Daði og Árný

Árný og Daði smakka drykk úr fuglaslefi

Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu. Í þessum þætti smakka þau vægast sagt furðulega drykki.

Árný og Daði villast í frumskógi

Árný og Daði leggja í leiðangur til að finna leynivatnið eða the Secret Lake, sem heitir Tomnop Tek Krolar á khmer (kambódísku). Vatnið er manngert, gert af þrælum á tímum Pol Pot og rauðu khmerana.

Árný kynnir kambódíska matargerð

Árný og Daði fóru á matreiðslunámskeið til að læra khmer matargerð og helstu einkennisrétti Kambódíu.

Daði býr til lag úr umhverfishljóðum

Árný og Daði fara í leiðangur upp í Bokor fjall. Þar taka þau upp ýmis hljóð þar á meðal frá kambódískum hljóðfærunum Skor trommu og Kong Toch klukkuspil sem Árný fékk að meðhöndla.

Vegabréfsáritun í Víetnam

Nú hafa Árný og Daði verið í Kambódíu í mánuð og þá þarf að endurnýja vegabréfsáritun. Þau leggja því af stað til Víetnam og kanna aðstæður í leiðinni.

Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu

Í þessum þætti hætta þau Árný og Daði sér út í að smakka vel valið „sælgæti“ úr sjoppunni, þar má nefna harðfisk, bragðefna-hlaup og kjúklingalappir.

Kósíheit á Kanínueyju

Árný og Daði komast loksins á Koh Thonsáy/The rabbit island eða Kanínueyjuna. Þar leigja þau lítinn kofa (bungalow), svamla í sjónum og slappa af í hengirúmum.

Hver gerir flottasta sandkastalann?

Árný og Daði fara til Kep til að fara í bátsferð á nálægar eyjar. Það var uppbókað í bátinn svo þau ákveða að halda sandkastalakeppni á ströndinni í Kep.