Pólland

Forsætisráðherraskipti í Póllandi

Leiðtogaskipti urðu í pólsku ríkisstjórninni í dag, þegar Beata Szydlo forsætisráðherra vék sæti fyrir fjármálaráðherranum Mateusz Morawiecki. CNN fréttastofan greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá stjórnarflokki Laga og reglu, PiS, segir að...
08.12.2017 - 01:25

Stefnir í skort á erlendu fagfólki í Danmörku

Mjög hefur hægt á straumi erlendra starfskrafta til Danmerkur að undanförnu, svo mjög raunar, að formaður dönsku Atvinnurekendasamtakanna, DA, talar um hrun. Þetta kemur fram í Jótlandspóstinum. Um 65 prósentum færra starfsfólk kemur nú til...
04.12.2017 - 01:24

Mótmæla auknu valdi stjórnvalda

Þúsundir mótmæltu á götum og torgum borga í Póllandi í gær vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda á dómskerfinu. Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum veitir það forsetanum og þinginu aukið vald í vali á dómurum í landinu.
25.11.2017 - 05:49

Segir fjölgun útlendra starfsmanna gleðilega

Erlent starfsfólk er um tíu prósent af fólki á vinnumarkaði hér. Innflytjendur voru 10,6% landsmanna í ársbyrjun og Pólverjar eru langfjölmennastir þeirra eða um 14 þúsund. Pólsk yfirvöld biðla nú til Pólverja sem búa og starfa erlendis að snúa...
19.11.2017 - 16:45

Pólverjar vilja sitt fólk aftur heim

Pólsk yfirvöld biðla nú til Pólverja sem búa og starfa erlendis að snúa aftur heim. Mikil þörf sé fyrir fleiri vinnandi hendur í Póllandi. Sendiherra Póllands í Danmörku, Henryka Moscicka-Dendys, sagði í viðtali við danska ríkisútvarpið DR að...
17.11.2017 - 18:11

Forseti Pólands fordæmir útlendingahatur

Andrzej Duda, forseti Póllands, fordæmir opinberlega útlendinga- og kynþáttahatur sem birtist þegar þjóðernissinnar gengu tugþúsundum saman um höfuðborgina Varsjá um helgina. Er það í fyrsta sinn sem ráðamaður úr röðum íhaldsflokks Póllands fordæmir...
14.11.2017 - 01:45

Ingólfur og Hervarður valda tjóni í Evrópu

Mikið óveður hefur geisað víða um Evrópu um helgina. Stormurinn Ingólfur hefur valdið talsverðum usla í Danmörku, varð meðal annars að loka umferð um Stórabeltisbrúna í morgun vegna vindstyrks.
29.10.2017 - 22:47

Lýsir áhyggjum af réttarríkinu í Póllandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist hafa miklar áhyggjur af stöðu réttarríkisins í Póllandi. Á blaðamannafundi í morgun sagði Merkel að Þýskaland gæti ekki lengur þagað um hina alvarlegu þróun í Póllandi. Hægrisinnuð stjórn flokksins Laga og...
29.08.2017 - 10:15

Fimm dóu í óveðri í Norður-Póllandi

Minnst fimm hafa týnt lífinu í ofsaveðri sem gekk yfir Pólland á laugardag. Auk þess slösuðust að minnsta kosti 34. Umtalsvert tjón varð á mannvirkjum og um 340.000 heimili voru án rafmagns lengi dags og eru mörg hver enn. Öll dauðsföllin urðu í...
13.08.2017 - 02:27

Telja lög um dómstóla brjóta gegn Evrópulögum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að ný lög sem pólsk stjórnvöld hafa sett um dómstóla þar í landi brjóti gegn Evrópulöggjöfinni. Pólskum yfirvöldum var í dag sent formlegt erindi vegna málsins sem þau hafa nú einn mánuð til að bregðast við.
29.07.2017 - 11:27

Mótmæli um allt Pólland

Almenningur í yfir 100 borgum og bæjum í Póllandi hefur mótmælt nýjum lögum sem heimila ríkisstjórninni að reka alla dómara Hæstaréttar. Boðað hefur verið til þrennra mótmæla í höfuðborginni Varsjá í dag.
23.07.2017 - 13:17

Umdeild lög samþykkt í Póllandi

Efri deild pólska þingsins samþykkti umdeild lög varðandi umbætur á hæstarétti landsins seint í gærkvöld. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Skrifi forsetinn undir lögin verða dómarar við hæstarétt skipaðir af stjórnvöldum.
22.07.2017 - 05:46

ESB gagnrýnir pólsk stjórnvöld

Stjórnvöld í Póllandi eru nú undir vaxandi þrýstingi að fresta umdeildum breytingum á dómskerfi landsins, sem sagðar eru draga úr sjálfstæði dómstóla. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti í dag yfir þungum áhyggjum yfir þessum breytingum og...
19.07.2017 - 12:19

Þúsundir mótmæla í Varsjá

Þúsundir Pólverja komu saman í Varsjá í dag og mótmæltu áformum stjórnvalda um að breyta dómskerfi landsins. Pólska þingið samþykkti í gær lög sem gefa þingmönnum og dómsmálaráðherra landsins völd til að skipa dómara, án aðkomu lögfræðinga og dómara...
16.07.2017 - 21:01

Lenti í Gdansk vegna reyks í farþegarými

Farþegaþota frá SAS varð að lenda í skyndingu í Gdansk í Póllandi snemma í morgun þegar reykur gaus upp í farþegarýminu. Lendingin gekk að óskum. Engan sakaði.
20.06.2017 - 09:47