Kína

Mikil olíumengun undan strönd Kína

Olíubrák eftir íranskt olíuflutningaskip sem sökk undan austurströnd Kína hefur þrefaldast að stærð rétt rúmri viku eftir að skipið sökk. AFP hefur eftir kínverskum yfirvöldum að olíuflekkurinn þekji nú um 332 ferkílómetra svæði. 
22.01.2018 - 06:17

Olíuskipið Sanchi sokkið í Austur-Kínahaf

Olíuflutningaskipið Sanchi, sem staðið hefur í ljósum logum í rúma viku, sökk í djúp Austur-Kínahafs aðfaranótt sunnudags, miðja vegu milli Kína og Japans. Kínverskir fjölmiðlar greina frá þessu. Sanchi lenti í árekstri við kornflutningaskipið...
15.01.2018 - 01:24
Erlent · Asía · Bangladess · Íran · Kína

Kínverjar kaupa 184 Airbus þotur

Kínverjar hafa pantað 184 Airbus A320 farþegaþotur fyrir 13 kínversk flugfélög. Kaupsamningurinn hljóðar upp á að minnast kosti 18 milljarða dollara, en hver Airbus A320 farþegaþota kostar á bilinu 99 til 108,4 milljóna dollara.
10.01.2018 - 08:03
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Stefnt að því að útskrifa tvo í dag

Tveir kínversku rútufarþeganna sem lentu í slysi í  Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs á miðvikudag, eru enn á gjörgæslu og samtals eru sex enn á Landspítalanum. Í tilkynningu frá spítalanum segir að stefnt sé að því útskrifa tvo í dag. Áfram...
30.12.2017 - 16:11

Ættingjar rútufarþeganna á leið til Íslands

Margir ættingjar kínversku rútufarþeganna sem lentu í slysi í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs á miðvikudag eru nú á leið til landsins. Þetta kemur fram í frétt á vef kínverska sendiráðsins á Íslandi. Þar segir að ættingjarnir hafi fengið...
29.12.2017 - 22:48

Kínverjar hafna ásökunum Trumps

Kínverjar höfnuðu í morgun ásökunum Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að þeir útvegi Norður-Kóreumönnum olíu, þvert gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Trump segir Kínverja hafa verið „gripna glóðvolga" við olíuviðskiptin.
29.12.2017 - 12:00

Stöðvuðu flutning olíu til Norður-Kóreu

Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu upplýsti í morgun að yfirvöld þar hefðu tímabundið stöðvað ferðir olíuskips frá Hong Kong sem flutti olíu frá Suður-Kóreu í skip frá Norður-Kóreu í trássi við viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna.
29.12.2017 - 11:34

Aðgerðarsinni í átta ára fangelsi

Kínverskur mannréttindasinni var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að grafa undan stjórnvöldum. Maðurinn, sem gekk undir nafninu Super Vulgar Butcher á netinu, gagnrýndi stjórnvöld á netinu og gerði lítið úr þeim opinberlega.
26.12.2017 - 07:34

Listahjón leyst úr haldi í Kína

Listamaður sem var handtekinn í Shenzhen í Kína fyrir rúmri viku síðan er laus úr haldi. Hann greindi sjálfur frá því á Twitter. Maðurinn og eiginkona hans voru handtekin fyrir veggmynd til heiðurs Liu Xiaobo, baráttumanni fyrir mannréttindum í Kína...
25.12.2017 - 07:38
Erlent · Asía · Kína

10.000 létust á Torgi hins himneska friðar

Minnst tíu þúsund mótmælendur voru drepnir af kínverska hernum í aðgerðum gegn mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í júní 1989. Þetta segir í símskeyti sem Alan Donald, þáverandi sendiherra Bretlands í Kína, sendi breskum stjórnvöldum daginn...
23.12.2017 - 07:22
Erlent · Asía · Kína

Handtekin fyrir listaverk til heiðurs Liu

Franskri konu og eiginmanni hennar hefur verið haldið í einangrun í Kína í viku eftir að hafa sett upp listaverk til heiðurs Liu Xiaobo í Shenzhen. Listaverkið teiknuðu þau við inngang listasafns í Shenzhen í tilefni Shenzhen-Hong Kong tvíæringsins...
22.12.2017 - 06:44
Erlent · Asía · Kína

Tíu teknir af lífi í Kína

Þúsundir áhorfenda mættu á íþróttaleikvang í Peking, höfuðborg Kína, í morgun þar sem réttarhöld voru haldin fyrir opnum tjöldum og dauðadæmdir menn voru hafðir til sýnis.
18.12.2017 - 13:25

Andófsmaður handtekinn í Kína

Kínverska lögreglan hefur handtekið andófsmanninn Hua Yong eftir að hann birti myndir af brottrekstri farandverkamanna frá höfuðborginni Peking.
18.12.2017 - 09:44

Draga úr framleiðslu bensínbíla frá 2020

Stærstu bílaverksmiðjur í Kína ætla að byrja að draga úr smíði bensínbíla 2020. Stjórnvöld í Kína ræða aðgerðir sem miða að því að bílar sem brenni eldsneyti verði bannaðir í Kína. Bann við notkun bensín- og dísilbíla er yfirvofandi en ekki hefur...
12.12.2017 - 08:19

Indverskur dróni brotlenti í Kína

Indverjar rufu kínverska lofthelgi þegar dróni brotlenti í Kína. AFP fréttastofan hefur þetta eftir kínverskum fjölmiðlum. Aðeins örfáir mánuðir eru síðan ríkin sendu heri sína að landamærunum við Himalaja-fjallgarðinn.
07.12.2017 - 04:04
Erlent · Asía · Indland · Kína