Ekvador

Assange orðinn Ekvadori

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sem verið hefur í sjálfskipuðu stofufangelsi í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum árum saman, er orðinn ekvadorskur ríkisborgari. Frá þessu er greint í mörgum fjölmiðlum í Ekvador, og samkvæmt heimildarmönnum...

14 fórust í rútuslysi

Fjórtán dóu og þrjátíu slösuðust, þar af einn lífshættulega, þegar rúta fór út af vegi í Ekvador í gær, valt og varð loks eldi að bráð. Slysið varð á þjóðveginum milli höfuðborgarinnar Quito og borgarinnar La Maná í fjallahéruðum Ekvadors. Þau sem...
16.07.2017 - 03:49

Hætta við múr á landamærum Perú og Ekvadors

Stjórnvöld í Ekvador hafa stöðvað framkvæmdir við fyrirhugaðan landamæramúr á mörkum Ekvadors og Perú. Maria Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvadors, tilkynnti þetta í opinberri heimsókn í Perú í dag. Fjögurra metra hár múrinn átti að rísa...
14.07.2017 - 03:08

11 fórust í rútuslysi í Ekvador

Ellefu dóu og minnst 25 slösuðust þegar rúta fór út af fjallvegi og endaði ofan í árgljúfri skammt frá Quito, höfuðborg Ekvadors, á þriðjudag. Vegurinn er einn fjölmargra, afar hlykkjóttra og á köflum mjög brattra fjallvega í Andesfjöllunum, þar sem...
08.03.2017 - 05:23

Fannst á lífi í húsarústum í Ekvador

Björgunarsveit fann karlmann á áttræðisaldri á lífi í húsarústum í Ekvador á föstudag, nærri tveimur vikum eftir stóra skjálftann þar í landi. Það var sveit frá Venesúela sem fann manninn eftir að hafa heyrt í honum í byggingu sem hafði hrunið í...
01.05.2016 - 03:37

Ekvador: Ísland sendir 13 milljónir til barna

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að bregðast við neyðarbeiðni frá stjórnvöldum í Ekvador eftir jarðskjálftann í síðustu viku með því að verja tæplega 13 milljónum króna í neyðaraðstoð við börn.
22.04.2016 - 14:34

Sífellt fleiri finnast látnir í Ekvador

Björgunarsveitir í Ekvador hafa fundið 525 lík í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálfta á laugardag. Óttast er að mun fleiri hafi látist. Enn er hátt í sautján hundruð saknað að sögn innanríkisráðherra landsins. Litlar líkur eru taldar á að fleiri...
20.04.2016 - 14:34

Öflugur eftirskjálfti í Ekvador

Eftirskjálfti að stærðinni 6,1 varð í morgun undan strönd Ekvadors. Upptökin voru um 25 kílómetra vestan við strandbæinn Muisne. Engar fréttir hafa enn borist af tjóni.
20.04.2016 - 10:26

Yfir 400 látnir í Ekvador

Stjórnvöld í Ekvador staðfestu í kvöld að í það minnsta 413 hafi látið lífið í jarðskjálftanum á laugardag. Fjölmargir eru slasaðir eftir skjálftann sem mældist 7,8 að stærð. Fyrr í dag var sagt frá því að 350 væru látnir.
19.04.2016 - 00:47

Hátt í 300 látnir eftir skjálftann í Ekvador

272 eru látnir af völdum jarðskjálftans í Ekvador um helgina að sögn Rafael Correa, forseta landsins, sem er nú á því svæði sem varð verst úti. Hann segir tölu látinna örugglega eiga eftir að hækka og það umtalsvert. Yfir 2.500 eru slasaðir.
18.04.2016 - 05:44

Stór jarðskjálfti í Ekvador

Að minnsta kosti 77 eru látnir og meira en 500 slasaðir eftir að öflugur jarðskjálfti, um 7,8 að stærð, reið yfir vesturströnd Ekvador laust fyrir miðnætti. Upptök skjálftans urðu rúmlega 170 kílómetrum vestur af höfuðborginni Quito.
17.04.2016 - 00:29

Ekvador

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, fræðir hlustendur Rásar 2 um þátttökulöndin 32 á HM 2014. Hér má heyra umfjöllun um Ekvador.
20.06.2014 - 18:00