tónlist

Alvia, Björk og Högni tilnefnd til verðlauna

Alvia, Björk og Högni Egilsson eru tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna – Nordic Music Prize 2018.
24.01.2018 - 11:12

Greta Salóme með lag í bresku undankeppninni

Greta Salóme Stefánsdóttir er ein af höfundum lagsins „Crazy“, sem keppir í bresku Eurovision-undankeppninni sem fram fer í byrjun febrúar. Greta Salóme hefur tvisvar sinnum verið fulltrúi Íslands í Eurovision, árin 2012 og 2016.
24.01.2018 - 09:29

Tómas Tómasson látinn

Tómas Magnús Tómasson, bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita er látinn, 63 ára að aldri, eftir stutt en erfið veikindi. Tómas var einn ástsælasti og afkastamesti tónlistarmaður íslenskrar poppsögu og hefur leikið á fleiri...
24.01.2018 - 00:45

Miðasala á Söngvakeppnina hefst 30. janúar

Miðasala á Söngvakeppnina 2018 hefst á þriðjudaginn 30. janúar kl. 12.00 á tix.is. Um 4 viðburði er að ræða en það eru fyrri og seinni undanúrslit, fjölskyldurennsli og að lokum glæsilegt úrslitakvöld.
23.01.2018 - 17:41

Úlfur Úlfur á Eurosonic

Rokkland var á Eurosonc Festival í Groningen í vikunni sem leið.
23.01.2018 - 14:23

Neil Diamond hættir tónleikahaldi

Bandaríski söngvarinn, lagahöfundurinn og leikarinn Neil Diamond hefur tilkynnt að hann sé hættur tónleikahaldi eftir að hann greindist með Parkinson sjúkdóminn.
23.01.2018 - 08:32

Þúsund ár

Þúsund ár er sólóplata Guðmundar R. Gíslasonar. Platan inniheldur 10 ný lög og ljóð eftir Guðmund.
22.01.2018 - 16:12

Þátttökusaga keppenda í Söngvakeppninni 2018

RÚV kynnti keppendur í Söngvakeppninni 2018 í sérstökum kynningarþætti sem sýndur var á föstudag. Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva rýndi í framlögin í ár og tók saman stutt ágrip af þátttökusögu keppenda, þar sem það á við...
22.01.2018 - 16:03

Framsæknir svuntuþeysarar

Það var margt í mörgu og ekkert í engu í þætti Arnars Eggerts þessa vikuna. Byrjað var að spila dásemdarlag með Dan Auerbach áður en snúið var til Nashville hvar bergt var á brunni framsækinnar kántrítónlistar
22.01.2018 - 16:05

Textar frá sex áratuga ferli Scotts Walkers

Bresk-bandaríski tónlistarmaðurinn Scott Walker hefur aldrei farið troðnar slóðir í sköpun sinni en nýverið kom út bók á vegum Faber & Faber útgáfunnar sem hefur að geyma úrval ljóða og texta eftir tónlistarmanninn.
22.01.2018 - 14:50

Norðmennirnir sem flugu með diskóið út í geim

Stuttu fyrir jól var tilkynnt að raftónlistarmaðurinn Lindstrøm væri væntanlegur á Sónar-tónlistarhátíðina sem haldin verður í Hörpu í byrjun mars.
21.01.2018 - 12:00

„Síðasta barnið þitt er yfirleitt fallegast“

Alvia Islandia kom eins og stormsveipur inn í íslensku hip hop senuna árið 2016 með sinni fyrstu plötu og fylgdi henni á eftir með annarri á síðasta ári. Þriðja og síðasta platan í þessari seríu, sem Alvia líkir við Matrix þríleikinn, er væntanleg á...
20.01.2018 - 16:30

Janis Joplin heiðruð á 75 ára afmælinu

Bandaríska söngkonan Janis Joplin, sem lést aðeins 27 ára gömul árið 1970, hefði orðið 75 ára síðastliðinn föstudag, 19. janúar 2018. Stórskotalið íslenskra söngkvenna og hljóðfæraleikara heimsótti Rás 2 af því tilefni og tók nokkur af þekktustu...
20.01.2018 - 13:55

Lögin í Söngvakeppninni 2018

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2018. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina sem verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hægt er að hlusta á íslenskar og enskar útgáfur laganna á Söngvakeppnin.is en lögin verða líka aðgengileg á...

Atvinnumaður í knattspyrnu í Söngvakeppninni

Í kvöld klukkan 19.40 á RÚV verður hulunni svipt af lögunum tólf sem keppa í Söngvakeppninni 2018. Rætt verður við höfunda og flytjendur laganna auk þess sem brot úr lögunum verða frumflutt. Yfir 200 lög bárust í keppnina sem verður með svipuðu...