Jón Kalman Stefánsson

Reynslulitlir leikarar í miklu sjónarspili

Sjónrænn þáttur sviðsetningar og hljóðheimur Himnaríkis og Helvítis eru til fyrirmyndar að mati leikhúsrýnis Víðsjár. Hins vegar vanti margt upp á leik yngri leikaranna sem skrifast á rekstur atvinnuleikhúsanna frekar en listræna stjórnendur...

Allur hasarinn úr bókum Jóns Kalmans

„Mér fannst takast feikilega vel að gera bókunum skil. Hver bók er afgreidd á 50 mínútum og það er kannski svolítið skrítið að segja það en ég saknaði einskis,“ segir Bryndís Loftsdóttir gagnrýnandi, um Himnaríki og helvíti, leikrit byggt á þríleik...

Himnaríki og helvíti - Jón Kalman Stefánsson

Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson er bók vikunnar á Rás 1.

Barátta milli hins karllæga og kvenlæga

Það er hrottalegt ferli að breyta bók í leikrit, hvað þá þremur bókum í eina sýningu segir Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri Himnaríkis og helvítis sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Heil veröld færð á leiksvið

Í Borgarleikhúsinu verður frumsýnd á fimmtudagskvöld sýningin Himnaríki og helvíti sem byggð er á rómuðum þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, skáldsögunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins.

Jón Kalman spilar á strengi lesenda

Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson er ættarsaga þar sem fléttast saman frásögn sögumanns, bréf Ástu sjálfrar og upprifjun deyjandi föður hennar. „Það eru stórar og miklar sögur í þessari bók,“ segir Sunna Dís Másdóttir gagnrýnandi í Kiljunni.

Íslenskir rithöfundar tilnefndir til IMPAC

Yrsa Sigurðardóttir, Jón Kalman Stefánsson og Sjón eru meðal rithöfunda sem tilnefndir eru til alþjóðlegu Dublin-bók­mennta­verðlaun­anna, eða IMPAC-verðlaunanna.

Það er auðvelt að gleyma sér í heimi Ástu

Í þættinum Víðsjá á Rás 1 fjallaði Andri M. Kristjánsson um nýja skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar.

Ég verð að gera betur en síðast

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur segir skáldskapinn líkastan hljómkviðu, þegar vel tekst til. „Það eru svo miklir möguleikar í skáldsögunni, ef maður tekur allt með – ljóðið og músíkina og hávaðann.“
03.11.2017 - 11:55

Nóbelsverðlaunin í bókmenntum tilkynnt í dag

Tilkynnt verður hver fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár klukkan 11 að íslenskum tíma. Það þykir líklegt að Sænska akademían fari varlegar í vali sínu í þetta sinn, eftir úlfaþytinn í fyrra, þegar Bob Dylan fékk þau.

Jón Kalman og Sjón orðaðir við Nóbelsverðlaun

Sjón og Jón Kalman Stefánsson hafa rokið upp á listum veðbanka yfir rithöfunda sem þykja líklegir til að fá Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Sænska akademían kynnir hver fær verðlaunin á morgun.
04.10.2017 - 11:05

Jón Kalman tilnefndur til Man Booker

Jón Kalman Stefánsson er tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur. Hann er á meðal þrettán annarra tilnefndra rithöfunda, frá ellefu löndum.
15.03.2017 - 11:57

Verk um alla menn og meira en það

Gauti Kristmannsson var ánægður með skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson, hér má hlusta eða lesa á umfjöllun hans.
22.11.2013 - 16:33