Popp

Enn af Norðurlöndum

Við í Arnar Eggert á Rás 2 héldum áfram að skoða frændur vora frá hinum Norðurlöndunum í þættinum og margt merkilegt sem þar fór fram tónlistarlega á síðasta ári, nema hvað.
04.01.2018 - 17:14

Ómur frá Norðurlöndum

Arnar Eggert og rannsóknarteymi hans sem samanstendur af honum sjálfum létu jólatónlist loks lönd og leið og skimuðu til Norðurlanda og rýndu í markverðar plötur þaðan. 
28.12.2017 - 18:59

Sönnunargagnið er astraltertukubbur

Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, gefur út svofelldan astraltertukubb nú fyrir jólin, forláta gripur sem inniheldur ellefu ný lög ásamt ýmsu öðru. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í kubbinn sem er plata vikunnar á Rás 2.

Jólatónlist, lokaþáttur

Í þessum síðasta þætti sem Arnar Eggert helgaði jólatónlist kenndi ýmissa grasa eða eigum við kannski að segja grenigreina? Fáum við ekki smá hó hó hó fyrir þennan aðventulega brandara?
22.12.2017 - 12:36

Jólatónlist, fyrsti þáttur

Þriðja árið í röð skundar Arnar Eggert til móts við allra handa jólatónlist með bros á vör. Í þessum fyrsta þætti horfum við m.a. til jólaplatna frá meisturum á borð við Bob Dylan, Sting og Dwight Yoakam.
07.12.2017 - 15:15

Sveim í bláhvítu

Þáttur Arnars Eggerts þetta kvöldið snerist m.a. um að votta helsta hryngítarleikara dægurtónlistarsögunnar, Malcolm Young úr AC/DC, virðingu og var það gert með hinu lítt þekkta - en algerlega stórkostlega - „Bedlam in Belgium“.
01.12.2017 - 17:17

Konungurinn og Jesús

Svissneski bræðradúettinn Sparks er með helstu furðufyrirbærunum í popplendum og Arnar Eggert og harðsnúið rannsóknarteymi hans kannaði aðeins bakgrunninn hjá þeim pörupiltum.
25.11.2017 - 16:35

Máninn glottir við tönn

Í þetta sinnið fór Arnar Eggert í ferðalag um Ameríku og náði m.a. landi í borg englanna þar sem hann hitti fyrir goðsögnina Lalo Guerrero. 
15.11.2017 - 22:41

Hærra minn Guð

Þegar Arnar Eggert hyggst rannsaka frumrokkið er það gert með pompi og prakt og ekkert minna en fjórar útgáfur af sama laginu þóttu duga til skilningsdýpkunnar. 
09.11.2017 - 17:50

Hatturinn tekinn ofan

Þáttur Arnars Eggerts í þetta sinnið einkenndist af ólíkum hlutum að vanda, föllnum meisturum eins og Tom Petty og Buddy Holly var vottuð virðing en jafnframt komu nýstirni frá Nashville við sögu.
01.11.2017 - 23:25

Elvis og allir hinir

Þar kom að því að Arnar Eggert hitti fyrir sjálfan kónginn, Elvis Presley, sem var svo vinsamlegur að syngja fyrir hann lag úr mektarmyndinni King Creole, sem var ein af hans fyrstu kvikmyndum.
27.10.2017 - 13:04

Seiðandi pastelpopp

Sycamore Tree er dúett þeirra Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmarssonar. Shelter, fyrsta breiðskífa hans, inniheldur áferðarfallegt og hægstreymt rökkurpopp. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  

Paprikuakrar

Í þætti kvöldsins fór Arnar Eggert yfir óvenju vítt svið, og lék allt frá japönsku hávaðarokki, til hipphopps með viðkomu í söngvaskáldalist og rafpoppi. 
11.10.2017 - 23:04

Snákatemjarinn mikli

Arnar Eggert og kátir kappar hans voru á dansvænum nótum í þetta sinnið, og léku allt frá sýrudjasslistamönnum, til teknótrölla og meistara á borð við Stevie Wonder og Prince.
05.10.2017 - 19:12

Svart og hvítt, gamalt nýtt

Í þætti Arnars Eggerts í þetta sinnið var rýnt í hipphopplistamenn eins og Sean Price og Fashawn, reggísnillinga á borð við Congos og Burning Spear og lágfitlsaðalinn Kurt Vile og Courtney Barnett.
27.09.2017 - 22:18