Daði Freyr

Árný og Daði skoða fiðrildabúgarð

Árný og Daði fara á fiðrildabúgarð sem er í Kep. Þangað er um klukkutíma keyrsla frá heimili þeirra í Kambódíu.

Daði býr til lag úr innsendum hljóðum

Í síðustu viku óskaði Daði eftir því að fólk sendi inn hljóð og hann myndi búa til lag úr þeim. Það streymdu inn myndbönd með hljóðum frá fylgjendum Árnýjar og Daða og úr varð tónlistarþáttur dagsins.

Árný og Daði skoða friðaða fugla

Í þætti dagsins er ferðinni heitið til Anlung Pring sem er sveitasamfélag og verndarsvæði fyrir fugla. Verndarsvæðið er rúmir 200 hektarar að stærð, víðáttumikil og vot slétta. Þar hafast við yfir 90 tegundir af fuglum en merkastur þeirra er Sarus...

„Kann að meta ryksugur eftir að vera hérna“

Nú hafa Árný og Daði verið einn og hálfan mánuð í Kambódíu. Á þeim tíma hafa þau komið sér upp rútínu og í þessum þætti fylgjumst við með daglegu lífi þeirra.

Árný og Daði smakka drykk úr fuglaslefi

Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu. Í þessum þætti smakka þau vægast sagt furðulega drykki.

Árný kynnir kambódíska matargerð

Árný og Daði fóru á matreiðslunámskeið til að læra khmer matargerð og helstu einkennisrétti Kambódíu.

Daði býr til lag úr umhverfishljóðum

Árný og Daði fara í leiðangur upp í Bokor fjall. Þar taka þau upp ýmis hljóð þar á meðal frá kambódískum hljóðfærunum Skor trommu og Kong Toch klukkuspil sem Árný fékk að meðhöndla.

Vegabréfsáritun í Víetnam

Nú hafa Árný og Daði verið í Kambódíu í mánuð og þá þarf að endurnýja vegabréfsáritun. Þau leggja því af stað til Víetnam og kanna aðstæður í leiðinni.

Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu

Í þessum þætti hætta þau Árný og Daði sér út í að smakka vel valið „sælgæti“ úr sjoppunni, þar má nefna harðfisk, bragðefna-hlaup og kjúklingalappir.

Kósíheit á Kanínueyju

Árný og Daði komast loksins á Koh Thonsáy/The rabbit island eða Kanínueyjuna. Þar leigja þau lítinn kofa (bungalow), svamla í sjónum og slappa af í hengirúmum.

Hver gerir flottasta sandkastalann?

Árný og Daði fara til Kep til að fara í bátsferð á nálægar eyjar. Það var uppbókað í bátinn svo þau ákveða að halda sandkastalakeppni á ströndinni í Kep.

Daði býr til lag úr húshljóðum

Árný og Daði eru búin að koma sér fyrir í húsinu sínu og könnuðu bókstaflega hljóðið í því. Þau tóku upp allskonar hljóðprufur bæði í húsinu og í bakgarðinum. Daði tónlistarmeistari með meiru lagaði til hljóðin og bjó til lag úr þeim. Í þessum...

Lentu í vandræðum á leiðinni til Kambódíu

Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eru loksins komin til Kambódíu eftir langt og strangt ferðalag.

Daði og Árný með vefþætti frá Kambódíu

Daði Freyr Pétursson hefur sannað sig sem einn efnilegasti rafpoppari landsins, en hann stimplaði sig inn í tónlistarsenu landans með þáttöku í Söngvakeppninni fyrr á þessu ári. Árný Fjóla Ásmundsdóttir, unnusta hans, er mannfræðinemi, listakona og...

Daði Freyr frumflytur lagið Allt í Einu

Daði Freyr frumflutti lagið Allt í einu af nýju plötunni sinni í nýjasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini.