Tyrkland

Tyrkneskar hersveitir ráðast inn í Sýrland

Tyrkneskar hersveitir réðust í morgun inn í Sýrland. Tyrkir gerðu í gær loftárásir á yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þá hefur tyrkneski herinn staðið fyrir stórskotahríð á borgina Afrim og samnefnt hérað síðan á fimmtudag í síðustu viku...
21.01.2018 - 10:51

Tyrkir gera loftárásir á Kúrda í Sýrlandi

Tyrklandsher gerði loftárásir á yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í dag. Tyrklandsforseti segist ætla að útrýma Kúrdum og tryggja öryggi við landamærin að Sýrlandi. 
20.01.2018 - 20:49

Tyrkneskar herþotur verða skotnar niður

Sýrlendingar hóta að skjóta niður allar tyrkneskar herþotur sem fljúga inn í lofthelgi landsins. Stjórnvöld í Ankara undirbúa nú árásir gegn Kúrdum, sem þau segja vera hryðjuverkamenn.
19.01.2018 - 05:56

Árás Tyrkjahers á Kúrda yfirvofandi

Tyrkir eru byrjaðir að flytja skriðdreka og önnur þungavopn að landamærum Sýrlands. Yfirvofandi er árás þeirra á tvö héruð Kúrda, Afrin og Manbij, rétt sunnan við tyrknesku landamærin.
17.01.2018 - 09:22

Fordæma „hryðjuverkaher“ Bandaríkjanna

Tyrklandsforseti sakar Bandaríkjastjórn um að byggja upp „hryðjuverkaher“ á landamærum Tyrklands og Sýrlands og heitir því að kæfa þann her í fæðingu. Bandarísk stjórnvöld kynntu á sunnudag áform um að koma upp 30.000 manna herliði nyrst og austast...
16.01.2018 - 04:46

Rann af flugbraut og niður kletta

Mikil mildi þykir að engan sakaði þegar farþegaþota rann út af flugbraut í Tyrklandi í gær. 168 voru um borð í vélinni, sem var nýlent þegar húnn rann út af brautinni.
14.01.2018 - 18:08

Tyrkir vilja bætta sambúð við Evrópu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fór fyrir helgi til Frakklands til viðræðna við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Heimsóknin er liður í tilraunum Tyrkja til að bæta sambúðina við ríki Evrópusambandsins, sem hefur verið mjög stirð...

37.000 lögreglumenn á vakt í Istanbúl

Mikill viðbúnaður er í Tyrklandi í aðdraganda áramótanna, en á nýársnótt verður rétt ár liðið frá því að grímuklæddur byssumaður réðist inn í næturklúbb í Istanbúl og skaut á gesti af handahófi með kalasnikov-hríðskotariffli, myrti 39 og særði um 70...
31.12.2017 - 07:52

Grikkir reyna að róa reiða Tyrki

Grísk stjórnvöld reyna nú hvað þau geta til að ógilda úrskurð hælisnefndar um að veita tyrkneskum hermanni hæli í landinu. Hermaðurinn er einn átta tyrkneskra hermanna sem flýðu til Grikklands og sóttu um pólitískt hæli í kjölfar misheppnaðrar...
31.12.2017 - 03:45

Pólitískar hreinsanir halda áfram í Tyrklandi

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið fimmtíu og fjóra úr starfsliði Fatih-háskólans í Istanbúl, en honum var lokað í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi í júlí í fyrra. Í allt voru gefnar út handtökuskipanir á hendur ríflega 170 manns úr...

Erdogan vill opna sendiráð í Austur-Jerúsalem

Recep Tayip Erdogan, Tyrklandsforseti, hyggst setja á laggirnar tyrkneskt sendiráð í Austur-Jerúsalem við fyrsta tækifæri.Leiðtogar hins íslamska heims samþykktu á sérstökum leiðtogafundi í liðinni viku, að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki...
18.12.2017 - 05:29

Lífstíðardóms krafist yfir blaðamönnum

Ákæruvaldið í Tyrklandi krefst ævilangs fangelsis yfir þremur blaðamönnum, sem sakaðir eru um að hafa átt þátt í uppreisnartilraun í landinu í fyrra. Réttarhöld yfir þeim hófust í Istanbúl í dag.
11.12.2017 - 11:49

Tyrkland: Enn fleiri handtökur fyrirskipaðar

Yfirvöld í Tyrklandi hafa fyrirskipað að 360 manns skuli handteknir fyrir að hafa tekið þátt í tilraun til að ræna völdum í fyrra. Af þeim eru 333 hermenn og 27 almennir borgarar. Talið er að þeir séu „leynilegir predikarar“, í tengslum við Abdullah...
29.11.2017 - 09:10

Nató biður Tyrki afsökunar á móðgunum

Æðstráðendur Atlantshafsbandalangsins, Nató, báðu í dag Tyrki afsökunar á því að hafa gert Erdogan Tyrklandsforseta og Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, að andlitum óvinarins á heræfingu í Noregi.
17.11.2017 - 22:10
Erlent · NATO · Noregur · Tyrkland

Segja fréttir um skipulag ráns á Gulen ósannar

Tyrknesk stjórnvöld neita því alfarið að hafa lagt á ráðin með fyrrum þjóðaöryggisráðgjafa forseta Bandaríkjanna, Michael Flynn, um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gulen.
12.11.2017 - 22:24