Mexíkó

500 ára farsótt Asteka af völdum salmonellu

Vísndamenn telja sig loks hafa fundið orsök þess að nærri öll Astekaþjóðin þurrkaðist út á einu strái. Faraldur sem hófst árið 1545 varð á endanum um 15 milljónum manna að bana á þeim fimm árum sem hann gekk yfir þjóðina.
17.01.2018 - 06:42

Fjöldagrafir finnast í Mexíkó

Yfir þrjátíu lík fundust í þremur fjöldagröfum í norðvesturhluta Mexíkó um helgina. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni yfirvalda að níu lík hafi fundist í gröfinni sem fannst fyrst. Samkvæmt heimildum AFP var samanlagt búið að finna 32 lík í...
17.01.2018 - 05:15

Listamaðurinn Donald Trump byggir múr

Við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó standa átta glænýjar útgáfur af landamæramúr Trumps. Svissnesk-íslenski listamaðurinn Christoph Büchel segir veggina átta vera listaverk og vill láta friða þá. New York Times fjallaði um málið.
12.01.2018 - 17:15

10 fórust í bílslysi við Acapulco

Tíu létu lífið og tvennt slasaðist í bílslysi í suðvesturhluta Mexíkós um helgina, ekki langt frá hinni vinsælu ferðamannaborg Acapulco í Guerrero-ríki. Tveir bílar og eitt mótorhjól lentu í árekstri á þjóðveginum skömmu fyrir miðnætti á föstudag að...
31.12.2017 - 07:21

Ofbeldisfyllsta ár síðan mælingar hófust

Síðan mælingar hófust í Mexíkó hafa aldrei verið framin fleiri morð á einu ári en í ár. Fjöldi morða fyrstu ellefu mánuði ársins er þegar meiri en allt árið 2011 sem var það blóðugasta fyrir.

Tólf ferðamenn létust í rútuslysi í Mexíkó

Minnst tólf eru látnir og fjöldi slasaður eftir að rúta með erlenda ferðamenn innanborð valt á þjóðvegi í Mexíkó í dag. Farþegarnir voru á leið að Maya-minjum í austurhluta Mexíkó þegar slysið varð.
20.12.2017 - 03:18

Tugum bjargað úr mansali í Mexíkó

Lögregla í Mexíkó bjargaði 30 konum úr klóm mansalshrings í vikunni. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar koma flestar þeirra frá Kólumbíu og Venesúela. Lögreglan réðist inn í tvö hús. Í öðru þeirra, í borginni Toluca, björguðu þeir 24 konum á þrítugs...

Mexíkó friðar stórt hafsvæði

Stjórnvöld í Mexíkó friðuðu stórt hafsvæði undan ströndum landsins þar sem fjölskrúðugt lífríki dafnar. Friðunin þýðir að veiðar eru bannaðar á svæðinu og það verður vaktað af sjóher landsins.
25.11.2017 - 08:16

Fimm dóu í eftirskjálftanum á laugardag

Fimm létu lífið í öflugum eftirskjálftanum sem reið yfir miðhluta Mexíkós í gær, laugardag. Skjálftinn, sem var 6,2 af stærð, olli mikilli skelfingu meðal fólks, sem margt er enn í losti eftir stóra skjálftann sem varð á þriðjudag og kostaði yfir...
24.09.2017 - 05:52

Enn skelfur jörð í Mexíkó

Snarpur eftirskjálfti, 6,2 að stærð, reið yfir miðhluta Mexíkós í dag. Upptökin voru rúmlega nítján kílómetrum suðaustan við borgina Matias Romero í héraðinu Oaxaca. Björgunarsveitarmenn í Mexíkóborg hættu störfum í nokkra stund eftir að skjálftinn...
23.09.2017 - 14:59

Minnst 273 dóu í skjálftanum í Mexíkó

Hrikalegar afleiðingar jarðskjálftans sem skók Mexíkóborg og nærliggjandi héruð á þriðjudag koma æ betur í ljós. Staðfest dauðsföll eru orðin 273, þúsundir misstu heimili sín í hamförunum og þótt björgunarstarf standi enn yfir fer vonin um að fleiri...
22.09.2017 - 05:54

Enn leitað í rústum í Mexíkó

Björgunarlið vinnur enn hörðum höndum í Mexíkóborg og annars staðar þar sem byggingar hrundu í skjálftanum mikla á þriðjudag þótt líkur á að finna einhvern á lífi í rústunum fari minnkandi með hverri mínútunni sem líður.
21.09.2017 - 07:21

Bauð fram aðstoð vegna skjálftans í Mexíkó

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó í kvöld til að votta honum samúð sína vegna hamfaranna í Mexíkó. Trump bauð jafnframt fram aðstoð bandarískra björgunarsveita og eru þær þegar lagðar af stað.
20.09.2017 - 22:31

Fjöldi fólks enn grafinn í rústum

Ljóst er að yfir 200 létu lífið í jarðskjálftanum í Mexíkó í gærkvöld sem var 7,1 að stærð. Hann var það öflugur að hús hrundu og er fjöldi fólks enn grafinn í rústum.
20.09.2017 - 10:46

Að minnsta kosti 250 fórust í skjálftanum

Minnst 250 fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir Mexíkó í gær. Þeirra á meðal er 21 barn og fjórir kennarar sem grófust í rústum grunnskóla í höfuðborginni. 30 skólabarna er enn saknað. 
20.09.2017 - 07:21