Pólland

Lýsir áhyggjum af réttarríkinu í Póllandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist hafa miklar áhyggjur af stöðu réttarríkisins í Póllandi. Á blaðamannafundi í morgun sagði Merkel að Þýskaland gæti ekki lengur þagað um hina alvarlegu þróun í Póllandi. Hægrisinnuð stjórn flokksins Laga og...
29.08.2017 - 10:15

Fimm dóu í óveðri í Norður-Póllandi

Minnst fimm hafa týnt lífinu í ofsaveðri sem gekk yfir Pólland á laugardag. Auk þess slösuðust að minnsta kosti 34. Umtalsvert tjón varð á mannvirkjum og um 340.000 heimili voru án rafmagns lengi dags og eru mörg hver enn. Öll dauðsföllin urðu í...
13.08.2017 - 02:27

Telja lög um dómstóla brjóta gegn Evrópulögum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að ný lög sem pólsk stjórnvöld hafa sett um dómstóla þar í landi brjóti gegn Evrópulöggjöfinni. Pólskum yfirvöldum var í dag sent formlegt erindi vegna málsins sem þau hafa nú einn mánuð til að bregðast við.
29.07.2017 - 11:27

Mótmæli um allt Pólland

Almenningur í yfir 100 borgum og bæjum í Póllandi hefur mótmælt nýjum lögum sem heimila ríkisstjórninni að reka alla dómara Hæstaréttar. Boðað hefur verið til þrennra mótmæla í höfuðborginni Varsjá í dag.
23.07.2017 - 13:17

Umdeild lög samþykkt í Póllandi

Efri deild pólska þingsins samþykkti umdeild lög varðandi umbætur á hæstarétti landsins seint í gærkvöld. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Skrifi forsetinn undir lögin verða dómarar við hæstarétt skipaðir af stjórnvöldum.
22.07.2017 - 05:46

ESB gagnrýnir pólsk stjórnvöld

Stjórnvöld í Póllandi eru nú undir vaxandi þrýstingi að fresta umdeildum breytingum á dómskerfi landsins, sem sagðar eru draga úr sjálfstæði dómstóla. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti í dag yfir þungum áhyggjum yfir þessum breytingum og...
19.07.2017 - 12:19

Þúsundir mótmæla í Varsjá

Þúsundir Pólverja komu saman í Varsjá í dag og mótmæltu áformum stjórnvalda um að breyta dómskerfi landsins. Pólska þingið samþykkti í gær lög sem gefa þingmönnum og dómsmálaráðherra landsins völd til að skipa dómara, án aðkomu lögfræðinga og dómara...
16.07.2017 - 21:01

Lenti í Gdansk vegna reyks í farþegarými

Farþegaþota frá SAS varð að lenda í skyndingu í Gdansk í Póllandi snemma í morgun þegar reykur gaus upp í farþegarýminu. Lendingin gekk að óskum. Engan sakaði.
20.06.2017 - 09:47

Mótmælendur dregnir af götum Varsjár

Hundruð mótmælenda voru dregnir í burt af götum Varsjár í gær af lögreglu. Þar voru þeir saman komnir til að mótmæla ríkisstjórninni, en stuðningsmenn hennar voru á leið í mánaðarlega minningargöngu um bróður formanns pólska stjórnarflokksins Lög og...
11.06.2017 - 03:59

Vilja að Pólverjar taki á matarsóun

Pólverjar fleygja níu milljónum tonna af mat á ári hverju. Að sögn samtaka Grænfriðunga í Póllandi er matarsóunin þar í landi sú fimmta mesta í ríkjum Evrópusambandsins. Samtökin skora á þing landsins að samþykkja lög sem banna sóun af þessu tagi....
14.04.2017 - 18:33

Þrír létust þegar íbúðarhús hrundi - myndskeið

Að minnsta kosti þrír létu lífið og fjórir slösuðust þegar lítið fjölbýlishús hrundi í dag í bænum Swiebodzice í Póllandi. Fjögurra er saknað, þar af tveggja barna. Björgunar- og lögreglumenn keppast við að leita að þeim í rústunum. Notast er við...
08.04.2017 - 14:34

Merkel í Póllandi: Valdsvið ESB verði óbreytt

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, er eindregið á móti hugmyndum pólsku ríkisstjórnarinnar um einfaldara og valdaminna Evrópusamband. Aftur á móti var kanslarinn alveg sammála Beate Szydlo, forsætisráðherra Póllands, um stefnuna gagnvart Rússlandi....
08.02.2017 - 04:04

Sekt Walesa þykir sönnuð

Pólskir saksóknarar segja að rithandargreining sanni að Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hafi starfað með leynilögreglu kommúnistastjórnar landsins á áttunda áratug síðustu aldar. Walesa hefur alla tíð vísað ásökunum um liðveisluna á bug.
31.01.2017 - 21:30

Andúð í garð gyðinga eykst í Póllandi

Gyðingaandúð fer vaxandi í Póllandi. Samkvæmt nýrri rannsókn er það að hluta til flóttamannavandanum að kenna. Hatursorðræða í garð gyðinga hefur hlotið stigvaxandi samþykki á síðustu árum. AFP fréttastofan greinir frá þessu.
25.01.2017 - 05:53

Táragasi beitt á mótmælendur í Varsjá

Óeirðalögregla beitti í nótt táragasi gegn mótmælendum við þinghúsið í Varsjá, til að ryðja þingmönnum leið út úr þinghúsinu. Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman við þinghúsið til að mótmæla yfirvofandi skerðingu á aðgengi fjölmiðla að þinghúsinu og...
17.12.2016 - 06:44