Grænland

Hitabylgja á norðurslóðum

Óvenjulegar tölur sáust á hitamæli nyrstu veðurstofu Jarðar á föstu landi, Kap Morris Jesup-veðurstöðinni á Norður-Grænlandi, á þriðjudag, svona miðað við árstíma. Veðurstofa Danmerkur upplýsir að hitastigið hafi verið yfir frostmarki nánast allan...
23.02.2018 - 05:47

Tölvupóstur Grænlandsstjórnar flæðir á ný

Bandaríski tölvurisinn Microsoft hefur nú opnað á tölvupóstsendingar grænlensku stjórnsýslunnar til grænlenskra notenda Microsoft-tölvupóstkerfisins, eftir mánaðarlangt þref. Lokað var fyrir allar póstsendingar frá stjórnsýslunni í janúar, eftir að...
23.02.2018 - 01:53

Grænlensk stjórnsýsla glímir við Microsoft

Grænlenska stjórnsýslan hefur ekki getað sent um fimmtungi Grænlendinga tölvupóst um mánaðarskeið vegna tölvuvíruss sem komst í tölvukerfi hennar í janúar og upprættur var skömmu síðar. Þegar vírusinn uppgötvaðist lokuðu allar helstu...
22.02.2018 - 05:29

Leiðangrar Vigfúsar Grænlandsfara

Vigfús Sigurðsson (1875-1950) gekk undir viðurnefninu Grænlandsfari, enda fór hann í þrjá ævintýralega leiðangra til Grænlands á fyrri hluta síðustu aldar. Jarðfræðingurinn Árni Hjartarsson rifjaði upp ferðir Vigfúsar en nú hafa dagbækur hans verið...

Herferð gegn barnaofbeldi á Grænlandi

Kynferðisofbeldi gegn börnum er mjög alvarlegt vandamál á Grænlandi. Yfirvöld þar hafa nú tekið höndum saman við Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og hrundið af stað herferð gegn ofbeldi sem börn eru beitt. Talið er að þriðja hvert barn á...
09.02.2018 - 20:59

Sektaðir fyrir að veiða mjaldur

Grænlenska lögreglan hefur sektað níu menn fyrir að veiða hval innan hafnar í bænum Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Mennirnir eru sektaðir um 3.000 krónur danskar hver, fyrir að hafa í lok janúar veitt mjaldur í höfninni í Sisimiut, næst stærsta...
08.02.2018 - 17:10

Kínverjar við fiskvinnslu á Grænlandi

Útgerðarfélagið Royal Greenland, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Grænlandi, ætlar á yfirstandandi vertíð að ráða 27 kínverska verkamenn til að vinna í fiskvinnslustöðvum sínum.
08.02.2018 - 10:54

Gamlar herstöðvar á Grænlandi hreinsaðar

Danir og Grænlendingar hafa náð samkomulagi um að hreinsa gamlar herstöðvar Bandaríkjanna á Grænlandi. Bandaríski herinn skildi eftir mikið af alls kyns drasli sem bæði getur verið hættulegt og mengað umhverfið, í herstöðvum sem nú hafa verið...
14.01.2018 - 18:36

Vestnorrænn samstarfssamningur veldur núningi

Danir hafa ógilt ógilt samning Færeyinga, Grænlendinga og Íslendinga um samstarf landanna sem gerður var í haust. Danir líta svo á að samningurinn taki til utanríkismála, sem þeir fara með í ríkjasambandinu. Málið hefur valdið núningi í samskiptum...

Kostnaður við grænlenska sendiskrifstofu eykst

Kostnaður við rekstur fyrirhugaðrar sendiskrifstofu grænlensku landstjórnarinnar á Íslandi verður að líkindum 8 milljónum króna meiri á ári en áætlað var. Ástæðan er sú að húsaleiga í Reykjavík hefur hækkað töluvert umfram það sem ráð var fyrir gert...
20.11.2017 - 06:25

Grænlendingar hyggjast stækka þrjá flugvelli

Grænlenska landstjórnin hyggst setja 2,1 milljarð danskra króna, ríflega 34 milljarða íslenskra króna, í stækkun og uppbyggingu þriggja lugvalla í landinu; í Nuuk, Qaqortoq og Ilulissat. Fjármagna skal uppbygginguna með hagnaði af rekstri...
18.11.2017 - 06:41

Danir og Grænlendingar breyta kvótakerfi

Fulltrúar allra flokka á danska þinginu, Folketinget, náðu seint í gærkvöld samkomulagi um breytingar á danska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Á undanförnum árum hefur mjög stór hluti kvótans safnast á fárra hendur og smábátaútgerð hefur víða lagst af....
17.11.2017 - 13:44

Grænlendingar hækka auðlindagjaldið

Grænlenska landstjórnin ætlar að hækka gjöld sem útgerðarmenn þurfa að greiða fyrir veiðiheimildir í grænlenskri lögsögu og taka upp nýtt greiðslukerfi fyrir nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Fjármálráðherra grænlensku landstjórnarinnar, Aqqaluaq...
14.11.2017 - 16:50

Inga Dóra hættir hjá Vestnorræna ráðinu

Inga Dóra Markussen hættir sem framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins í lok janúar á næsta ári og hefur þá störf hjá Royal Greenland, sem er stærsta fyrirtæki Grænlands. Inga Dóra hefur verið framkvæmdastjóri í rúmlega þrjú ár og er búsett á Íslandi....
10.11.2017 - 14:16

Banna sölu áfengis í matvöruverslunum

Brátt verður bannað að selja áfengi innan um aðrar vörur í matvöruverslunum á Grænlandi. Ný lög um sölu á áfengis á Grænlandi hafa verið samþykkt og taka þau gildi 1. mars næstkomandi. Markmiðið með breytingunni er að draga úr áfengisneyslu unglinga.
06.11.2017 - 16:42