Laxeldi

Mótvægisaðgerðir gætu rýmkað fyrir laxeldi

Ef mótvægisaðgerðir draga úr líkum á erfðablöndun eldislaxa og villtra stofna gæti áhættumat Hafrannsóknastofnunar rýmkað fyrir meira laxeldi, þetta segir sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun. Stofnunin skoðar nú mögulegar mótvægisaðgerðir...
09.01.2018 - 15:35

Gáfu lyfjafóður við fiskilús í Dýrafirði

Matvælastofnun veitti í haust leyfi til að nota lyfjafóður gegn fiskilús í laxeldi í Dýrafirði. Fiskilúsin hafði slæm áhrif á laxinn sem var á viðkvæmum stað í vexti. Fóðrið er gefið þegar fiskurinn étur vel til að koma í veg fyrir að það verði að...
06.12.2017 - 12:26

Telja lax ekki hafa sloppið um gat á eldiskví

Rifa fannst á laxeldiskví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði í gær. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins telur engan lax hafa sloppið út þar sem gatið var á botni kvíarinnar. Hann segir slys alltaf geta orðið en að fyrirtækið taki þessu alvarlega.
16.11.2017 - 17:37

Málshöfðun vegna laxeldis vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli málsóknarfélagsins Náttúruvernd 1 vegna sjókvíaeldis Arnarlax í Arnarfirði. Farið var fram á að eldisleyfi yrðu felld úr gildi.
06.11.2017 - 11:51

Nýrnaveiki í laxeldi fyrir austan og vestan

Tvö tilfelli nýrnaveiki í fiskeldi hafa verið tilkynnt til Matvælastofnunar í ár, í Reyðarfirði og Öxarfirði. Enn er nýrnaveiki fyrir vestan sem greindist í fyrra. Sjúkdómurinn herjar á laxfisk og er hvorki til lækning né bóluefni. Ekki er ávallt...
18.10.2017 - 17:18

Hægt að byggja upp umhverfisvænna laxeldi

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar telur að ekki líði á löngu þar til hægt verður að ala skaðminni lax en er nú notaður í eldi við Íslandsstrendur. Hann segir að Íslendingar séu í lúxusstöðu til að byggja upp laxeldi á umhverfisvænan hátt.
07.09.2017 - 14:57

Segja sig úr Landssambandi fiskeldisstöðva

Háafell, fiskeldisfyrirtæki í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, hefur sagt sig úr Landssambandi Fiskeldisstöðva en fulltrúar sambandsins skrifuðu undir skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi þar sem farið er gegn laxeldi í...
23.08.2017 - 18:26

Auðlindagjald verði innheimt af sjókvíaeldi

Lagt er til að innheimt verði auðlindagjald af þeim sem stunda laxeldi í sjókvíum. Þetta er meðal tillagna starfshóps sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í dag. Þar segir að 15 króna auðlindagjald á...
23.08.2017 - 15:45

Laxeldi: Vilja sanngirni fyrir íbúa við Djúpið

Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar skorar á sjávarútvegsráðherra að horfa til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum þegar ákvarðanir verði teknar um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.
16.08.2017 - 15:13

Laxeldi: Vilja sanngirni fyrir íbúa við Djúpið

Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar skorar á sjávarútvegsráðherra að horfa til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum þegar ákvarðanir verði teknar um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.
16.08.2017 - 15:13

Nýta betur fóður í eldi með nýjum fóðurpramma

Með nýjum fóðurpramma Arnarlax í Tálknafirði er leitast við að nýta fóðrið betur svo það lendi ekki á botni kvíar, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fylgst er með fóðrun og ástandi fisks úr landi með hjálp myndavéla.
15.08.2017 - 10:23

Brot á fiskeldislögum í Tálknafirði fyrnt

Slepping 160 þúsund seiða af norskum uppruna í Tálknafjörð árið 2002 verður ekki kærð til lögreglu þar sem málið er fyrnt, þetta segir Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun. Fiskistofa og Matvælastofnun vinna nú að...
09.08.2017 - 15:24

Vilja ekki loka fyrir laxeldi í Djúpinu

Ef byggð var komin í Ísafjarðardjúp áður en lax gekk í árnar - á þá fólkið ekki að fá að njóta vafans? spyr Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og vísar í frétt frá 1937 sem greinir frá nýjum laxagöngum í...
09.08.2017 - 14:41

Vill skýrslu um áhrif fiskeldis á samfélagið

Vinna þarf skýrslu um hagræn áhrif laxeldis á samfélagið við Ísafjarðardjúp. Ekki er nóg vinna aðeins skýrslu um áhrif á laxastofna, að dómi Péturs Markans, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.
09.08.2017 - 09:20

Ráðherra fundaði fyrir vestan vegna laxeldis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti fund með bæjar- og sveitarstjórum á norðanverðum Vestfjörðum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi fyrir vestan í morgun.
08.08.2017 - 16:11