Kenía

30 fórust í rútuslysi í Kenía

Þrjátíu létu lífið og sextán slösuðust í hörðum árekstri rútu og flutningabíls á þjóðvegi í suðvesturhluta Kenía um óttubil í nótt að staðartíma, miðnætti að íslenskum tíma. Bílarnir komu úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman af miklu afli....
31.12.2017 - 07:34

Hvetja fólk til að forðast kjörstað

Stjórnarandstæðingar í Kenía mótmæla því að reyna eigi að kjósa aftur á svæðum á morgun þar sem ofbeldi kom í veg fyrir kosningar í gær. Þeir hvetja stuðningsmenn sína til þess að forðast dauðagildrur við kjörstaði.
28.10.2017 - 01:37

Kosningar í Kenía geta ekki orðið trúverðugar

Heiðarlegar og trúverðugar forsetakosningar í Kenía eru útilokaðar á meðan sitjandi yfirkjörnefnd er enn við lýði. Þetta fullyrðir Roselyn Akombe, sem á sæti í nefndinni ásamt sex öðrum. Akombe er í New York og segist ekki treysta sér til að snúa...
18.10.2017 - 06:49

Fjöldamorð í heimavistarskóla í Kenía

Fimm nemendur og öryggisvörður voru skotnir til bana í árás á heimavistarskóla í Kenía í dag. Nemandi, sem nýlega hafði verið rekinn úr skólanum, réðist inn í skólann ásamt tveimur vitorðsmönnum, að sögn skólastjórans. Breska ríkisútvarpið hefur...
14.10.2017 - 23:04

Skutu tvo mótmælendur til bana

Tveir voru skotnir til bana þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman í dag í Bondo, heimabæ Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Kenía. Fjöldi fólks hafði safnast saman utan við lögreglustöð bæjarins. Hópurinn tvístraðist þegar...
13.10.2017 - 14:53

Segja 37 hafa látist í mótmælum í Kenía

Minnst 37 manneskjur, þar á meðal þrjú börn, voru drepnar í mótmælum sem brutust út þegar úrslit forsetakosninganna í Kenía í ágúst síðastliðnum voru birt. Þetta kemur fram í skýrslu kenískra mannréttindasamtaka sem rannsökuðu ofbeldisverk sem...
10.10.2017 - 03:50

Barist í fátækrahverfi í Naíróbí

Blóðugar óeirðir brutust út í dag í fátækrahverfi í Naíróbí í Kenía milli tveggja ættbálka sem studdu hvor sinn frambjóðandann í forsetakosningunum á þriðjudaginn var.
13.08.2017 - 18:49

Raila Odinga hvetur til verkfalls í Kenía

Raila Odinga, sem beið lægri hlut fyrir Uhuru Kenyatta í forsetakosningum í Kenía í síðustu viku, hvetur stuðningsmenn sína til að mæta ekki til vinnu á morgun.
13.08.2017 - 13:49

24 fallnir í óeirðum í Kenía

Minnst 24 hafa látið lífið í óeirðum sem brutust út í Naíróbí og víðar eftir að yfirkjörstjórn í Kenía lýsti Uhuru Kenyatta sigurvegara forsetakosninganna, sem þar voru á þriðjudag. Samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar fékk Kenyatta 54,27 prósent atkvæða...
12.08.2017 - 22:40

Neita að viðurkenna sigur Kenyatta

Bandalag stjórnarandstöðuflokka í Kenía neitar að viðurkenna að frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vikunni hafi lotið í lægra haldi fyrir sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar segjast ætla að berjast fyrir því að niðurstöðunni verði snúið...
12.08.2017 - 17:21

Tveir féllu í óeirðum í Kenía

Að minnsta kosti tveir voru skotnir til bana í mótmælaaðgerðum í Kenía í nótt. Tilkynnt var í gærkvöld að Uhuru Kenyatta hefði sigrað í forsetakosningunum á þriðjudag. Stjórnarandstæðingar eru sannfærðir um að brögð hafi verið í tafli.
12.08.2017 - 10:09

Segja Odinga vera raunverulegan sigurvegara

Samband stjórnarandstöðuflokka í Keníu krafðist þess í dag að forsetaframbjóðandi þeirra, Raila Odinga, yrði skipaður forseti landsins þrátt fyrir að Uhuru Kenyatta, sitjandi forseti, hafi unnið kosningarnar á þriðjudag. Musalia Mudavadi, leiðtogi...
10.08.2017 - 14:48

Óeirðir eftir forsetakosningar í Keníu

Stjórnarandstæðingar efndu til óeirða í Vestur-Keníu í morgun til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í gær. Raila Odinga, helsti keppinautur Uhurus Kenyatta, Keníaforseta, véfengir niðurstöður forsetakosninganna og segir að brögð hafi verið í...
09.08.2017 - 13:21

Sakar sitjandi forseta um kosningasvindl

Raila Odinga, helsti keppinautur Uhurus Kenyatta, Keníaforseta, véfengir bráðabirgðaniðstöður forsetakosninganna í Kenía í gær. Búið var að telja ríflega ellefu milljónir atkvæða þegar yfirkjörstjórn birti fyrstu tölur. Samkvæmt þeim hafði Kenyatta...
09.08.2017 - 03:44

Forseti Keníu vill að fólk „kjósi friðsamlega“

Uhuru Kenyatta, forseti Keníu, hvatti landa sína í sjónvarpsávarpi í gær til að fjölmenna á kjörstað í dag, þriðjudag, en hvatti til að svo yrði gert með friðsamlegum hætti. Keníumenn ganga til kosninga í dag og hefur loft verið lævi blandið...
08.08.2017 - 03:56