Enski boltinn

Facebook ætlar í slaginn um enska boltann

Facebook gekk á dögunum frá ráðningu framkvæmdastjóra íþróttasjónvarpsstöðvarinnar Eurosport. Er þetta talið vera skref samfélagsmiðilsins í átt að frekari boðum í beinar útsendingar frá stórum íþróttaviðburðum.
20.01.2018 - 05:17

Jón Daði með þrennu og Reading áfram

Jón Daði Böðvarsson skoraði þrjú mörk í 3-0 sigri Reading á Stevenage í FA-bikarnum á Englandi í kvöld en liðin þurftu að mætast aftur þar sem þau gerðu jafntefli í síðasta leik. Þá komust Leicester City, Cardiff City og Sheffield Wednesday einnig...
16.01.2018 - 22:05

Þægilegur sigur hjá Man United gegn Stoke City

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Manchester United vann öruggan 3-0 sigur á Stoke City.
15.01.2018 - 21:53

Fyrsta tap Man City kom á Anfield

Manchester City tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið lá gegn Liverpool á Anfield, lokatölur 4-3. Þá tapaði Arsenal gegn Bournemouth.
14.01.2018 - 17:58

Gylfi Þór byrjaði er Everton tapaði stórt

Everton tapaði 4-0 fyrir Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn. Þá spilaði Birkir Bjarnason síðari hálfleik í 1-0 sigri Aston Villa á Nottingham Forest í ensku B-deildinni. Aðrir Íslendingar spiluðu...
13.01.2018 - 19:38

Chelsea gerði jafntefli - Jói Berg í tapliði

Sex af þeim sjö leikjum sem fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag er nú lokið. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið tapaði fyrir Crystal Palace á útivelli. Þá gerði Chelsea markalaust jafntefli við Leicester City á Stamford...
13.01.2018 - 17:12

Markalaust á Brúnni

Chelsea og Arsenal mættust í undanúrslitum deildarbikarsins í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lauk honum með markalausu jafntefli.
10.01.2018 - 21:52

Búið að draga í 4. umferð: Liverpool mætir WBA

Dregið var í 4. umferð enska bikarsins í kvöld og verður að viðurkennast að drátturinn er frekar óspennandi en flest þeirra stóru liða sem voru í pottinum drógust gegn neðrideildarliðum. Liverpool er þó undantekningin en þeir mæta West Bromwich...
08.01.2018 - 20:25

Hughes rekinn frá Stoke

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City á Englandi var rekinn í kvöld eftir afleitt gengi undanfarið. Tap gegn Coventry í bikarkeppninni í dag var kornið sem fyllti mælinn hjá stjórn félagsins, en Coventry leikur í þriðju efstu deild á Englandi.
06.01.2018 - 22:19

Hvað sagði Firmino við Holgate?

Liverpool vann Everton í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær þar sem Virgil van Dijk skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Það er þó ekki mark Van Dijk sem stelur fyrirsögnunum í dag heldur atvik sem átti sér stað á milli Mason...
06.01.2018 - 11:51

Borgarstjórinn æfur yfir vistaskiptum Barkleys

Borgarstjóri Liverpool ætlar ekki að láta vistaskipti Ross Barkley frá Everton til Chelsea óafskipt. Borgarstjórinn er sjálfur stuðningsmaður Everton og er hann ósáttur við framkomu leikmannsins og umboðsmanns hans í garð félagsins.
06.01.2018 - 07:42

Samherji Gylfa Þórs semur við Chelsea

Enski miðjumaðurinn Ross Barkley er genginn í raðir Chelsea en hann kemur frá Everton. Barkley fór í uppskurð síðasta sumar og hefur því ekki enn leikið með Everton síðan Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við félagið.
05.01.2018 - 17:45

Birkir meðal markaskorara í stórsigri

Birkir Bjarnason kom loksins inn af bekknum er Aston Villa vann stórsigur gegn Herði Björgvini Magnússyni og félögum í Bristol City í næst efstu deild enska fótboltans í dag.
01.01.2018 - 19:51

Jóhann Berg skoraði í tapi gegn Liverpool

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í liði Burnley er liðið fékk Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg skoraði meðal annars sitt fyrsta mark í deildinni í vetur en það dugði ekki til. Úrslit dagsins má sjá...
01.01.2018 - 17:07

Palace stöðvaði sigurgöngu Manchester City

Crystal Palace gerði sér lítið fyrir og stöðvaði sigurgöngu Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðin mættust á Selhurst Park. Heimamenn fengu reyndar gullið tækifæri undir lok leiks til að vera fyrsta liðið til að vinna Man City í...
31.12.2017 - 14:18