Kambódía

Árný og Daði skoða fiðrildabúgarð

Árný og Daði fara á fiðrildabúgarð sem er í Kep. Þangað er um klukkutíma keyrsla frá heimili þeirra í Kambódíu.

Daði býr til lag úr innsendum hljóðum

Í síðustu viku óskaði Daði eftir því að fólk sendi inn hljóð og hann myndi búa til lag úr þeim. Það streymdu inn myndbönd með hljóðum frá fylgjendum Árnýjar og Daða og úr varð tónlistarþáttur dagsins.

„Kann að meta ryksugur eftir að vera hérna“

Nú hafa Árný og Daði verið einn og hálfan mánuð í Kambódíu. Á þeim tíma hafa þau komið sér upp rútínu og í þessum þætti fylgjumst við með daglegu lífi þeirra.

Árný og Daði smakka drykk úr fuglaslefi

Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu. Í þessum þætti smakka þau vægast sagt furðulega drykki.

Árný og Daði villast í frumskógi

Árný og Daði leggja í leiðangur til að finna leynivatnið eða the Secret Lake, sem heitir Tomnop Tek Krolar á khmer (kambódísku). Vatnið er manngert, gert af þrælum á tímum Pol Pot og rauðu khmerana.

Árný kynnir kambódíska matargerð

Árný og Daði fóru á matreiðslunámskeið til að læra khmer matargerð og helstu einkennisrétti Kambódíu.

Daði býr til lag úr umhverfishljóðum

Árný og Daði fara í leiðangur upp í Bokor fjall. Þar taka þau upp ýmis hljóð þar á meðal frá kambódískum hljóðfærunum Skor trommu og Kong Toch klukkuspil sem Árný fékk að meðhöndla.

Vegabréfsáritun í Víetnam

Nú hafa Árný og Daði verið í Kambódíu í mánuð og þá þarf að endurnýja vegabréfsáritun. Þau leggja því af stað til Víetnam og kanna aðstæður í leiðinni.

Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu

Í þessum þætti hætta þau Árný og Daði sér út í að smakka vel valið „sælgæti“ úr sjoppunni, þar má nefna harðfisk, bragðefna-hlaup og kjúklingalappir.

Kósíheit á Kanínueyju

Árný og Daði komast loksins á Koh Thonsáy/The rabbit island eða Kanínueyjuna. Þar leigja þau lítinn kofa (bungalow), svamla í sjónum og slappa af í hengirúmum.

Hver gerir flottasta sandkastalann?

Árný og Daði fara til Kep til að fara í bátsferð á nálægar eyjar. Það var uppbókað í bátinn svo þau ákveða að halda sandkastalakeppni á ströndinni í Kep.

Ekki einu Íslendingarnir í Kampot

Í þessum 6.þætti seríunnar um Árnýju og Daða í Kambódíu fræðir Árný okkur um Kampot og lífið og menninguna þar. Árný og Daði komust að því að þau væru ekki einu Íslendingarnir á staðnum þegar þau kynntust Helen Maríu Kjartansdóttur sem hefur búið í...

Árný og Daði fara í könnunarleiðangur

Ævintýri Árnýjar og Daða halda áfram en hér í fimmta þætti fara þau í könnunarleiðangur á nýja mótorhjólinu sínu. Þau uppgötvuðu náttúruperlur í nágrenninu en á heimleiðinni sprakk á hjólinu þeirra. Daginn eftir þegar hjólið var komið í gagnið aftur...

Daði býr til lag úr húshljóðum

Árný og Daði eru búin að koma sér fyrir í húsinu sínu og könnuðu bókstaflega hljóðið í því. Þau tóku upp allskonar hljóðprufur bæði í húsinu og í bakgarðinum. Daði tónlistarmeistari með meiru lagaði til hljóðin og bjó til lag úr þeim. Í þessum...

Árný og Daði flytja inn á nýtt heimili

Leit Daða Freys og Árnýjar Fjólu að heimili í Kambódíu er loksins lokið. Í þessum þætti leyfa þau áhorfendum að sjá nýju heimkynnin sem þau koma til með að dvelja í næsta hálfa árið.