Dýravelferð

Loðdýrabændur undrandi á banni í Noregi

Vinstri flokkurinn í Noregi setti þau skilyrði fyrir þátttöku í nýrri ríkisstjórn að loðdýrarækt til skinnaframleiðslu verði bönnuð þar í landi frá árinu 2025. Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir að loðdýrabændum hafi brugðið við að heyra...
17.01.2018 - 10:41

Þurfa að gefa humrinum rafstuð fyrir suðu

Svissnesk stjórnvöld hafa bannað veitingahúsum að henda lifandi og spriklandi humri ofan í sjóðandi vatn á veitingastöðum landsins eins og hefð er fyrir.
11.01.2018 - 17:47

Kind týnd vikum saman og föst í minkaboga

Bóndi í Grindavík telur að tveggja vetra kind hans hafi verið föst í minkaboga í nokkrar vikur. Hún hafði verið týnd en kom haltrandi heim á gamlársdag, föst í gildrunni. Greint er frá þessu á vef Víkurfrétta.
05.01.2018 - 06:05

Tófan farin að halda sig nær byggð en áður

Sífellt verður algengara að rekast á tófur heima við bæi og tófan er farin að halda sig nær byggð en áður. Þar leggst hún á sauðfé og særir það oft mjög illa. Refaskytta segir almennt meira um tófu nú en síðustu ár.
29.11.2017 - 12:36

Gucci hættir notkun loðfelda

Ítalski tískurisinn Gucci mun frá og með vorlínu ársins 2018 hætta alfarið að notast við loðfeldi, og bætist þar í ört stækkandi hóp tískuhúsa sem sniðganga hráefni af því tagi, en Calvin Klein, Ralph Lauren, Tommy Hilfiger og Armani hafa á síðustu...
13.10.2017 - 10:05

Dæmdir veikindadagar til að annast lasinn hund

Ítölsk kona átti rétt á tveimur launuðum veikindadögum til að annast lasinn hund sinn. Þessu hefur þarlendur dómstóll komist að – lasleiki hundsins falli undir ákvæði sem veitir starfsfólki rétt til launaðs leyfis vegna aðkallandi einkamála eða...
12.10.2017 - 07:52

Aflífuðu hreindýr illa flækt í girðingu

Nauðsynlegt reyndist að aflífa hreindýrstarf sem var fastur í hestagirðingu við Sauðá á Vesturöræfum. Dýrið hafði margvafið girðingastrengnum um hornin og dregið girðingastaura og -streng í eina allsherjar flækju.
09.10.2017 - 14:57

Köttur höggvinn sundur í Hveragerði

Á síðustu árum hefur köttum í Hveragerði verið byrlað eitur, þeir fluttir yfir Ölfusá og skildir eftir, og nú á dögunum fannst köttur sem búið var að höggva sundur. Bergljót Davíðsdóttir, íbúi í Hveragerði, segir að mikilvægt sé að komast til botns...
20.09.2017 - 09:31

Akfeitur hundur tekinn af eiganda sínum

Matvælastofnun hefur tekið hund af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að hundurinn hafi verið tjóðraður langtímum saman við staur og ekki fengið þá útivist og hreyfingu sem nauðsynlegt þótti. Hundurinn hafi verið...
31.08.2017 - 17:28

Fá sér sleðahunda því þeir líkjast ógnarúlfum

Peter Dinklage, leikari í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, hefur hvatt aðdáendur þáttanna til að fá sér ekki sleðahunda af husky-tegund af þeirri ástæðu einni að þeir séu líkir hinum svokölluðu „ógnarúlfum“ í þáttunum. Fjöldi yfirgefinna husky-...
15.08.2017 - 16:30

Geta ekki stöðvað sölu á ólöglegum límgildrum

Músagildrur, sem seldar eru í íslenskum verslunum og líma mýs fastar við pappír eða plastbakka, uppfylla ekki ákvæði laga um velferð dýra að mati Matvælastofnunar, þar sem þær valda dýrunum óþarfa kvölum. Þótt ólöglegt sé að nota gildrurnar er ekki...
11.08.2017 - 07:30

Afhenda ekki gögn vegna vitneskju fréttamanna

Atvinnuvegaráðuneytið hefur hafnað beiðni fréttastofu um aðgang að gögnum um brot gegn velferð nautgripa á bænum Arkarlæk í Hvalfjarðarsveit árið 2015. Ástæðan er sú að fréttastofa veit á hvaða búi brotin voru framin. Ráðuneytið telur að einungis...
10.08.2017 - 17:56

Tvær milljónir kattamyndbanda á Youtube

Kötturinn vekur viðbrögð hvar sem á hann er minnst, en fyrir utan sjálfa manntegundina eru fá spendýr sem fá jafn mikið rými á internetinu, og til marks um það eru kattamyndbönd í myndbandabankanum Youtube um tvær milljónir talsins, og meðaláhorf á...
08.08.2017 - 12:58

Fjórir kettlingar skildir eftir í plastpoka

Kona á gangi í Hveragerði fann fjóra kettlinga í plastpoka í gróðurhúsi um miðjan síðasta mánuð. Þrír þeirra höfðu drepist en einn lifði af. Honum hefur verið gefið nafnið Askur.
02.08.2017 - 10:52

Lambið með mikla áverka – MAST kærir drápið

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu grófar misþyrmingar og dráp á lambi í Breiðdal í byrjun júlí. Þá hefur komið í ljós komið að lambið var með mun meiri áverka en upphaflega var talið. Ekki aðeins var búið að skera það á háls, heldur var það...
19.07.2017 - 15:54