Bretland

Bretar leggja fé í öryggisgæslu í Frakklandi

Bretar ætla að leggja meira fé til að styrkja varnir umhverfis frönsku hafnarborgina Calais við Ermarsund til að hefta straum flóttamanna og farandfólks til Bretlands. Tilkynnt var í morgun að bresk stjórnvöld leggi til 44,5 milljónir punda til að...
18.01.2018 - 10:09

Carillion gjaldþrota, þúsundir missa vinnuna

Breska verktakafyrirtækið Carillion lýsti sig gjaldþrota í dag. 43 þúsund starfsmenn hafa unnið hjá fyrirtækinu víða um heim, þar af tæplega tuttugu þúsund í Bretlandi. Philip Green, stjórnarformaður fyrirtækisins, segist harma að aðgerðir til að...
15.01.2018 - 13:49

Farage opnar á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Nigel Farage, einn helsti baráttumaður fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, sagði í dag í sjónvarpsviðtali að ef til vill væri best að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Þannig væri hægt að þagga niður í þeim sem reyna að berjast...
11.01.2018 - 20:28

Borgarstjóri óttast hart Brexit

Sadiq Khan, borgarstjórinn í Lundúnum, sagði í morgun að samkvæmt greiningu á áhrifum Brexit sem borgarstjórnin hefði látið gera, gæti hálf milljón starfa tapast ef ekki tekst að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið. 
11.01.2018 - 11:58

Bretar í herferð gegn plastmengun

Bretar hefja í dag herferð gegn plastmengun. Theresa May forsætisráðherra hleypir þá af stokkunum 25 ára umhverfisáætlun þar sem kveðið er á um að öllu plastsorpi á Bretlandseyjum sem mögulegt er að koma höndum yfir verði eytt fyrir árið 2042....
11.01.2018 - 07:48

Assange orðinn Ekvadori

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sem verið hefur í sjálfskipuðu stofufangelsi í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum árum saman, er orðinn ekvadorskur ríkisborgari. Frá þessu er greint í mörgum fjölmiðlum í Ekvador, og samkvæmt heimildarmönnum...

Bakslag í uppstokkun bresku stjórnarinnar

Uppstokkun Theresu May á ríkisstjórn sinni gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Justine Greening, sem átti að færa úr embætti menntamálaráðherra yfir í embætti atvinnumálaráðherra, neitaði að taka við starfinu. 
09.01.2018 - 01:57

Klámsíður sóttar oft á dag á breska þinginu

Reynt var að komast inn á klámsíður úr tölvum innan breska þinghússins um 160 sinnum á dag seinni hluta síðasta árs. Þetta kemur fram í gögnum sem sóst var eftir í nafni upplýsingafrelsis. Alls hafa lén klámsíðna verið sótt rúmlega 24 þúsund sinnum...
08.01.2018 - 06:38

Hættir ritstjórn vegna launamisréttis BBC

Carrie Gracie, ritstjóri breska ríkisútvarpsins í Kína, sagði starfi sínu lausu í gær og sakaði ríkisútvarpið um kynlæga launastefnu. Hún segir í opnu bréfi að ólögleg leyndarhyggja hafi hvílt yfir launastefnu stofnunarinnar.
08.01.2018 - 04:03

Elenóra veldur usla í Evrópu

Þrír eru látnir af völdum stormsins Elenóru sem fór yfir meginland Evrópu í gær auk Bretlands. Einn lést í frönsku Ölpunum þegar tré féll á hann og fimmtán aðrir slösuðust víðs vegar um landið vegna veðursins, þar af fjórir alvarlega. Tvennt lést...
04.01.2018 - 01:49
Erlent · Hamfarir · Bretland · Evrópa · Frakkland · Holland · Sviss · Þýskaland

Brotamenn plataðir á jólunum

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri í Englandi greip til óvenjulegra ráða fyrir jólin til að hafa hendur í hári þeirra sem brotið höfðu lög og vikist undan því að taka afleiðingum gjörða sinna.
28.12.2017 - 13:28

Þriggja ára fangelsi fyrir verkjatöflusmygl

Ensk kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja ára fangelsisvistar í Egyptalandi fyrir að smygla sterkum verkjatöflum til landsins. Konan, Laura Plummer frá Hull, var handtekin hinn 9. október síðastliðinn, þegar tollverðir uppgötvuðu 300...
27.12.2017 - 01:19

Fylgjast náið með skipsferðum Rússa

Rússnesku skipi var fylgt á brott nærri bresku hafsvæði á jóladag, að sögn breska sjóhersins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Breska freigátan HMS St Albans fylgdist náið með aðgerðum Admiral Gorshkov.
26.12.2017 - 01:17

Kólnandi sambúð Breta og Íra

Sambúð grannríkjanna Írlands og Bretlands hefur kólnað umtalsvert eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að segja sig úr Evrópusambandinu. Bretar eru langmikilvægasta viðskiptaþjóð Íra og auki eiga ríkin landamæri á Norður-Írlandi...
25.12.2017 - 14:17

Eldsvoði í dýragarði í London

Eldur kom upp í dýragarði í London í morgun og hefur honum því verið lokað um óákveðinn tíma. Eitt jarðsvín drapst í eldsvoðanum og nokkrir starfsmenn slösuðust.
23.12.2017 - 16:33