Írak

Fimm fórust í sjálfsmorðsárás í Bagdad

Minnst fimm týndu lífi í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í gær og tíu særðust, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Árásin var gerð við vegartálma í norðurhluta íröksku höfuðborgarinnar. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en flestar árásir af þessu...
14.01.2018 - 06:23

Múslimar með kristnum í jólamessu í Mósúl

Sálmar ómuðu í morgun í jólamessu í Sankti Páls-kirkjunni í Mósúlborg í Írak. Kristnir Mósúlbúar koma nú saman til tilbeiðslu á jólum í fyrsta sinn í fjögur ár eftir að Íraksher steypti þar ógnarstjórn íslamista. Tugþúsundir kristinna manna flúðu...
24.12.2017 - 11:51
Erlent · Írak · Jólin

Hugmyndafræði illskeyttra samtaka lifir áfram

Samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lifa áfram á samfélagsmiðlum, þótt þau hafi verið brotin á bak aftur í Sýrlandi og Írak. Sigurinn yfir þeim þýðir ekki endilega að friður komist á á fyrrum yfirráðasvæðum þeirra. Þetta segir Magnús Þorkell...
19.12.2017 - 22:53
Erlent · Írak · Stríð

38 tekin af lífi í Írak

38 fangar voru teknir af lífi af Írak í dag fyrir brot á hryðjuverkalögum. Þeir voru allir liðmenn samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eða Al-Kaída.
14.12.2017 - 23:00

Lýsa yfir sigri á sveitum Íslamska ríkisins

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, sagði á ráðstefnu í Bagdað í dag að íraskir hermenn hefðu ná fullu valdi á landamæri Íraks að Sýrlandi og að stríði Íraskra stjórnvalda við vígamenn sem kenna sig við Íslamskt ríki sé lokið. Tveir dagar eru...
09.12.2017 - 14:11

Vilja afnema lágmarks giftingaaldur stúlkna

Frumvarp um giftingaraldur stúlkna sem liggur fyrir írakska þinginu hefur vakið mikla reiði andstæðinga þess. Segja sumir að verði frumvarpið að lögum jafngildi það leyfi til þess að nauðga börnum.
23.11.2017 - 06:28
Erlent · Asía · Írak

Eiginkonur vígamanna fara heim

Um 300 eiginkonur og börn erlendra vígamanna sem börðust í Mosul hafa verið flutt frá norður Írak til Bagdad. Stjórnvöld segja að unnið sé að því að flytja fólkið til síns heima. Allt að 1200 konur og börn úr fjölskyldum íslamskra vígamanna verði...
20.11.2017 - 16:02

Þjóðarsorg í Íran vegna jarðskjálfta

Þúsundir Írana þurftu að sofa utandyra annað sinn í röð í nótt vegna jarðskjálftans sem skók landamæri Írans og Íraks á sunnudag. Heimili margra eru í rúst og enn aðrir þora ekki að sofa inanndyra vegna fjölda eftirskjálfta. Á fimmta hundrað manns...
14.11.2017 - 06:10

Mannskæðasti jarðskjálfti ársins

Jarðskjálftinn sem skók landamæri Íraks og Írans í gær er sá mannskæðasti á árinu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meira en 400 manns hafa fundist látnir og yfir sjö þúsund eru særðir eftir skjálftann. Verst fór fyrir landamærahéruðum í...
14.11.2017 - 00:46

„Eins og íbúðin okkar sveiflaðist til í rólu“

„Það var eins og íbúðin okkar sveiflaðist til í rólu,“ segir Hildur Guðbjörnsdóttir um jarðskjálftann sem skók landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. „Ég sat í stofunni minni á elleftu hæð í tuttugu og einnar hæðar turni. Allt í einu byrjaði sófinn...
13.11.2017 - 06:19
Erlent · Asía · Írak · Íran

Mannskæður jarðskjálfti í Íran og Írak

Meira en 200 manns eru látnir og 1700 særðir eftir að sterkur jarðskjálfti skók landamæri Íraks og Írans í kvöld. Skjálftinn var 7,3 að styrk og víða greip um sig skelfing meðal íbúa þar sem þeir flúðu skjálftann út á götu, segir í frétt BBC....
12.11.2017 - 23:40

Fundu 400 manna fjöldagröf í Írak

Fjöldagröf fannst nýlega við flugstöð nálægt íröksku borginni Hawija, sem var í haldi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Gröfin geymir líkamsleifar meira en 400 manns. Samkvæmt heimildum BBC eru þetta fórnarlömb...
12.11.2017 - 03:55

Barzani víkur úr embætti leiðtoga

Massoud Barzani, leiðtogi Kúrda í Írak, hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Aðeins fjórir dagar eru þar til kjörtímabili hans lýkur í leiðtogasætinu.
30.10.2017 - 00:14
Erlent · Asía · Írak · Kúrdar

Kúrdar fresta sjálfstæðisyfirlýsingu

Heimastjórn Kúrdistans samþykkti í gærkvöldi að lýsa ekki yfir sjálfstæði þrátt fyrir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrr í mánuðinum þar sem yfirgnæfandi meirihluti óskaði eftir sjálfstæði. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Stjórnin vill...
25.10.2017 - 03:48
Erlent · Asía · Írak · Kúrdar

Írakar og Kúrdar kljást í Kirkuk

Átök brutust út á milli írakskra og kúrdískra hersveita skammt suður af borginni Kirkuk í norðaustur-hluta Íraks. AFP fréttastofan hefur eftir heimildamönnum úr Íraksher að flugskeytum sé skotið á milli. 
16.10.2017 - 00:54