Bók vikunnar

Bankster - Guðmundur Óskarsson

„Þetta er bók fyrir góða tíma, frekar en slæma tíma,“ segir Guðmundur Óskarsson, höfundur Bankster sem er bók vikunnar á Rás 1. Bókin, sem skrásetur líf bankamanns sem missir starfið í hruninu, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009.
19.01.2018 - 10:54

Himnaríki og helvíti - Jón Kalman Stefánsson

Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson, er bók vikunnar á Rás 1 á sunnudag.

Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir

Elín býr til leikmuni en er enginn skáldsagnahöfundur. Samt er það hún sem skrifar söguna Elín, ýmislegt í samræmi við það sem stendur skrifað á kassana sem fundurst daginn áður en Elín hitti leikskáldið unga Ellen. Um það bil fimmtíu ára skilja...
03.01.2018 - 13:01

Norrænar goðsagnir - Neil Gaiman

Í bókinni Norrænar goðsagnir segir fantasíuhöfundurinn Neil Gaiman sögur norrænnar goðafræði á aðgengilegan hátt. Margt er hér kunnuglegt enda hér á ferðinni sögur af hinum fornu norrænu goðum, Þór og Óðni, Frigg og Freyju að ógleymdum Loka...
27.12.2017 - 16:35

Galdra-Dísa - Gunnar Theódór Eggertsson

Bók vikunnar er Galdra-Dísa eftir Gunnar Theódór Eggertsson. Galdra- Dísa er sjálfstætt framhald bókarinnar Drauga-Dísa eftir Gunnar sem kom út fyrir tveimur árum. Í þeirri bók var Hjördís Magnúsdóttir, kölluð Dísa, í unglingadeild grunnskóla og að...
20.12.2017 - 12:53

Walden eða Lífið í skóginum - H. D. Thoreau

Bandaríski heimspekingurinn og skáldið Henry David Thoreau skrifaði bók sína Walden eða Lífið í skóginum eftir að hafa búið í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga einangraður í húsi, sem hann byggði sjálfur, við Walden vatnið í Nýja -Englandi í...
14.12.2017 - 13:21

Örninn og fálkinn - Valur Gunnarsson

Skáldsagan Örninn og fálkinn telst til hinna svokölluðu Hvað ef ... skáldsagna, en þær fela í sér einhvers konar snúning á staðreyndum sögunnar. Hvað ef þetta hefði gerst og ekki þetta. Í skáldsögunni Örninn og fálkinn er velt vöngum yfir því hvað...
05.12.2017 - 11:41

Einu sinni var í austri - Xiaolu Guo

Einu sinni var í austri eftir Xiaolu Guo er uppvaxtarsaga, sjálfsævisaga þar sem Xiaolu Guo segir frá uppvexti sínum í Kína á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót. Þrátt fyrir ömurleg uppvaxtarskilyrði fyrst hjá vandalausum...
29.11.2017 - 15:39

Orlandó - Virginia Woolf

Bók vikunnar er Orlandó eftir Virginiu Woolf sem nú er loksins komin út í íslenskri þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Skáldsagan Orlandó ber undirtitilinn „ævisaga“ og fjallar hún um lávarðinn Orlandó sem snemma á ævi sinni fer til Tyrklands til að...
22.11.2017 - 13:21

Aftur & aftur - Halldór Armand Ásgeirsson

Titill skáldsögunnar Aftur og aftur vísar til myndskeiða af árás tveggja flugvéla á tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001. Flugvélaranr fljúga aftur og aftur inn í þessa táknmynd heimsviðskiptanna og heimurinn varð ekki samur eftir....
15.11.2017 - 12:31

LoveStar - Andri Snær Magnason

LoveStar eftir Andra Snæ Magnason er hrollvekja og vísindaskáldsaga um stórhugmyndasmiðinn LoveStar og skemmtigarð hans í Öxnadalnum. Bókin, sem kom fyrst út árið 2002, þykir hafa hitt ótrúlega naglann á höfuðið varðandi það sem koma skyldi á sviði...
09.11.2017 - 13:14

Mómó - Michael Ende

Bók vikunnar er Mómó, ævintýraskáldsaga eftir þýska rithöfundinn Michael Ende. Þetta er skrítin saga um tímaþjófana og barnið sem frelsaði tíma úr klóm þeirra og færði hann mannfólkinu á ný svo allir mættu halda áfram að njóta sín við það sem þeir...
31.10.2017 - 23:25

Slepptu mér aldrei - Kazuo Ishiguro

Bók vikunnar er Slepptu mér aldrei eftir nýjan handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels, Kazuo Ishiguro, sem kom út í íslenskri þýðingur Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur árið 2005. .
23.10.2017 - 15:44

Ef þú vilt - Helle Helle

Bók vikunnar er að þessu sinni Ef þú vilt eftir dönsku skáldkonuna Helle Helle sem kom út í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur árið 2016. Ef þú vilt er tíunda skáldsaga Helle og var hún fyrir hana tilnefnd öðru sinni til Bókmenntaverðlauna...
19.10.2017 - 18:57

Bróðir minn Ljónshjarta - Astrid Lindgren

Bók vikunnar er Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren sem Þorleifur Hauksson þýddi og las í Morgunstund barnanna í Ríkisútvarpinu árið 1974, aðeins ári eftir að bókin kom út í Svíþjóð. Þýðingin kom síðan út á bók tveimur árum síðar og hefur...