Orkumál

Skoða þarf skattlagningu á Bitcoin-gröft

Þingmaður Pírata segir áhyggjuefni að stórir erlendir aðilar nýti ódýra íslenska orku í að grafa eftir Bitcoin-rafeyri og græða milljarða án þess að skilja nokkuð eftir í landinu. Nauðsynlegt sé að ræða hvort skattleggja skuli starfsemina.
08.01.2018 - 21:50

Öll orkan inn á raforkukerfi Akureyrarbæjar

Framkvæmdir við nýja Glerárvirkjun ofan Akureyrar eru nú í fullum gangi. Þetta verður ríflega þriggja megawatta virkjun og allt rafmagn frá henni fer beint inn á raforkukerfi Akureyrarbæjar.
20.11.2017 - 12:57

Nýir eigendur HS Orku

Orkufyrirtækið Alterra, sem á tæp 55 prósent í HS Orku, hefur sameinast kanadíska orkufyrirtækinu Innergex. Kaupin nema tæpum 116 milljörðum íslenskra króna. 25 prósent kaupverðsins verða greidd með reiðufé og 75 prósent með hlutabréfum í Innergex.
31.10.2017 - 12:49

Þróa aðferðir við að beisla orku djúpt í jörðu

Afar mikilvægt er talið að hraða rannsóknum og þróa aðferðir við að nýta ofurheit jarðhitakerfi á miklu dýpi. Orkan sem þar er að finna er allt að tífalt meiri en gengur og gerist á jarðhitasvæðum. 
05.10.2017 - 18:25

Rafmagni hleypt á Kröflulínu 4

Rafmagni var í fyrsta sinn hleypt á Kröflulínu fjögur í dag. Þessi umdeilda háspennulína er því tilbúin til notkunar. Það þýðir að nú er hægt að hefja prófanir á Þeistareykjavirkjun og raforkuframleiðslu þar.
21.09.2017 - 19:19

Rafmagnslaust í Garðabæ

Rafmagnslaust er í Garðabæ og ef til vill víðar vegna háspennubilunar. Að því er segir í frétt á vef Veitna er unnið að viðgerð og vonast til að rafmagn verði komið aftur á innan stundar. Þar er fólki ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum sem ekki...
30.08.2017 - 18:15

Dómsmáli um Kröflulínu vísað frá

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra um að vísa frá dómi máli sem Landvernd höfðaði gegn Landsneti til að stöðva framkvæmdir við Kröflulínu 4 milli Þeistareykja og Kröflu. Niðurstaða héraðsdóms var sú að Landvernd...
02.08.2017 - 16:22

Risasamningur um kolasölu til Úkraínu

Sjö hundruð þúsund tonn af kolum verða flutt á þessu ári frá Bandaríkjunum til Úkraínu, en þar í landi hafa stjórnvöld ekki lengur aðgang að kolanámum sem eru á valdi uppreisnarmanna í austurhluta landsins. Bandaríkjastjórn segir samninginn...
31.07.2017 - 18:06

Rafmagn komið á að nýju

Rafmagn er komið á að nýju í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur í öllum götum að undanskildum Bókhlöðustíg, samkvæmt upplýsingum frá Veitum, dótturfélagi Orkuveitunnar. Rafmagnslaust varð um klukkan tuttugu mínútur í tvö í nótt, á svæði sem náði allt frá...
01.07.2017 - 05:28

Rafmagnslaust í miðbæ Reykjavíkur

Rafmagnslaust er víða í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur þessa stundina vegna bilunar. Í tilkynningu frá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, segir að unnið sé að viðgerð. „Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á...
01.07.2017 - 02:47

Línuframkvæmdir hafnar á ný eftir veturinn

Framkvæmdir við lagningu Kröflulínu 4 eru hafnar á ný eftir veturinn. Framvinda verksins gæti ráðist í Hæstarétti og hvort hægt verður að afhenda raforku til kísilversins á Bakka á réttum tíma. Þar fæst úr því skorið hvort eignarnám vegna línunnar...
26.05.2017 - 18:53

Svisslendingar losa sig við kjarnorkuna

Sviss verður kjarnorkulaust land samkvæmt niðurstöðu þjóðaratvæðagreiðslu þar í landi í gær, sunnudag. Yfir 58% þátttakenda greiddu atkvæði með því að hætta kjarnorkuframleiðslu í áföngum og skipta henni út fyrir umhverfisvænni, endurnýjanlega...
22.05.2017 - 01:55

Telja 8 ára umhverfismat Suðvesturlína úrelt

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir telja að átta ára gamalt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína sé úrelt og þarfnist endurskoðunar frá grunni. Forsendur fyrir línunum séu brostnar þar sem óljóst sé hvort orkan sem þær áttu að flytja...
30.04.2017 - 10:25

300 tonna vélar á sinn stað í stöðvarhúsinu

Þeistareykjavirkjun er smám saman að taka á sig mynd. Raforkuframleiðsla á að hefjast þar fyrir árslok. Stöðvarhús er að mestu fullbyggt og 300 tonna vélbúnaður kominn á sinn stað.
16.03.2017 - 14:16

Risavaxinn vindmyllugarður í miðjum Norðursjó

Rafmagn fyrir 80 milljónir Evrópubúa verður framleitt í gríðarstórum vindmyllugarði í miðjum Norðursjó, gangi fyrirætlanir raforkufyrirtækja í Danmörku, Hollandi og Þýskalandi eftir. Til stendur manngerð eyja verði í miðjum raforkugarðinum sem...
11.03.2017 - 07:32