Írland

Foster slítur viðræðum á Norður Írlandi

Enn ein tilraunin til að endurreisa heimastjórn á Norður-Írlandi er farin út um þúfur. Arlene Foster, leiðtogi Lýðræðislega sambandsflokksins, DUP, tilkynnti á fimmta tímanum að engar líkur væru á að viðræður bæru árangur. Rúmt ár er frá því að...
14.02.2018 - 19:03

Styður afnám banns við fóstureyðingum

Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, styður að stjórnarskrárbundið bann við fóstureyðingum verði afnumið, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um málið, líklega síðar á þessu ári. Bannið hefur verið í gildi síðan snemma á níunda áratugnum....
28.01.2018 - 12:50

Dolores O'Riordan, söngkona Cranberries látin

Dolores O'Riordan, söngkona írsku hljómsveitarinnar the Cranberries, er látin, 46 ára að aldri. O'Riordan var í Lundúnum með hljómsveitinni við upptökur. The Cranberries öðlaðist heimsfrægð á tíunda áratug síðustu aldar. Fyrst með...
15.01.2018 - 18:09

Illviðrið Elínóra herjar á Íra - myndskeið

Flóðaviðvaranir eru í gildi í hluta Írlands vegna óveðurslægðarinnar Elínóru sem er komin af Atlantshafi og fer yfir landið. Varað er við sterkum vindhviðum í kvöld, nótt og í fyrramálið, upp undir 40 metrum á sekúndu. Borgaryfirvöld í Cork beindu...
02.01.2018 - 20:44
Erlent · Evrópa · Írland · Veður

Kólnandi sambúð Breta og Íra

Sambúð grannríkjanna Írlands og Bretlands hefur kólnað umtalsvert eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að segja sig úr Evrópusambandinu. Bretar eru langmikilvægasta viðskiptaþjóð Íra og auki eiga ríkin landamæri á Norður-Írlandi...
25.12.2017 - 14:17

Breyta væntanlega löggjöf um fóstureyðingar

Allar líkur benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði á Írlandi á næsta ári um breytingar á mjög strangri löggjöf um fóstureyðingar. Nefnd þingsins sem falið var að fjalla um málið hefur nú samþykkt að leggja til nauðsynlegar breytingar á...
18.12.2017 - 16:13

Flóknar viðræður og mikil tímapressa

Eiginlegar viðræður um samskipti Breta við Evrópusambandið hefjast snemma á næsta ári. Það er ljóst eftir að leiðtogaráð ESB féllst á að nægilegur árangur hefði náðst í viðræðum um viðskilnað Bretlands. Áætlun Evrópusambandsins og Breta um útgönguna...
16.12.2017 - 15:32

Landamæradeilan flækist fyrir Brexit viðræðum

Deilur um framtíðarskipan landamæra Norður-Írlands og Írska lýðveldisins gætu tafið að viðræður um viðskiptasamning Breta við Evrópusambandið hefjist. Leiðtogar ESB ríkjanna ákveða á fundi síðar í mánuðinum hvort nægilega hafi miðað í tilraunum til...
03.12.2017 - 12:49

Kosningum afstýrt með afsögn Fitzgerald

Frances Fitzgerald, varaforsætisráðherra Írlands, sagði af sér embætti í dag. Þar með virðist sem Írar komist hjá þingrofi og nýjum kosningum. Írska þingið, Dáil Éireann, átti að fjalla um vantrauststillögu á Frances Fitzgerald í kvöld....
28.11.2017 - 22:36

Ögurstund fyrir írsku stjórnina

Leiðtogar stjórnar og stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Írlandi hafa ræðst við undanfarna dag og í dag. Þau reyna að koma í veg fyrir að minnihlutastjórn landsins falli og efna þurfi til nýrra kosninga. Þrír af fjórum stærstu flokkum á þinginu í...
27.11.2017 - 17:54

Gerry Adams hættir sem formaður Sinn Fein

Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein um áratugaskeið, hyggst láta af formennsku í flokknum á næsta ári. Adams tilkynnti þetta á flokksþingi Sinn Fein í Dyflinni í dag, eftir að hann var endurkjörinn formaður. Sagði hann þetta verða síðasta flokksþing...
19.11.2017 - 00:21

Ófelía verður írskri konu að bana

Ung kona beið bana þegar tré féll á bíl hennar í bænum Aglish í Waterford-sýslu á Írlandi í dag. Þetta er fyrsta dauðsfallið af völdum hitabeltisstormsins Ófelíu í landinu. Konan var í bílstjórasætinu en við hlið hennar sat kona á sextugsaldri sem...
16.10.2017 - 12:57
Erlent · Írland · Óveður · Veður

Írar hafa miklar áhyggjur af Brexit

Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, lýsti miklum áhyggjum Íra af afleiðingum útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í heimókn til Norður-Írlands í gær. Hann sagði að það væri skylda stjórnmálamanna að sjá til þess að landamæri skilji ekki að Norður-...
04.08.2017 - 23:06

Fry sakaður um guðlast

Írska lögreglan rannsakar nú ummæli breska sjónvarpsmannsins og grínistans Stephen Fry frá árinu 2015. Fry lét ummælin falla í sjónvarpsviðtali þar sem hann var spurður hvers hann myndi spyrja guð við himnahliðið. Áhorfandi hafði samband við...
07.05.2017 - 04:23

Bretar sækja í írsk vegabréf eftir Brexit

Umsóknum Breta um írsk vegabréf hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði. Charlie Flanagan, utanríkisráðherra Írlands, segir Brexit þar eiga einhvern hlut að máli.
15.04.2017 - 23:16