BBC

Telur Íslendinga hafa yndi af rotnum mat

Kanadískur rithöfundur og gagnrýnandi segir að þorrahefðir okkar Íslendinga séu öðruvísi en flest önnur matarmenning, ekki bara skrítin heldur líka einstök og ekki mjög lystug.
20.01.2018 - 21:37

Elísabet II opnar sig í heimildarmynd BBC

Í nýrri óvenjulega opinskárri heimildarmynd frá BBC segir Elísabet Englandsdrottning frá upplifun sinni af krýningardeginum árið 1953, auk þess sem hún fer í saumana á þýðingu þeirra veglegu krúnudjásna sem fylgja titlinum. Þetta er í fyrsta sinn...

Hin norska Sigrid á toppi BBC Sound of 2018

„Þetta er gríðarlegur heiður,“ segir Sigrid sem er aðeins 21 árs gömul og hefur þannig skipað sér meðal yngstu tónlistarmanna sem landað hafa toppsæti BBC Sound-listans.
12.01.2018 - 14:54

Amazon og BBC ánægð með Ólaf Jóhann

Endurkoman, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, kemur út í Bandaríkjunum þann 5. desember. „One Station Away“ heitir hún í enskri þýðingu, en gagnrýnendur og menningarspekúlantar vestanhafs keppast um að ausa hana lofi.
02.12.2017 - 15:54

Mikill launamunur kynja hjá BBC

Chris Evans, sem er ekki síst þekktur úr þáttunum Top Gear, er hæst launaða stjarna breska ríkisútvarpsins, BBC. Hann fékk um 2,2 til 2,5 milljónir punda í laun starfsárið 2016 til 2017. Það jafngildir meira en 300 milljónum króna miðað við...
19.07.2017 - 14:24

Hallar undan fæti hjá Sherlock

Lokaþáttur fjórðu þáttaraðar Sherlock, með Benedict Cumberbatch og Martin Freeman í aðalhlutverkum, var sýndur á sunnudagskvöld á BBC. Áhorf hefur hrunið frá útsendingu fyrsta þáttar, sem sýndur var á nýársdag – úr 8,1 milljón áhorfenda niður í 5,9...
16.01.2017 - 16:08

Goðsögnin Terry Wogan fallinn frá

Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn og Eurovision-goðsögnin Terry Wogan lést í síðustu viku. Hans hefur verið minnst í Bretlandi og af aðdáendum Eurovision um allan heim, enda var hann gríðarlega vinsæll. Hann hafði verið á skjám landsmanna og í útvarpi í...
08.02.2016 - 14:44

Breyttur bakteríubúskapur veldur ofnæmi

Rannsóknir benda til þess að breytingar á bakteríubúskap mannsins valdi aukinni útbreiðslu ofnæmis. Talið er að nútímalifnaðarhættir Vesturlandabúa valdi því að við einangrumst frá stórvirkustu lífverum jarðar; örverum á borð við bakteríur og sveppi...
11.08.2015 - 11:50

Hiroshima — heimildarþáttur frá BBC

Vandaður heimildarþáttur frá BBC um kjarnorkuárásina á Hiroshima, en 6. ágúst eru 70 ár liðin frá þessum skelfilega atburði. Ítarleg umfjöllun um allt ferlið frá því að ákveðið var að gera árásina þar til hún var gerð ásamt frásögnum fórnarlamba.
05.08.2015 - 18:20

Breska stjórnin boðar breytingar á BBC

Breska stjórnin hefur boðað endurskoðun á starfsemi og skipulagi ríkisútvarpsins, BBC. John Whittingdale, ráðherra menningarmála, segir að ákveða þurfi hvort BBC eigi að gína yfir öllu eða verða markvissara í dagskrárstefnu, eins og hann orðar það.
23.07.2015 - 12:48

Hundruð þúsunda vilja Clarkson áfram

Jeremy Clarkson, stjórnandi Top Gear þáttanna á BBC, var sendur í frí í gær á meðan meint átök hans og framleiðanda eru rannsökuð. Um hádegisbil í dag höfðu meir en 300 þúsund manns skrifað undir áskorun um að hann fengi að koma aftur til vinnu og...
11.03.2015 - 14:35