Tónlistargagnrýni Arnars Eggerts

Höfgi bundin hádramatík

Flora er fyrsta breiðskífa Jönu og innihaldið gerðarleg og vörpuleg popptónlist með snertifleti við djass, kvikmyndatónlist og fleiri geira. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Einlægt og ágengt

Dark Horse er sólóplata Bigga Hilmars sem hefur starfað í sveitunum Ampop og Blindfold m.a. auk þess að vera mikilvirkt auglýsinga- og kvikmyndatónskáld. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Gáskafullir gaurar, reffilegar rímur

JóiPé og Króli komu eins og stormsveipur inn í íslenska rappið með plötu sinni Gerviglingur. En er einhver vigt á bakvið þetta fárviðri?  Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Melankólískt og mikilúðlegt

Platan Yfir djúpin dagur skín er með hljómsveitinni RIF sem stýrt er af Andra Ásgrímssyni, sem er m.a. þekktur fyrir veru sína í Náttfara, Leaves og fleiri sveitum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.

Þagnarsveipurinn sunginn í burtu

Silence er fyrsta plata tónlistarkonunnar Silju Rósar. Innihaldið einlægar og heiðarlegar smíðar þar sem þjóðlagakennt, djassskotið og ballöðukennt popprokk er burðarvirkið. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Seiðandi pastelpopp

Sycamore Tree er dúett þeirra Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmarssonar. Shelter, fyrsta breiðskífa hans, inniheldur áferðarfallegt og hægstreymt rökkurpopp. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Hamingjustund með hangandi hendi

Goðsögnin Raggi Bjarna leiðir Karl Orgeltríó um skemmtilega plötu þar sem kerknislegar ábreiður eru í forgrunni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Fjórhöfða erindreki

Þriðja plata Maus, Lof mér að falla að þínu eyra, ein af merkisplötum íslensks rokks, var endurútgefin á vínyl fyrir stuttu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Horfum til himins, með höfuðið hátt

Nýdönsk er með merkustu dægurtónlistarfyrirbrigðum landsins og gefur hér út plötu, Á plánetunni jörð, sem kemur um margt á óvart – eins og hennar var von og vísa reyndar. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Með hjartað upp á gátt

Páll Óskar snýr aftur með plötu þar sem fölskvaleysi, heiðarleiki og trú á mátt mannsandans ræður ríkjum. Jú, og dillandi dansvænir taktar líka. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.

Að rokka af sér hausinn

Fólk er fífl með Botnleðju er ein af allra bestu rokkplötum Íslandssögunnar og hefur nú verið endurútgefin á vínyl af Record Records. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Og er þá söngbjörninn unninn

Wondering er fyrsta plata Rebekku Sifjar og tilkomumikið byrjendaverk þar sem sterk söngrödd Rebekku er í forgrunni.

Rokkað í baksýnisspeglinum

Bíbí og blakkát er frumburður rokksveitarinnar Blakkát. Kæruleysislegt rokk svífur yfir vötnum og stigið er í vænginn við áttunda áratuginn. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Nýbylgjuskotið sumarpopp

Nýjasta plata Hafdísar Huldar ber með sér þægilegt, ljúfstreymt popp með nettu nýbylgjukryddi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Þegar hjartað springur af harmi

Urges er fyrsta sólóplata Ragnars Ólafssonar, þar sem hann gerir upp sambandsslit á einlægan og hispurslausan hátt. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.