Flóttamenn

Bretar leggja fé í öryggisgæslu í Frakklandi

Bretar ætla að leggja meira fé til að styrkja varnir umhverfis frönsku hafnarborgina Calais við Ermarsund til að hefta straum flóttamanna og farandfólks til Bretlands. Tilkynnt var í morgun að bresk stjórnvöld leggi til 44,5 milljónir punda til að...
18.01.2018 - 10:09

Björguðu 1.400 á Miðjarðarhafi

Björgunarsveitir á Miðjarðarhafi komu fjórtán hundruð flóttamönnum til aðstoðar í gær. Þar á meðal fann spænsk björgunarsveit fjögur hundruð manns í drekkhlöðnum bát sem var að því kominn að sökkva. Í hópnum voru 175 konur og 75 börn.
17.01.2018 - 16:35

Róhingjar fá að snúa heim innan tveggja ára

Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess hafa náð samkomulagi um að flóttamenn úr hópi Róhingja í Bangladess fái að snúa aftur til síns heima í Mjanmar innan tveggja ára. Yfir sex hundruð þúsund Róhingjar voru hraktir frá heimilum sínum í víðtækum...
16.01.2018 - 09:35

Danir brutu gegn dómi Mannréttindadómstólsins

Inger Støjberg, sem fer með málefni innflytjenda í dönsku ríkisstjórninni, viðurkenndi fyrir þingnefnd fyrir helgi að ráðuneyti hennar hefði brotið gegn dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn dæmdi að það væri brot á Mannréttindasáttmála...

Ákærðir fyrir að segja frá Róhingjum

Tveir fréttamenn Reuters-fréttaveitunnar hafa verið ákærðir í Mjanmar fyrir að brjóta lög. Fréttmennirnir sem eru ríkisborgarar í Mjanmar voru handteknir í síðsta mánuði eftir að þeir fjölluðum um hernað stjórnarhers landsins og þjóðernishreinsanir...
10.01.2018 - 10:34

64 drukknuðu á Miðjarðarhafi

Ítalska strandgæslan tilkynnti í gær að 86 flóttamönnum hefði verið bjargað úr ofhlöðnum gúmmíbát undan strönd Líbíu. Um 150 voru um borð í bátnum en 64 drukknuðu.
09.01.2018 - 18:50

Flóttafólk fórst undan strönd Líbíu

Að minnsta kosti 25 flóttamenn drukknuðu þegar gúmmífleytu þeirra hvolfdi undan ströndum Líbíu í dag. Hugsanlegt er talið að 150 hafi verið um borð. Ítalski sjóherinn sendi skip á vettvang. Áhöfn þess tókst að bjarga 85 manns úr sjónum. Átta lík...
06.01.2018 - 20:44

Miklu færri flóttamenn til Ítalíu

Mun færri flóttamenn komu sjóleiðina til Ítalíu í fyrra en árið á undan. Þarf að leita aftur fyrir árið 2014 til þess að finna viðlíka fjölda og kom sér yfir Miðjarðarhafið í fyrra.
06.01.2018 - 06:09

Hermenn eiga að hægja á flóttamannastraumi

Ítalir ætla að senda 470 hermenn til Níger á næstunni til að reyna að draga úr straumi flóttamanna frá Afríkuríkjum til Evrópu. Paolo Gentilone forsætisráðherra greindi frá þessu í dag. Að hans sögn óskuðu stjórnvöld í Níger eftir því að fá...
28.12.2017 - 14:55

Umkringd múrveggjum og gaddavír um jólin

Fjölskyldan sem vísað var úr landi til Þýskalands um síðustu mánaðamót er enn í eftirlitsbúðum þýskra yfirvalda. Vinur fjölskyldunnar segir sárt að vita af þeim þar yfir jólin, þau séu ekki frjáls ferða sinna og umkring múrveggjum og gaddavír....
23.12.2017 - 18:32

Vilja taka reiðufé og síma af hælisleitendum

Stjórnarsáttmáli samsteypustjórnar Þjóðar- og Frelsisflokks í Austurríki ber yfirskriftina „Fyrir okkar Austurríki" og í honum er kveðið á um ýmsar umdeildar aðgerðir í tengslum við móttöku hælisleitenda og flóttafólks. Leiðtogar stjórnarinnar...
18.12.2017 - 01:47

Leiðtogar ESB deila um málefni flóttafólks

Málefni flótta- og farandfólks eru einn helsti ásteytingarsteinninn í Evrópusamstarfinu þessi misserin. Það sýnir sig glögglega á leiðtogafundi sambandsins í Brussel. Þrátt fyrir langar og hreinskiptnar umræður í gærkvöld eru aðildarríkin ekkert nær...

Leo og fjölskylda ekki frjáls ferða sinna

Þriggja manna fjölskylda, hjón og drengur á öðru ári, sem vísað var frá Íslandi um síðustu mánaðamót, er nú í búðum fyrir flóttafólk í Þýskalandi og ekki frjáls ferða sinna. Þau höfðu verið í felum þar í landi um tíma og óttast að verða send til...
13.12.2017 - 16:18

Leo og fjölskylda í felum í Þýskalandi

Þriggja manna fjölskylda, hjón og 18 mánaða drengur, sem vísað var frá Íslandi um síðustu mánaðamót, er nú í felum í Þýskalandi. Þar var þeim neitað um alþjóðlega vernd áður en þau komu til Íslands í mars. Vinur fjölskyldunnar segir að þau óttist um...
06.12.2017 - 12:21

Neita að fljúga heimsendum flóttamönnum

Þýskir flugmenn hafa tvöhundruð tuttugu og tvisvar sinnum neitað að fljúga vélum þar sem verið er að senda flóttamenn og hælisleitendur aftur til síns heima.
05.12.2017 - 21:29