Leikhús

Heil veröld færð á leiksvið

Í Borgarleikhúsinu verður frumsýnd á fimmtudagskvöld sýningin Himnaríki og helvíti sem byggð er á rómuðum þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, skáldsögunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins.

Jón Páll segir atvikið hafa gerst fyrir áratug

Jón Páll Eyjólfsson, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, segir uppsögn sína tengjast atburði sem varð fyrir áratug og ekki innan leikhúss Leikfélags Akureyrar.
10.01.2018 - 12:31

Neitaði að gera söngleik um Amy Winehouse

Gísli Örn Garðarsson fékk árið 2015 boð um að leikstýra söngleik um söngkonuna Amy Winehouse. Það var faðir söngkonunnar, Mitch Winehouse, sem kom að máli við Gísla um þetta. Fyrir honum vakti að rétta hlut sinn eftir útgáfu heimildarmyndarinnar Amy...
26.12.2017 - 15:34

„Jólin, jólin allstaðar“ í Borgarleikhúsinu

Borgarleikhúsið leiddi saman tvær af skærustu stjörnum leikársins, stórsöngvarann Pál Óskar Hjálmtýsson úr Rocky Horror og Katrínu Halldóru Sigurðardóttur úr Ellý, og fékk þau til að flytja eitt ástsælasta jólalag þjóðarinnar, Jólin, jólin allstaðar...

Undirheimaferð í Tjarnarbíó

Íó er nýtt verk sem frumsýnt verður sunnudaginn 29. október. Aðstandendur sýningarinnar eru Gára Hengó í samstarfi við Tjarnarbíó. Er um að ræða nýtt verk sem ætlað er börnum á grunnskólaaldri. Verkið er ljóðræn sýning um sorgarferli, sjónræn...
23.10.2017 - 16:55

Skammtafræði og býflugnarækt

María Kristjánsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, brá sér á verkið Í samhengi við stjörnurnar í Tjarnarbíói. Hún hrósar listrænum stjórnendum og leikurum, þótt viðfangsefnið hafi ekki heillað hana sem skyldi.

Sýning um plöntur fyrir plöntur

Lóa Björk Björnssdóttir, nemandi á sviðslistabraut Listaháskóla Íslands, bauð fólki heim til sín í síðustu viku. Heimboðið var þó bundið einu skilyrði: gestir skyldu taka með sér eina eftirlætisplöntu að heiman.
15.05.2017 - 18:02

Mamma Mia! vinsælasta sýning Íslandssögunnar

Eftir kvöldið í kvöld hafa rúmlega 81 þúsund manns séð sýninguna Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu, sem gerir hana að vinsælustu leiksýningu Íslandssögunnar. Í kvöld var 147. sýningin á sviðinu.
29.01.2017 - 20:59

„Virkilega útpælt, kúl sýning!“

Brynja Þorgeirsdóttir ræðir við Hlín Agnarsdóttur og Arnar Eggert Thoroddsen um nýja sýningu Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company, Í hjarta Hróa hattar þar sem Hrói og liðsmenn hans ræna hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg...

Verulega áhrifaríkt hjá Eddu Björg

Brynja Þorgeirsdóttir ræðir við Hlín Agnarsdóttur og Arnar Eggert Thoroddsen um sýningu Þjóðleikhússins, 4,48 Psychosis sem frumsýnt var í Kúlunni 10. september sl. og er frumuppfærsla verksins á Íslandi.

Menningarveturinn - Sjálfstæð leikhús

Sólveig Guðmundsdóttir formaður Sjálfstæðu leikhúsanna og Guðmundur Ingi Þorvaldsson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós kíktu í Hörpuna til Brynju Þorgeirsdóttur að ræða allt sem er framundan í grasrót íslensku leiklistarinnar.

Menningarveturinn - Borgarleikhúsið

Kolbrún Vaka Helgadóttir talaði við Kristínu Eysteinsdóttur um það sem koma skal í Borgarleikhúsinu í vetur og fór með okkur baksviðs í þann mund er frumsýningin á Billy Elliott var að hefjast.

Menningarvetur - Menningarfélag Akureyrar

Þórgunnur Oddsdóttir kíkti á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og spjallaði við Þorvald Bjarna Þorvaldsson tónlistarstjóra og Jón Pál Eyjólfsson leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar um það sem koma skal í vetur.

Menningarveturinn - Þjóðleikhúsið

Halla Oddný Magnúsdóttir kíkti á æfingu á sýningunni Í hjarta Hróa hattar þar sem hún spjallaði við leikstjóra sýningarinnar, Selmu Björnsdóttur og Gísla Örn Garðarson, og Ara Matthíasson leikhússtjóra.

Farsæl feðgin

Unnur Ösp Stefánsdóttir og faðir hennar Stefán Baldursson voru gestir í kaffispjalli í Bergsson og Blöndal á laugardaginn. Unnur Ösp var valinn leikkona ársins á Grímunni og Íslenska óperan sem Stefán stjórnaði fékk fjölmargar tilnefningar.
23.06.2015 - 11:00