Sveitarstjórnarmál

Framboð víða í undirbúningi

Flokkur fólksins, Píratar, Viðreisn, Miðflokkur, Alþýðufylkingin, Björt framtíð og Íslenska þjóðfylkingin eru þeir flokkar sem stofnaðir hafa verið á undanförnum árum og ætla að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ákveðið verður á næstu...

„Samvinnan leiðir til sameiningar“

Íbúar Garðs og Sandgerðis kjósa um sameiningu sveitarfélaganna laugardaginn 11. nóvember næstkomandi. Verði meirihluti í báðum sveitarfélögum hlynntur sameiningu þá verður kosin ný bæjarstjórn fyrir nýtt sameinað sveitarfélag í kosningum næsta vor.
08.09.2017 - 07:00

Theodóra segir af sér þingmennsku um áramótin

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Þetta kemur fram í Kópavogsblaðinu.
26.08.2017 - 08:47

Afstaða í áfengismálum klauf meirihlutann

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Bjartar Framtíðar í Hafnarfirði klofnaði í afstöðu sinni til ályktunar um áfengisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi. Ályktunin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Hún var borin upp af hálfu...
02.03.2017 - 15:22

Ekki verði sameinað nema fjármagn fylgi

Oddviti Djúpavogshrepps segir að ekkert verði af sameiningu þriggja sveitarfélaga á Suðausturlandi, nema til komi verulegur fjárstuðningur frá ríkinu. Engin vissa sé fyrir því í undirbúningi sameiningar hvort slíkt fjármagn verði til staðar.
26.02.2017 - 19:12

Tillaga um sameiningu lögð fram í vor

Bæjarstjórinn á Hornafirði segist bjartsýnn á að það takist að sameina þrjú sveitarfélög á Suðausturlandi, en viðræður um það hafa staðið yfir síðustu mánuði. Það yrði víðfeðmasta sveitarfélag landsins, fjórtán prósent af flatarmáli Íslands.
18.02.2017 - 14:22

Sveitarfélögin farin að þreytast á samstarfi

Sveitarfélögin standa illa fjárhagslega, þrátt fyrir uppgang í samfélaginu. Þá eru þau alltof mörg og fámenn. Þetta er megininntak nýrrar skýrslu frá Samtökum atvinnulífsins. Í skýrslunni kemur fram að sameiningar séu forsenda þess að hægt sé að...

Nýr meirihluti S- og D-lista í Fjallabyggð

S-listi Jafnaðarmanna og D-listi Sjálfstæðisflokks hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Gunnar I. Birgisson verður áfram bæjarstjóri í Fjallabyggð.
29.11.2016 - 10:28

Nýr meirihluti í Fjallabyggð í mótun

Varafulltrúi D-lista í bæjarstjórn Fjallabyggðar telur mjög líklegt að Jafnaðarmenn og Sjálfstæðismenn nái saman um nýjan meirihluta. Meirihlutinn féll þegar oddviti F-listans gekk úr samstarfi við Jafnaðarmenn. Hinn fulltrúi F-listans er sagður á...
28.11.2016 - 13:40

Akureyri fyrsta „barnvæna sveitarfélag“ UNICEF

Akureyri varð í dag fyrsta íslenska sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni á vegum UNICEF og sem miðar að því að innleiða Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Þar með getur sveitarfélagið hlotið sérstaka viðurkenningu sem „barnvænt sveitarfélag...
17.10.2016 - 17:15

Djúpavogshreppur skoðar sameiningu í suður

Viðræður eru hafnar um sameiningu Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Djúpavogshreppur er í Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi og flyttist þá hugsanlega til sunnlenskra sveitarfélaga ef af sameiningu yrði.
17.10.2016 - 15:20

Skuldabyrðin þyngst í Reykjanesbæ

Tekjur sveitarfélaganna voru að meðaltali ein milljón króna á hvern íbúa, tekjurnar voru hæstar í Snæfellsbæ og Fjarðabyggð en lægstar í Kópavogi og Hafnarfirði. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna þegar úttekt...
25.09.2016 - 16:19

Segja samninginn tryggja hagsmuni bæjarins

Átta fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar telja að eðlilega hafi verið staðið að endurúthlutun lóðar í landi Sólvalla til fyrirtækisins MCPB. Það hafi verið gert í samræmi við lög, reglur og...
18.08.2016 - 11:43

Kópaskershöfn ekki á samgönguáætlun

Hafnaryfirvöld í Norðurþingi vinna nú að því að útvega dýpkunarskip til að dæla sandi úr höfninni á Kópaskeri til bráðabirgða. Ekki hefur verið metið að fullu hvernig best sé að hefta sandburð inn í höfnina.
17.05.2016 - 13:46

Gagnrýnir stjórnvöld í Grímseyjarmáli

Bæjarstjórinn á Akureyri gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir seinagang sem hann segir einkenna framgang þeirra við að leysa úr byggðavanda Grímseyinga. Engin svör fáist hjá ráðuneytum sem hafa með einstaka málaflokka að gera.
11.05.2016 - 22:57