Maltbikarinn 2017

Keflavík bikarmeistari í 15. sinn - Viðtöl

Keflavík varð í dag bikarmeistari í 15. sinn er liðið vann 11 stiga sigur á Njarðvík í úrslitum Maltbikarsins, lokatölur 74-63. Er þetta annað árið í röð sem Keflavík hampar titlinum.
13.01.2018 - 18:52

Keflavík er bikarmeistari 2018

Keflavík vann í dag 11 stiga sigur á Njarðvík í úrslitum Maltbikarsins en Keflavík hefur nú unnið 15. bikarmeistaratitla. Eftir jafnan leik þá stungu Keflvíkingar endanlega af undir lokin og lokatölur því 74-63 Keflavík í vil.
13.01.2018 - 18:09

Verður Þjóðhátíð á Króknum - Viðtöl og myndir

Það má reikna með sannkallaðri Þjóðhátíðarstemningu á Suðarkróki sem og Skagafirðinum öllum í kvöld en Tindastóll hreinlega valtaði yfir KR í úrslitum Maltbikars karla nú rétt í þessu. Hér að neðan má sjá viðtöl við leikmenn og þjálfara liðsins sem...
13.01.2018 - 16:12
Mynd með færslu

Suðurnesjaslagur í úrslitum Maltbikarsins

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar í Keflavík mæta Njarðvík í úrslitum Maltbikarsins nú klukkan 16:30 í Laugardalshöllinni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV sem og hér á vef okkar.
13.01.2018 - 15:40

Tindastóll er bikarmeistari 2018

Tindastóll varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta en liðið hreinlega valtaði yfir KR sem hafa unnið bikarinn síðustu tvö ár. Tindastóll byrjaði leikinn frábærlega og vann á leikinn á endanum með 27 stiga mun, lokatölur 96-69 Tindastól í vil og...
13.01.2018 - 15:21
Mynd með færslu

Ver KR titilinn eða kemur Tindastóll á óvart?

KR og Tindastóll mætast í úrslitum Maltbikars karla klukkan 13:30 í Laugardalshöllinni. Útsending RÚV hefst klukkan 13:15 og má sjá leikinn beint á RÚV sem og hér á vef okkar.
13.01.2018 - 13:00

Fáum við aðra skotsýningu í dag?

Sigtryggur Arnar Björnsson var hreint út sagt stórkostlegur í leik Tindastóls og Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins sem fram fór á miðvikudaginn. Tindastóll vann leikinn með 10 stiga mun, 85-75, og mætir KR í bikarúrslitum klukkan 13:30 í dag.
13.01.2018 - 11:55

Þóranna með slitið krossband

Þóranna Kika Hodge-Carr, leikmaður Keflavíkur, sleit krossband í leik liðsins á dögunum og mun því vera frá næstu mánuðina. Þar af leiðandi mun hún ekki geta spilað með liðinu í dag er liðið mætir Njarðvík í úrslitum Maltbikarsins.
13.01.2018 - 11:19

Keflavík í úrslit eftir rafmagnaðan leik

Keflavík vann Snæfell í undanúrslitum Maltbikarsins í hreint út sagt mögnuðum leik en eftir venjulegna leiktíma var staðan 75-75 og því þurfti að framlengja. Þar voru það Keflavíkurkonur sem reyndust sterkari aðilinn en framlengingin, líkt og...
11.01.2018 - 21:53

Njarðvík óvænt í bikarúrslit

Njarðvík, sem hefur ekki unnið leik í deildinni, er komið í úrslitaleik Maltbikarsins eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur gegn Njarðvík nú rétt í þessu. Lokatölur 78-75 Njarðvík í vil í hreint mögnuðum leik.
11.01.2018 - 18:55
Mynd með færslu

Kemst Keflavík aftur í úrslit?

Klukkan 20:00 mætast Keflavík og Snæfell í undanúrslitum Maltbikarsins. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV2 sem og í spilaranum hér að ofan.
11.01.2018 - 16:25

Tindastóll komið í úrslit í aðeins annað sinn

Tindastóll og Haukar mættust í síðari undanúrslitaleik Maltbikars karla í kvöld og eftir magnaðan leik voru það Stólarnir sem höfðu betur, 85-75. Því er ljóst að Tindastóll er á leiðinni í aðeins sinn annan úrslitaleik frá upphafi. Sá fer fram...
10.01.2018 - 21:43

KR komið í bikarúrslit fjórða árið í röð

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar KR áttu lengst af í basli með 1. deildarlið Breiðabliks í undanúrslitum Maltbikars karla í Laugardalshöllinni í dag en það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem KR-ingar stungu af. Lokatölur 90-71 og KR mun því mæta...
10.01.2018 - 18:34
Mynd með færslu

Hvaða lið verður það sem mætir KR í úrslitum?

Klukkan 19:45 hefst útsending fyrir leik Tindastóls og Hauka í síðari undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20:00 á RÚV2. Ljóst er að sigurvegarinn mætir KR í úrslitum á laugardaginn kemur.
10.01.2018 - 16:36

Magnaður leikur í Kópavogi - KR og ÍR áfram

Nú er þremur af fjórum leikjum dagsins í Maltbikar karla og kvenna lokið. Breiðablik bar sigurorð af Haukum í æsispennandi leik kvennamegin á meðan Dominos-deildar lið ÍR og KR unnu örugga sigra á 1. deildarliðum Snæfells og Vestra.
05.11.2017 - 18:01