræðislega kjörnu löggjafarþingi landsins og svipti það völdum í ágúst á síðasta ári, samþykkti í gær að boða til forsetakosninga áður en aprílmánuður er úti, ríflega hálfu ári fyrr en...
24.01.2018 - 04:11

ESB beitir Venesúelamenn refsiaðgerðum

Evrópusambandið ákvað í dag að beita sjö hátt setta embættismenn í Venesúela refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota. Þeirra á meðal eru innanríkisráðherra landsins, forseti hæstaréttar og æðsti yfirmaður leyniþjónustunnar. Hann er sakaður um að hafa...
22.01.2018 - 13:30

Mannfall í árás á eftirlýstan þyrluflugmann

Margir féllu í árás sérsveitar Venesúelahers á bækistöðvar tiltölulega fámennrar hreyfingar herskárra stjórnarandstæðinga í Venesúela. Árásin beindist að þyrluflugmanninum Oscari Pérez og fylgismönnum hans, en Pérez var eftirlýstur fyrir að hafa...

50 tonn af jólaskinku til Venesúela

Stjórnvöld í Kólumbíu hafa heimilað útflutning á 50 tonnum af jólaskinku til Venesúela á fostudag og laugardag. Mikill skortur á þessum hefðbundna hátíðarmat hefur leitt til fjölmennra mótmæla í Venesúela síðustu daga. Maduro, forseti Venesúela,...
31.12.2017 - 01:55

Sendiherra Venesúela óvelkominn til Kanada

Stjórnvöld í Kanada ráku í dag úr landi stjórnarerindreka í sendiráði Venesúela. Jafnframt var tilkynnt að sendiherra landsins fái ekki að snúa aftur til Kanada. Hann var kallaður heim á dögunum í mótmælaskyni við efnahagslegar refsiaðgerðir...
25.12.2017 - 21:02

Færri andstæðingum sleppt en var lofað

Innan við helmingi þeirra 80 fanga sem stjórnlagaþing Venesúela vildi láta lausa fyrir jól hefur verið sleppt. Talsmaður mannréttindasamtaka í landinu segir 36 hafa verið leysta úr haldi í gær.
25.12.2017 - 06:50

Sleppa 80 föngum fyrir jól

Stjórnlagaþingið á Venesúela samþykkti tillögu um að hleypa um 80 manns úr fangelsi fyrir jólin. Tillögunni hefur verið komið inn á borð til forsetans Nicolas Maduro. Fólkið er allt í fangelsi vegna aðildar sinnar að mótmælum gegn Maduro og stjórn...
24.12.2017 - 01:29

Bannar framboð stjórnarandstöðu

Stjórnarandstöðuflokkar í Venesúela fá ekki að taka þátt í forsetakosningunum á næsta ári. Frá þessu greindi Nicolas Maduro, forseti landsins, í kvöld og sagði ástæðuna þá að flokkarnir hafi hafnað þátttöku í sveitarstjórnarkosningum í dag. Maduro...
11.12.2017 - 00:19

Enn lækkar lánshæfismat Venesúela

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfismat Venesúela enn frekar. Landið var komið í ruslflokk að mati sérfræðinga fyrirtækisins, en var í dag úrskurðað í flokk, sem kallaður er selective default eða valkvætt greiðslufall....
14.11.2017 - 14:19

ESB bannar sölu á vopnum til Venesúela

Ríki Evrópusambandsins lýstu í dag yfir stuðningi við banni á sölu á vopnum til Venesúela. Þessi ákvörðun verður formlega staðfest á fundi utanríkisráðherra ESB á mánudag. Meðal annars verður evrópskum fyrirtækjum óheimilt að selja eftirlitbúnað sem...

Venesúela: Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr

Einn af forystumönnum stjórnarandstöðunnar á þingi Venesúela hefur leitað hælis í sendiráði Chile. Nicolas Maduro forseti og stjórn hans hugðust svipta hann þinghelgi til að hægt yrði að draga hann fyrir rétt. Hann er sakaður um að hafa hvatt...
05.11.2017 - 20:30

Matsfyrirtæki endurmeta stöðu Venesúela

Matsfyrirtækin Standard & Poor's og Fitch hafa lækkað lánshæfiseinkunn Venesúela eftir að Nicolas Maduro forseti tilkynnti í fyrrakvöld að til stæði að reyna að ná samningum við lánardrottna um skuldbreytingar. Sérfræðingar beggja...
04.11.2017 - 09:22

Venesúela á ekki fyrir skuldum

Ríkissjóður Venesúela á ekki lengur fyrir afborgunum af erlendum lánum. Nicolas Maduro forseti greindi landsmönnum frá því í sjónvarpsávarpi í gær að ríkisolíufélagið PDVSA hefði í vikunni greitt einn komma einn milljarð dollara af lánum.
03.11.2017 - 08:44

Andstæðingar krefjast endurtalningar

Stjórnarandstæðingar í Venesúela krefjast endurtalningar í sveitastjórnarkosningum sem fram fóru í gær. Fyrr geti þeir ekki gengið til viðræðna við ríkjandi stjórnvöld um leiðir til þess að bæta ástand efnahags og stjórnmála í landinu. AFP...
17.10.2017 - 02:22

Maduro fagnar stórsigri

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnaði stórsigri flokks síns í sveitastjórnarkosningum í gær. Samkvæmt opinberum tölum er Sósíalistaflokkurinn í meirihluta í 17 af 23 fylkjum Venesúela. Flokkur stjórnarandstæðinga, MUD, hlaut meirihluta í fimm...
16.10.2017 - 03:57