menningarefni

Skiptast á hárspreyi fyrir rauða dregilinn

Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, er heimsfrumsýnd í dag á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum. Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, segir spenninginn mikinn í hópi íslensku...

Þúsund ár

Þúsund ár er sólóplata Guðmundar R. Gíslasonar. Platan inniheldur 10 ný lög og ljóð eftir Guðmund.
22.01.2018 - 16:12

Þátttökusaga keppenda í Söngvakeppninni 2018

RÚV kynnti keppendur í Söngvakeppninni 2018 í sérstökum kynningarþætti sem sýndur var á föstudag. Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva rýndi í framlögin í ár og tók saman stutt ágrip af þátttökusögu keppenda, þar sem það á við...
22.01.2018 - 16:03

Framsæknir svuntuþeysarar

Það var margt í mörgu og ekkert í engu í þætti Arnars Eggerts þessa vikuna. Byrjað var að spila dásemdarlag með Dan Auerbach áður en snúið var til Nashville hvar bergt var á brunni framsækinnar kántrítónlistar
22.01.2018 - 16:05

Ástarbréf Simone de Beauvoir seld

Yale-háskólinn í Bandaríkjunum hefur keypt 112 ástarbréf heimspekingsins og femínistans Simone de Beauvoir. Seljandinn er sjálft viðfang ástarbréfanna, leikstjórinn Claude Lanzmann.
22.01.2018 - 15:49

Textar frá sex áratuga ferli Scotts Walkers

Bresk-bandaríski tónlistarmaðurinn Scott Walker hefur aldrei farið troðnar slóðir í sköpun sinni en nýverið kom út bók á vegum Faber & Faber útgáfunnar sem hefur að geyma úrval ljóða og texta eftir tónlistarmanninn.
22.01.2018 - 14:50

Skiltin þrjú sigursælust á SAG-verðlaununum

Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri vann til verðlauna fyrir besta leikarahópinn í dramatískri kvikmynd á Screen Actors Guild verðlaunahátíðinni í gær.

Kjarval í nýju ljósi

Kjarval hélt utan til náms 26 ára gamall og í Evrópu kynntist hann framúrstefnu sem hafði á hann djúpstæð áhrif. „Ég komst í uppnám út af þessari nýju stefnu,“ skrifaði Kjarval í ódagsettu bréfi.
22.01.2018 - 10:01

Stærsti mánuður Hörpu frá opnun

Síðastliðinn mánuður var sá viðburðarríkasti frá opnun Hörpu. Í fréttatilkynningu segir að yfir 2000 flytjendur hafi komið fram í tónlistar- og samkomuhúsinu í desember og voru gestir hússins vel yfir 200 þúsund, þar af helmingurinn börn og ungmenni.
22.01.2018 - 02:07

Hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

Ljóðskáldið Sindri Freysson hlaut í dag Ljóðstaf Jóns úr Vör í Salnum í Kópavogi. Þetta er í sautjánda árið sem verðlaunin eru veitt. Alls bárust 278 ljóð í keppnina að þessu sinni. Sindri hlaut verðlaunin fyrir ljóðið: Kínversk stúlka les uppi á...
21.01.2018 - 22:23

Dansað kringum verkin

„Þetta getur verið vísbending, bending á formi eða formum og svo þýðir bending á ensku „gesture“, hint að einhverju, vottur af einhverju,“segir Þórdís Jóhannesdóttir myndlistarmaður sem nýlega opnaði sýninguna Bending ásamt Ingunni Fjólu...
21.01.2018 - 16:00

„Þetta er alveg fáránleg bók“

Codex Seraphinianus eftir Luigi Serafini er mögulega skrítnasta alfræðiorðabók sögunnar, enda hefur hún enga merkingu. Teikningarnar og óskiljanlegur textinn hafa valdið mörgum heilabrotum, þar á meðal listakonunum Lóu Hjálmtýsdóttur og Jóhönnu...
21.01.2018 - 13:40

Paddington 2 er „ferskasta“ kvikmynd sögunnar

Mynd númer tvö um björninn geðþekka Paddington, sem frumsýnd var í desember, hefur bókstaflega hlotið einróma lof gagnrýnenda. Hún sló á dögunum met þegar viðurkenndir gagnrýnendur höfðu gefið henni jákvæða umsögn 164 sinnum og enn hefur hún ekki...
21.01.2018 - 12:55

Norðmennirnir sem flugu með diskóið út í geim

Stuttu fyrir jól var tilkynnt að raftónlistarmaðurinn Lindstrøm væri væntanlegur á Sónar-tónlistarhátíðina sem haldin verður í Hörpu í byrjun mars.
21.01.2018 - 12:00

„Þessi ómuna grimmdar gaddur“

Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína daglega í Ríkisútvarpinu frá janúar til júní.
21.01.2018 - 11:00