Höfuðborgarsvæðið

Tveir árekstrar í kvöld - Tafir á Hellisheiði

Tveir árekstrar urðu í kvöld í og við höfuðborgarsvæðið. Lítil rúta og fólksbíll skullu saman nærri skíðaskálanum í Hveradölum. Engin alvarleg slys urðu á fólki að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, en sitthvorir tveir...
17.02.2018 - 21:44

„Gerðu það eina rétta í stöðunni“

Það sóttist hægt en örugglega að koma parinu sem lenti í sjálfheldu niður úr klettabeltinu efst í Esju, segir Jónas Guðmundsson í aðgerðastjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir að fólkið hafi gert það eina rétta í stöðunni þegar það...
17.02.2018 - 19:47

Búnir að ná til parsins

Björgunarsveitarmenn hafa náð til parsins sem lenti í sjálfheldu efst á Esju í dag. Upp úr klukkan sex var verið að lóðsa fólkið í gegnum klettabeltið fyrir ofan stein, þar sem vindur gerir aðstæður erfiðar. Að því loknu ganga björgunarsveitarmenn...
17.02.2018 - 18:25

Tveir þriggja bíla árekstrar

Tveir nokkurra bíla árekstrar urðu sitthvorum megin Fossvogsdals. Á sjötta tímanum lentu þrír bílar í árekstri á Hafnarfjarðarvegi við afrein að Kársnesbraut. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en ekki eru talin að neinn hafi meiðst að ráði....
17.02.2018 - 18:01

Par í sjálfheldu á Esju

Par lenti í sjálfheldu á toppi Esju í dag og eru björgunarsveitir lagðar af stað til að hjálpa fólkinu niður. Parið er vel búið og ekki væsir um það. Mikill vindur er á toppi Esju og kemst fólkið því ekki niður af sjálfsdáðum. Þegar björgunarsveitir...
17.02.2018 - 17:23

Heitavatnstruflanir í Mosfellsbæ

Íbúar í stærstum hluta Mosfellsbæjar verða fyrir lokunum eða truflunum á þrýstingi heits vatns í dag. Klukkan hálf níu hófst viðgerð á stofnlögn heits vatns í Mosfellsbæ. Það verður til þess að loka verður fyrir heitt vatn í Bjarkarholti....
17.02.2018 - 09:18

Sextán ára tekinn við dópsölu

Lögreglan hafði afskipti af sextán ára pilti í gærkvöld þar sem hann var staðinn að sölu fíkniefna. Pilturinn var með hníf á sér og viðurkenndi dópsöluna. Faðir piltsins var kallaður á lögreglustöðina og óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum...

Vagnstjóri handtekinn við akstur

Vagnstjóri sem ók leið 14 var handtekinn seinni part dags og fluttur á lögreglustöð. Fréttavefur Fréttablaðsins greindi fyrst frá þessu og sagði að vagnstjórinn væri grunaður um að hafa ráðist á ellefu ára barn sem kastaði snjóbolta í strætisvagninn...
16.02.2018 - 19:12

Fleiri stinga af en áður

Það virðist færast í aukana að fólk sem ekur fyrir slysni á aðra bíla láti sig hverfa af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Það sem af er ári hefur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verið tilkynnt um tæplega 100 tilvik þar sem fólk hefur...
16.02.2018 - 12:19

Sætta sig ekki við einn utankjörfundarstað

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) sættir sig ekki við það að sýslumaður ætli aðeins að halda úti einum kjörstað við utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sjö sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins fyrir kosningarnar í vor. Reykjavíkurborg...

Dýrast að leggja Miklubraut í stokk

„Það myndi breyta lang mestu að leggja Miklubraut í stokk en það er líka lang dýrasta verkefnið innan þéttbýlisins,“ segir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni. Reiknað er með að stokkur í Miklubraut kost um 20 til 30...
15.02.2018 - 10:25

Telur brýnast að leggja stokk í Miklubraut

Ef spár ganga eftir fjölgar íbúum um 70 þúsund á næstu þrjátíu árum. Samgönguverkfræðingur segir brýnt að huga að framkvæmdum á vegakerfinu sem leysa tafir í umferðinni. „Tafatíminn er að kosta okkur rosalegt fé. Bara aukningin á tafatíma eru 100 og...

Fluglest minnkar umferð mikið á Reykjanesbraut

Runólfur Ágústsson forsvarsmaður Fluglestarinnar-þróunarfélags, sem undirbýr nú fluglest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, segir að búið sé að afskrifa að endastöð lestarinnar verði í Straumsvík. Lestin muni minnka umferð á Reykjanesbraut...

Ölvaður og réttindalaus á röngum bílnúmerum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá ökumenn í gærkvöld og nótt grunaða um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir voru stöðvaðir á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna eftir að hafa...
13.02.2018 - 06:39

Seltjarnarnes ódýrast, Hafnarfjörður dýrastur

Seltjarnarnes er ódýrasta sveitarfélagið fyrir barnafólk á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjörður það dýrasta, ef marka má samantekt sem fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar gerði á gjaldskrám sveitarfélaganna. Garðabær er þó dýrastur fyrir tekjulágt...