Svíþjóð

Skemmdir í sprengingu í Malmö

Nokkrar skemmdir urðu, en engan sakaði, þegar sprengja sprakk í Rosengård-hverfinu í Malmö í gærkvöld. Henni hafði verið komið fyrir utan við skrifstofuhús í hverfinu miðju. Nokkrar skemmdir urðu á anddyrinu og rúður brotnuðu. Þá urðu nokkrar...
22.01.2018 - 07:18

Sprengjuárás á lögreglustöð í Malmö

Lögregla í Malmö á Skáni handtók í nótt tvo menn á þrítugsaldri sem eru grunaðir um að hafa staðið að sprengjuárás á lögreglustöð í borginni í gærkvöld. Engan sakaði í sprengingunni, en rúður brotnuðu í húsinu og bílar í eigu lögreglumanna skemmdust...
18.01.2018 - 13:15

Morð í Malmö: Þrír bræður skotnir á tæpu ári

Tuttugu og eins árs gamall karlmaður var skotinn til bana á götu úti í Malmö á Skáni í gærkvöld. Hann er heimamaður í Malmö og þriðji bróðirinn sem verður fyrir skotárás á innan við ári. Annar bróðir hans lést af sárum sínum en hinn lifði af....
15.01.2018 - 06:14

Einn lést í skotárás í Helsingborg

Einn maður lést og annar særðist alvarlega í skotárás í Helsingborg á Skáni í kvöld. Á vefsíðu sænska ríkissjónvarpsins, SVT, segir að lögreglu hafi borist fjöldi tilkynninga um skothvelli á Närlundavegi, sem skilur að íbúðahverfi og garðhýsahverfi...
13.01.2018 - 02:33

Bannar farsíma í skólanum

Skólastjórnendur víða um lönd reyna um þessar mundir að takmarka notkun farsíma á skólatíma vegna truflunar sem þeir hafa á skólastarfið. Í enska skólanum í Gautaborg í Svíþjóð verður öllum nemendum allt til loka gagnfræðaskólastigs óheimilt að nota...
11.01.2018 - 08:54

Assange orðinn Ekvadori

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sem verið hefur í sjálfskipuðu stofufangelsi í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum árum saman, er orðinn ekvadorskur ríkisborgari. Frá þessu er greint í mörgum fjölmiðlum í Ekvador, og samkvæmt heimildarmönnum...

Fær ekki að hafa „fyllerí“ á bílnum sínum

Umferðarstofa í Svíþjóð hefur hafnað umsókn manns sem vildi fá númeraplötu á bíl sinn með sagnorðinu„supa“, sem á íslensku myndi útleggjast sem athöfnin að drekka sig fullan eða fyllerí, því það gæti talist móðgandi.
10.01.2018 - 16:42

Stal háum upphæðum frá viðskiptavinum Nordea

Kona sem vann í einu af útibúum Nordea bankans í Stokkhólmi var í dag ákærð fyrir að hafa stolið 22 milljónum sænskra króna af innlánsreikningum viðskiptavina bankans. Upphæðin nemur rúmlega 280 milljónum íslenskra króna. Að sögn sænskra fjölmiðla...
10.01.2018 - 13:24

Fjögurra manna fjölskylda fannst látin á Skáni

Fjögurra manna fjölskylda, foreldrar og tvö börn þeirra, fannst látin í einbýlishúsi í bænum Bjärred, skammt vestur af Lundi á Skáni síðdegis á þriðjudag. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar staðfestir þetta við sænska ríkissjónvarpið, SVT. Hún segir...
10.01.2018 - 00:47

Lést eftir sprengingu á lestarstöð

Karlmaður á sjötugsaldri lést af sárum sínum eftir að sprengja sprakk í höndum hans við jarðlestarstöð í bænum Huddinge í grennd við Stokkhólm. Hann var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann lést nokkru síðar. Hálffimmtug kona...
07.01.2018 - 14:10

Sprenging á lestarstöð í Svíþjóð

Karlmaður og kona slösuðust þegar sprengja sprakk utan við jarðlestarstöð í bænum Vårby í grennd við Stokkhólm í dag. Stöðinni var lokað meðan lögregla rannsakaði vettvanginn. Sænskir fjölmiðlar hafa eftir talsmanni lögreglunnar að maðurinn hafi...
07.01.2018 - 11:55

Háskólanum í Malmö lokað á mánudag

Nemendur, kennarar og starfsfólk háskólans í Malmö verða að halda sig heima á mánudag, þar sem skólanum barst alvarlegt hótunarbréf. Að sögn sænska ríkisútvarpsins, SVT, var bréfið sent með tölvupósti 29. desember, en var ekki opnað fyrr en á...
06.01.2018 - 00:27

Svikið hakk í Svíþjóð

Í þriðjungi þess kjöthakks sem selt  var í sænsku héruðunum Vestur-Gautlandi og Hallandi í fyrra var innihaldið ekki í samræmi við lýsingu. Oftast var grísakjöt að finna í hakki sem átti að vera nautahakk en í sumum tilfellum var þar kinda- og...
04.01.2018 - 11:16

Leiðtogi sænskra nýnasista fær dóm

Simon Lindberg, leiðtogi Norrænu andspyrnuhreyfingarinnar, samtaka sænskra nýnasista, var í dag sakfelldur fyrir að hafa heilsað að nasistasið á mótmælafundi í Stokkhólmi í nóvember 2016. Með atferlinu taldist hann hafa brotið lög sem banna...
02.01.2018 - 16:37

Gävle-jólahafurinn stendur enn

Jólahafurinn í Gävle í Svíþjóð stendur enn, það þykir tíðindum sæta þegar hann lifir af jólahelgina. 29 sinnum hefur hafurinn sem er líklega frægasta hálmgeit heims, verið brenndur og 7 sinnum unnin á honum annars konar skemmdarverk þau rúmlega...
30.12.2017 - 13:51