Gvatemala

Gvatemala fetar í fótspor Bandaríkjanna

Forseti Gvatemala tilkynnti á Facebook í kvöld að ríkið hyggist færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem. Fetar hann þar í fótspor Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
25.12.2017 - 04:48

Morales rekur fulltrúa SÞ úr landi

Jimmy Morales, forseti Gvatemala, hefur fyrirskipað að fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í nefnd sem vinnur gegn spillingu verði vísað úr landi, tafarlaust. Stjórnlagadómstóll landsins sneri ákvörðun forsetans við, en Morales stendur við skipun sína og...
28.08.2017 - 04:58

„Stýran“ handsömuð í El Salvador

Öryggissveitir í El Salvador höfðu hendur í hári „Stýrunnar,“ sem strauk úr fangelsi í Gvatemala fyrir rúmum tveimur vikum. Þar afplánaði hún 94 ára dóm fyrir að stýra glæpagengi sem sérhæfir sig í mannránum og leigumorðum.

Fyrrum ráðherra ákærður vegna dauða 41 stúlku

Saksóknari í Gvatemala lagði í gær fram ákæru á hendur fyrrverandi félagsmálaráðherra landsins og tveimur öðrum vegna mannskæðs eldsvoða í upptökuheimili fyrir unglinga í síðasta mánuði, þar sem 41 stúlka týndi lífi. Ráðherrann fyrrverandi, Carlos...

Glæpagengi réðist á 9 lögreglustöðvar

Eitt illræmdasta glæpagengi Miðameríkuríkisins Gvatemala, Barrio 18, lagði í gær til atlögu við lögreglu vítt og breitt um landið. Þrír lögreglumenn létu lífið og minnst sjö særðust í níu árásum. Talið er að árásirnar séu viðbrögð gengisins við...

Þúsundir mótmæltu vanrækslu barna í Gvatemala

Þúsundir söfnuðust saman á götum og torgum Gvatemalaborgar um helgina til að mótmæla vanrækslu og vanhæfni stjórnvalda í barnaverndarmálum. Tilefnið var skelfilegur eldsvoði á upptökuheimili ungmenna skammt utan höfuðborgarinnar, þar sem 40...

35 börn látin af völdum eldsvoðans í Gvatemala

Alls hafa 35 börn látið lífið vegna eldsvoðans sem varð á upptökuheimili rétt utan við höfuðborg Gvatemala á miðvikudag. 19 stúlkur létust á staðnum, 16 ungmenni til viðbótar hafa látist af sárum sínum síðan, flest þeirra stúlkur. Öll eru hin látnu...
10.03.2017 - 05:44

20 stúlkur fórust í eldinum í Gvatemala

Yfirvöld í Gvatemala hafa staðfest að 20 stúlkur á táningsaldri dóu í eldsvoða á upptökuheimili fyrir börn og unglinga, nærri höfuðborg landsins. Stúlkurnar voru allar á aldrinum 14 til 17 ára. Á fimmta tug stúlkna slasaðist í eldsvoðanum, margar...
09.03.2017 - 03:46

Eldgos í Gvatemala

Stutt en öflugt eldgos hófst í eldfjallinu Volcan de Fuego, eða Eldfjalli eldsins, í Gvatemala, í rauðabítið í gærmorgun, að íslenskum tíma. Glóandi hraungusur og öskustrókar gengu upp úr því á víxl í þrettán klukkustundir áður en sljákkaði í því á...
26.02.2017 - 02:28

Krefjast framsals fyrrum varaforseta Gvatemala

Bandarísk stjórnvöld hafa í hyggju að krefjast þess að Gvatemala framselji fyrrverandi varaforseta og innanríkisráðherra landsins til Bandaríkjanna, þar sem þau eru bæði ákærð um aðild að umfangsmiklum eiturlyfjaviðskiptum. Þessu er haldið fram í...
25.02.2017 - 07:14