Halldór Armand

Kranar! Kranar! Kranar!

Hvað merkja þessir kranar fyrir ofan okkur, af hverju snúast þeir og hvernig eigum við að bregðast við þegar þeir byrja að hægja á sér og fyrirsagnirnar taka að stækka á morgnana?
14.02.2018 - 11:40

Sáttmálinn við Guð í tukthúsinu

Vitræn og yfirveguð umræða um trúarbrögð er af hinu góða en því miður er slík umræða sjaldséð á Íslandi. Nú liggur fyrir íslenska þinginu frumvarp sem felur í sér bann við umskurði drengja en texti frumvarpsins inniheldur færri orð en eftirfarandi...
06.02.2018 - 17:30

Pólitík í Pizzulandi

Halldór Armand Ásgeirsson veltir því fyrir sér hvernig alþjóðlegri skyndibitakeðju hefur tekist að leggja undir sig hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar þar sem allir, óhikað og án þess að skammast sín, taka þátt án nokkurrar gagnrýni.
30.01.2018 - 17:20

Fimm mínútna kortér með Dostojevskí

Halldór Armand fjallar um dauða samhengisins, sem er árás á vitsmunalíf manna og nýjasta skotmarkið er bóklestur.
24.01.2018 - 15:20

Vertu skítsæmileg útgáfa af sjálfum þér

Halldór Armand veltir því upp hvort það sé betra að vera besta útgáfan af sjálfum sér eða gölluð, auk þess að útskýra hvers vegna Celine Dion er alltaf spiluð í verslunarmiðstöðvum.
18.01.2018 - 18:19

Áhrifavaldar og jatan sem enginn lækar

„Við hlæjum lengur og meira að því sem aðrir hlæja að, jafnvel þótt þeir séu ekki að hlæja að því í alvörunni,“ segir Halldór Armand í pistli sínum í Lestinni á Rás 1. Halldór bendir á það hvernig markaðurinn nýtir sammannlega þörf fyrir...
23.12.2017 - 13:00

Aftur & aftur - Halldór Armand Ásgeirsson

Titill skáldsögunnar Aftur og aftur vísar til myndskeiða af árás tveggja flugvéla á tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001. Flugvélaranr fljúga aftur og aftur inn í þessa táknmynd heimsviðskiptanna og heimurinn varð ekki samur eftir....
15.11.2017 - 12:31

Sterk en ekki gallalaus samtímagreining

Aftur og aftur er þriðja skáldsaga Halldórs Armand Ásgeirssonar. Henni er lýst sem samtímasögu þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Gagnrýnendur Kiljunnar rýndu í verkið.