Noregur

Staðfest að lík Janne Jemtland er fundið

Norska lögreglan hefur staðfest að lík sem fannst í ánni Glommu á laugardag er lík Janne Jemtland, konu sem hvarf frá heimili sínu rétt fyrir áramótin. Í tilkynningu lögreglu í dag segir að enn sé ekki hægt að segja nokkuð um dánarorsök, endanlegar...
16.01.2018 - 16:12

Loðdýrarækt bönnuð í Noregi frá 2025

Norskir loðdýrabændur framleiða um eina milljón refa- og minkaskinna á ári hverju - ennþá. Frá og með árinu 2025 verða þeir að finna sér annað lífsviðurværi, því þá tekur gildi algjört bann við loðdýrarækt til skinnaframleiðslu í Noregi. Erna...
16.01.2018 - 06:32

Eiginmaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Eiginmaður Janne Jemtland, norskrar konu sem hvarf aðfaranótt 29. desember, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þar af verður hann í einangrun í tvær vikur. Hann er grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana.
15.01.2018 - 15:52

Eiginmaður ákærður fyrir morð á konu sinni

Eiginmaður Janne Jemtland, norskrar konu á fertugsaldri sem saknað hefur verið síðan 29. desember, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir manndráp. Julie Dalsveen, lögfræðingur hjá lögreglunni, segir rökstuddan grun um að eiginmaðurinn hafi ráðið...
13.01.2018 - 01:45

Samkomulag um nýja ríkisstjórn í Noregi

Hægriflokkurinn, Framfaraflokkurinn og Vinstriflokkurinn í Noregi hafa komist að samkomulagi um að mynda saman ríkisstjórn. Flokkarnir hafa átt í viðræðum frá því í byrjun árs. Kosið var til þings í Noregi 11. september síðastliðinn.
12.01.2018 - 10:54

Norðmenn höfða mál á hendur Tesla

Hátt í áttatíu eigendur ákveðinnar tegundar Tesla rafbíla í Noregi hafa höfðað mál á hendur bílasmiðjunni fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar í auglýsingum. Að þeirra áliti er skila rafmótorar bílanna ekki jafn miklu afli og lofað var.
11.01.2018 - 13:40

Odvar Nordli látinn

Odvar Nordli, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, er látinn. Hann var níræður. Nordli var leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætisráðherra frá 1976-1981, en þá tók Gro Harlem Brundtland við af honum sem leiðtogi flokksins. Jonas Gahr Støre,...
10.01.2018 - 17:04

Segir af sér vegna ásakana um áreitni

Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, sagði af sér í dag eftir að hafa verið sakaður um að áreita ungar konur kynferðislega. Hann tilkynnti þetta í færslu á Facebook, þar sem hann sagðist hafa tekið ákvörðunina með sínum nánustu.
07.01.2018 - 22:45

Norskur bær einangraður fram á fimmtudag

Íbúar norska bæjarins Årdal verða innlyksa fram á fimmtudag. Skriða lokaði göngunum á milli Årdal og Tyin, og reiknar vegagerðin ekki með því að komast í að ryðja grjóthnullungunum frá fyrr en á fimmtudag. Þá er búist við snjóbyl á morgun sem veldur...
06.01.2018 - 22:52

Hlutabréf í Norwegian ruku upp

Hlutabréf í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian hækkuðu í dag um rúmlega tuttugu prósent í kauphöllinni í Ósló. Þetta er mesta hækkun á bréfum í félaginu á einum degi til þessa. Skýringarinnar er að leita í því að forsvarsmenn Norwegian tilkynntu...
05.01.2018 - 22:07

Ellefu ára fangelsi fyrir kannabissmygl

Hollenskur ríkisborgari var í dag dæmdur í ellefu ára fangelsi í Noregi fyrir að hafa staðið að smygli á 436 kílóum af kannabisefnum til landsins. Maðurinn hefur alla tíð neitað sök. Það var hins vegar hollenskur flutningabílstjóri sem sagði til...
05.01.2018 - 19:47

Varaformaður hættir vegna ásakana um áreitni

Trond Giske, þingmaður norska Verkamannaflokksins, hefur sagt af sér varaformennsku í flokknum vegna ásakana um kynferðislega áreitni gegn konum. Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, segir að í ljósi þeirra krefjandi verkefna sem...
02.01.2018 - 05:29

Farþegum orðið kalt í rafmagnslausri lest

Um 250 farþegar eru um borð í lest sem situr föst skammt suður af bænum Otta í Noregi. Farþegar segja í samtali við Verdens Gang að bannað sé að nota salerni lestarinnar, matarvagninn sé lokaður og byrjað sé að kólna verulega um borð.
26.12.2017 - 00:46

Norskur eftirlaunaþegi grunaður um njósnir

Norðmaður á sjötugsaldri hefur setið í illræmdu fangelsi í Moskvu síðan í byrjun desember, grunaður um njósnir fyrir Bandaríkin og Noreg. Fjölskylda og vinir eru forviða á sakarefnum.
25.12.2017 - 10:19

Giske fallvaltur eftir ásakanir um áreitni

Talið er hugsanlegt að Trond Giske, varaformaður Verkamannaflokksins í Noregi, verði knúinn til að segja af sér eftir að fimm konur sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Trond Giske hefur látið skrá sig veikan en hefur á fundi með Jonas Gahr Støre,...
24.12.2017 - 12:16